Samfylkingin stendur í vegi uppbyggingar efnahagslífsins

Álver á Bakka hefði jákvæð áhrif á uppbyggingu efnahagslífsins og skiptir afar miklu máli fyrir íbúða norðausturlands. Hins vegar stendur Samfylkingin í vegi fyrir slíkri uppbyggingu - þar sem umhverfisráðherrann kom í veg fyrir nauðsynlega uppbyggingu.

Það þýður ekkert fyrie samgöngumálaráðherrann að halda öðru fram.


mbl.is Meirihluti telur álver hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú hrapar að ályktunum eftir pöntun spindoktoranna.

Burtséð frá kostnið okkar við uppbyggingu áliðnaðar og orkumannvirkja, sem ekki er ljós, auk þess sem aðeins handfylli manna veit hvað við erum að fá fyrir orkuna, sem er sennilega svo lítið að það tekur okkur áratugi að komast í plús. Vil ég benda á... 

Hér vakna spurningar. Könnun gerð fyrir Alcoa. Er hún spillt af hagsmunum þessa fyriirtækis? Hvar er hún tekin? Hvernig var spurt? Hvaða niðurstöðu var leitað?  Hér ber að hafa í huga að flestir eru þeirrar skoðunnar að iðnaður almennt geti tæpast verið neikvæður fyrir efnahaginn, það væri nú annað hvort! 

Hér ætlast menn til að fólk dragi þá ályktun að mikill meirihluti sé fyrir frekari uppbyggingu í áliðnaði hér. Það er alls ekki það sem er spurt um.

Ef þeir spyrðu hinsvegar hvort fólk liti jákvæðum augum á frekari áliðnað og einsleitni í atvinnulífi, væri niðurstaðan vafalaust neikvæð.

Spyrja mætti: Eru áhrif efnaiðnaðar jákvæð fyrir efnahaginn? Svarið er já. Fyrir umhverfi og fjölbreytni atvinnulifs, menningu og heilsu.  Nei.

Það sama gildir um það sem spurt er.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2008 kl. 14:17

2 Smámynd: Sævar Helgason

Hvað kostar að búa til eitt starf í áliðnaði í dag - væntanlega um 500 milljónir ísl kr.

Og endurgreiðlsan á þeim kostnaði er um 35 ár.

Er þetta vænleg atvinnusköpun i dag ? 

Þjóðin ofurskuldsett til næstu 10 ára - bara vegna endurgreiðslu á útrásara og bankaævintýrinu. 

Hvar getum við slegið meiri lán ?  Og hver vill lána okkur ? 

Okkar helsta von er að komast inn í ESB sem fyrst og fá þannig niðurfellingu tolla sem aftur gerir okkur mögulegt að fara að vinna okkar sjávarafurðir og jafnvel landbúnaðarafurðir - til mikils virðisauka fyrir okkur - til sölu á mörkuðum Evrópu.

Framleiðsla og aftur framleiðsla á útflutningsverðmætum með sem minnstum lánakosnaði - er okkar bjartasta stjarna næstu árin....

Sævar Helgason, 23.11.2008 kl. 14:33

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hallur, ég ráðlegg þér eindregið, viljirðu að Framsóknarflokkurinn eigi minnsta möguleika á meira en 5-7% fylgi í komandi kosningum, að hverfa frá innihaldslausum yfirlýsingum um ál á Íslandi. Hér er við ofurefli réttra upplýsinga að eiga í dag. Þrátt fyrir þær risa upphæðir sem bæði álfyrirtækin, LV, Orkuveitan og ríkisstjórnin hafa sett í málið hefur ekki enn tekist að sýna fram á raunverulega arðsemi áls, að undanskildum örstuttum tíma þar sem álverð í heiminum náði ítrekað heimsmeti. Nú hins vegar þegar að álverð hefur hrunið aftur er ljóst að framlegð til þjóðarinnar er hverfandi.

Eins og Sævar bendir á hér að ofan, þrátt fyrir mánaðarlegar tekjur starfsmanna af störfum er raunin sú að að meðtöldum fórnarkostnaðinum við að skapa starfið, tekur marga áratugi að fá mögulega af því arð inn í samfélagið.

Fjarlægar möguleika tekjur eru ekki lausnir sem við þurfum í dag.

Ef þig langar hins vegar að koma fram með raunverulegar langtímatölur um arðsemi ættirðu að stúdera aðeins t.d. verksmiðju gróðurhús og framleiðslu þeirra á Íslandi. Það mál hefur bara ekki notið velvilja hjá stjórnmálamönnum hingað til vegna þess að það er ekki líklegt til þess að skapa þeim atkvæði á innan við fjögurra ára tímabili, tímibil sem öll þeirra hugsun virðist föst við.

Baldvin Jónsson, 23.11.2008 kl. 15:26

4 identicon

Sæll Hallur. Hárrétt hjá þér. Reyndar skil ég Umhverfisráðherra þannig að hún hafi sagt upp störfum sem ráðherra þegar hún sagðist vilja kosningar. Hún hlýtur að vera orðin leið á embættinu.

Ég átti mig ekki á þeim félögum sem sent hafa inn athugasemdir. Hafi Alcoa látið gera þessa könnun þá dregur það úr trúverðugleika hennar, það er rétt. Menn gleyma því hins vegar að á eftir sjávarútvegi þá eru það iðnaður og ferðaþjónusta sem skapa okkur mestu gjaldeyristekjurnar. Efla þarf þessar greinar nú strax með því að flýta uppbyggingu álvers á Bakka og Helguvík. Þá þarf að auka fjármuni til markaðssetningar landsins erlendis.

Hvernig væri ástandið ef værum ekki að fá gjaldeyrir fyrir álsölu? Hvaða heilsukjaftæði er þetta með álver. Ég þekki fjölda manna sem unnið hefur í Straumsvík og sumir mestan hluta sinnar ævi. Þessir menn fá varla kvef ! Þá þekki ég fólk sem vinnur hjá Fjarðaráli og það hefur ekki unnið betri vinnu.

Auðvitað þarf að auka fjölbreytni t.d. með verksmiðjugróðurhúsum, í líftækni og fiskeldi. Það þarf að finna fjölbreyttari kaupendur að orkunni.  Nú þarf þjóðin hins vegar að framleiða og flytja út. Fljótlegast er að auka fiskveiðar, útflutning á iðnaðarvörum og innflutning á ferðamönnum.

kv.g.b.

Gunnar Bragi Sveinsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:13

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

núna í kreppunni borgar Norðuál starfsmönnum 13 mánuðinn í bónus Straumsvik borgar 1,5 mánaða laun í kreppuhjálp Þetta gera fyrirtækin til að hjálpa starfsfólki sínu. Ekki slæmt fyrir það við þessar aðstæður

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.11.2008 kl. 19:39

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er lánsfjárkreppa sem stendur í vegi fyrir álverunum núna, ekki einstakir ráðherrar.

Ómar Ragnarsson, 23.11.2008 kl. 20:17

7 Smámynd: Sævar Helgason

Athugasemd #5

Vissulega er þetta ánægulegt að heyra og lesa um góða árslokabónusa hjá Norðurál og Rio Tinto Alcan - en þessi fyrirtæki hafa  samt notið mjög góðs af hruni íslensku krónunnar  Launakostnaður er mældur í USD en greiddur út í ísl kr.

Launakostnaður þessara fyrirtækja hefur því fallið um ca 50 % að raungildi.  Þau hafa því gott forskot á íslensk fyrirtæki til svona  höfðingskapar.  Alltaf er að koma betur í ljós hversu betur við hefðum verið stödd ef hér hefði verið alvöru mynt t.d evra.

Sævar Helgason, 24.11.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband