Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Sáttatillaga: Þjóðaratkvæði um aðildarviðræður ESB!
5.10.2008 | 10:57
Það er greinilegt að krafa ASÍ um að ríkisstjórnin lýsi því yfir að Ísland stefni að Evrópusambandsaðild situr í mörgum. Eðlilega.
Ég legg því til að svo unnt sé að ná sátt um nauðsynlegar efnahagsaðgerðir að ríkisstjórnin boði þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu hið fyrsta - helst fyrir jól.
Jafnframt gefi ríkisstjórnin út þá yfirlýsingu að unnið verði að því að Ísland uppfylli skilyrði Maastricht samkomulagsins ekki síðar en 2012 - óháð því hvort Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu.
Samhliða þessu verði rætt við Seðlabanka Evrópu um möguleika þess að bankinn bakki upp íslensku krónuna tímabundið til að koma á stöðugleika á Íslandi - sé þess nokkur lögfræðilegur kostur.
Með því eru gefin skýr skilaboð til erlendra aðilja um að Ísland muni standa af sér núverandi ólgusjó.
Sjá einnig blogg:
Evrópusambandsaðild afleiðing mistaka Davíðs?
![]() |
Fundum haldið áfram í Ráðherrabústaðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Evrópusambandsaðild afleiðing mistaka Davíðs?
4.10.2008 | 23:09
Það var ekki seinna vænna að ræða við norrænu seðlabankanna. Betur hefði verið að Davíð og félagar í seðlabankanum hefðu verið með þegar norrænu seðlabankarnir ræddu við þann bandaríska á dögunum og fengu lánalínur þangað!
Mæli með að það verði samhlið rætt við evrópska seðlabankann - enda virðist vera að við séum á hraðleið inn í Evrópusambandið hvort sem okkur líkar það betur eða verr.
Það er kaldhæðnislegt að Davíð kunni ekki einungis að hafa stútað krónunni með því að gera allt rangt um síðustu helgi og í vikunni - heldur verði athafnir hans til að koma okkur inn í Evrópusambandið - eins og ASÍ og flestir í SA vilja - og reyndar krefjast!
![]() |
Rætt við norræna seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Borðum bara Síríus Konsum!
4.10.2008 | 21:37
Við skulum bara borða Síríus Konsum eða annað íslenskt sælgæti. Látum þetta útlenda eiga sig þar til melamínmengað sælgæti er örugglega úr sögunni.
Enda er líklega best að borða fyrst og fremst íslenskt þessa dagana svo við eigum gjaldeyri fyrir bensíni!
Svo er íslenskt sælgæti svo svakalega gott!
![]() |
Melamín finnst í sælgæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar er framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs?
4.10.2008 | 14:45
Það vantar lykilmann á fundi Samvinnuráðs um efnahagsmál. Það vantar framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs því það er deginum ljósara að Íbúðalánasjóður verður að leika eitt lykilhlutverkið í lausn efnahagskrísunnar.
Íbúðalánasjóður er það tæki sem stjórnvöld geta beitt til þess að tryggja hag íbúðaeigenda í landinu. Samvinnuráð um efnahagsmál verður að átta sig á því að málið snýst ekki einungis um bankanna - heldur um
Einn liður í endurskipulagningunni hlýtur að vera að færa íbúðalán bankanna undir Íbúðalánasjóð og að bankarnir fái í staðinn lausafé til að endurlána íslenskum fyrirtækjum og fjölskyldum. Það lausafé verið fjármagnað með útgáfu verðtryggðra íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs. Ef eitthvað í íslenskum fjármálaheimi er söluvara erlendis í dag - þá eru það íbúðabréf Íbúðalánasjóðs.
Hef fyrir löngu bent á þessa leið. Kannske er þetta orðið of seint. Stjórnvöld hefðu betur farið að ráðum mínum áður en bankarnir lentu í þessari kreppu - því Seðlabankinn og ríkisstjórnin sköðuðu lánshæfismati ríkisins - og í leiðinni Íbúðalánasjóðs - með því að gera allt rangt um síðustu helgi og í þessari viku - þar til þau kölluðu saman Samvinnuráðið um efnahagsmál.
![]() |
Fundi frestað fram eftir degi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samvinnuráð Guðna Ágústssonar mætt á staðinn!
4.10.2008 | 12:38
Ég get ekki betur séð en að nú hafi Samvinnuráð í efnahagsmálum sem Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins kallaði eftir hafið störf!
Það er afar jákvætt að menn taki nú höndum saman til að leysa aðkallandi - að stórum hluta heimatilbúinn - efnahagsvanda! En mönnum hefði verið nær að hlusta á varnarðarorð Guðna Ágústssonar síðastliðið haust.
Í ræðu Guðna um stefnuræðu forsætisráðherra (þar sem frekar ætti að kalla stefnuleysisræðu forsætisráðherra) segir meðal annars um þetta:
"Fyrir ári síðan gerðu allar þjóðir heimsins sér grein fyrir því að mikill vandi var í aðsigi. Þá var fjármálakreppa að búa um sig. Gjafvextir heimsins voru að breytast í okurvexti og fjármálaþurrð. Bandaríkjamenn sögðu þá að ógnin væri svo stór að nokkrar milljónir manna gætu misst hús sín og eignir.
Hér vöruðu margir við því sama, þar á meðal helgirit Sjálfstæðismanna, Morgunblaðið. Við framsóknarmenn töldum vandann risavaxinn, ég ræddi þjóðstjórn og þjóðarsáttarborð þar sem allir lykilmenn þjóðarinnar ættu með sér samstarf.
Hæstvirtur forsætisráðherra brosti þá í sakleysi sínu og sagði að allt myndi fara á besta veg. Botninum er náð sagði hann á þorra. Reyndist hann spámaður?"
Nei, Geir reyndist ekki spámaður - enda ljóst að hann er á leið úr stjórnmálum - eins og ég hef áður bent á. Væntanlega einnig brennuvargarnir í Seðlabankanum sem ásamt Geir bera ábyrgð á verðbólgubálinu!
Guðni sagði líka:
"Við verðum að skipa strax hóp sérfræðinga til að vinna með okkur stjórnmálamönnunum sérfræðinga sem geta greint flókna stöðu og hvaða ráð mega best duga. Við verðum að vita hvaða áhrif ein tiltekin aðgerð hefur í för með sér fyrir heildarstöðuna og á einstaka þætti, en það er ekki alltaf augljóst. Áleitin spurning er nú hvort inngrip ríkisvaldsins í fjármálakerfið um síðustu helgi sé þess valdandi að yfir Ísland sé að skella fjármálakreppa?
Við verðum að kalla saman að einu borði verkalýðshreyfingu, samtök atvinnurekanda, fjármálafyrirtækjanna, stjórnmálamanna og annarra aðila! Þetta á að gera strax!
Fyrsti fundur ætti að vera á morgun og síðan á hverjum degi!"
Lausnin verður væntanlega ekki ríkisstjórnar og seðlabanka - heldur Samvinnráðs um efnahagsmál sem Guðni kallaði eftir - og er nú greinilega að störfum!
![]() |
Mætt snemma til funda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýtt búsetuúrræði með félagslegum stuðningi í burðarliðnum
3.10.2008 | 23:17
Velferðasvið Reykjavíkurborgar á nú í viðræðum við tvo aðila um rekstur á nýju búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir allt að 20 manns. Um er að ræða einstaklinga sem hafa hætt neyslu áfengis og eða vímuefna, en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að geta tekið virkan þátt í samfélaginu.
Vonast er til að samningar náist nú á næstu dögum og að rekstur geti hafist jafnvel í nóvembermánuði þannig að úrlausn fáist fyrir þennan hóp.
Hið nýja búsetuúrræði verður ekki einungis tímabundið heimili þeirra einstaklinga sem þar munu búa heldur er ætlunin að þar fari fram öflug virkniþjálfun svo heimilismenn geti síðar haldið út í lífið og staðið þar á eigin fótum. Eðli málsins vegna þurfa þeir í fyrstu á miklum félagslegum stuðningi að halda en sá stuðningur mun væntanlega minnka þegar færnin til að taka þátt í samfélaginu eykst og að lokum geta einstaklingarnir flutt út í samfélagið að nýju.
Þess vegna er mikilvægt að heimili fólksins sé í nánd við hið daglega líf samfélagsins í Reykjavík en ekki fjarri daglegu amstri.
Það er afar mikilvægt að vandað sé til verka þegar gengið er frá samningum Reykjavíkurborgar við utanaðkomandi aðilja um rekstur búsetuúrræðis sem þessa.
Í slíkum samningum verður Velferðarráð og Velferðarsvið að tryggja ákveðin grunnatriði:
1. Rekstraraðili hafi þekkingu og reynslu af eftirmeðferð og virkniþjálfun vegna áfengis- og vímuefndavanda
2. Rekstraraðili sé fjárhagslega ábyrgur
3. Húsnæði fyrir heimilið sé tryggt
4. Velferðasvið Reykjavíkurborgar hafi tryggt eftirlit með starfseminni
5. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar ákveði í samráði við rekstraraðila hverjir fá notið umræddrar þjónustu
Þeir aðiljar sem nú er verið að ræða við um rekstur búsetuúrræðisins uppfylla fyrstu tvö skilyrðin enda slíkt forsenda þess að gengið sé til samninga.
Þá lítur út fyrir að báðir aðiljarnir hafi til reiðu tryggt húsnæði fyrir áfangaheimilið.
Síðustu tvö skilyrðin ætti að vera einfalt að ganga frá í samningi um reksturinn sem nú er verið að vinna að.
Hallur Magnússon
Varaformaður velferðaráðs
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 4.október 2008
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Drög að vinstri miðjustjórn um aðildarviðræður að Evrópusambandinu!
3.10.2008 | 16:16
Mér sýnist vera að myndast drög að vinstri stjórn sem hafi það að markmiði að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandinu! Reyndar ekki alveg í augnablikinu því forystumennirnir telja - eðlilega - brýnast að ná tökum á núverandi ófremdarastandi.
Það er frétt að formaður Vinstri grænna opnar á að afstaða VG til Evrópusambandsins kunni að breytast þegar búið sé að vinna úr þeim ósköpum sem nú ganga á. Það er ljóst hvar Samfylkingin stendur. Þá undirstrikar Guðni Ágústsson að Framsóknarmenn séu sammála um að vera ósammála um Evrópusambandið!
Ég er þess fullviss að þessir þrír flokkar muni ná saman um að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið til að fá á hreint hvað er í boði. Á grundvelli þess verði síðan ákveðið hvort skrefið verði tekið. Þar geta menn haft mismunandi skoðanir innan þessar flokka.
Ég er til að mynda ekki reiðubúinn að segja að við eigum skilyrðislaust að ganga í Evrópusambandið. Ég vil sjá niðurstöður aðildarviðræðnanna fyrst.
En ég vil gjarnan sjá vinstri miðjustjórn sem hafi þetta að markmiði. Það þarf nefnilega tími til að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá landsstjórninni.
Tel mikilvægt að í slíku ferli sé gott jafnvægi milli manna eins og Guðna og Steingríms sem munu vera afar varfærnir í að ganga í Evrópusambandið og munu aldrei gera það nema mjög góðir samningar náist - á meðan Ingibjörg Sólrún sé ákveðin að vilja inn. Það er bara gott - því við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið hvað sem það kostar!
![]() |
Evran ekki á dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Loksins góðar fréttir í svartnættinu!
3.10.2008 | 14:05
![]() |
Guðmundur samdi til ársins 2012 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Námslán LÍN miðist við mynt og framfærslukostnað námslandsins!
3.10.2008 | 09:34
Framtíð íslands mun byggjast á vel menntuðu fólki. Ísland hefur notið þess á undanförnum áratugum að Íslendingar hafa sótt menntun sína víðs vegar um heiminn. Þrátt fyrir að á Íslandi hafi verið byggt upp öflugt og fjölbreytt háskólanám þá er nauðsynlegt að halda áfram að sækja fjölbreytta menntun víðs vegar um heiminn.
Svo það sé unnt verður að breyta aðferðafræði við útreikning námslána LÍN vegna stúdenta erlendis. Við höfum aftur og aftur séð efnilegt fólk hrökklast frá námi erlendis þegar íslenska krónan fellur og námslánin duga enn skemur fyrir framfærslu en venjulega.
Námslán til Íslendinga erlendis eiga ekki að taka mið af íslenskum framfærslugrunni og byggja á íslenskum krónum - heldur eiga þau að taka mið af framfærslukostnaði í hverju landi fyrir sig og ákvarðast í þeim gjaldmiðli sem námið fer fram í - hvort sem það er pund, dollar, evra eða norsk króna!
![]() |
Skólagjöldin nærri tvöföld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir á leið í ríkisstjórn saman?
3.10.2008 | 07:32
Það kemur mér ekki á óvart að ríkisstjórnin hafi hangið á bláþræði! Er ítrekað að heyra kjaftasögur um að Sjálfstæðisflokkurinn sé alvarlega að hugsa um stjórnarslit og hleypa Vinstri grænum í stjórnarhjónasængina!
Steingrímur J. talar líka þannig að hann sé "geim".
Má ég þá frekar biðja um vinstri miðjustjórn - því það þarf að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá landsstjórninni - og Seðlabankanum!
En það er hins vegar afar gott að vinna með Sjálfstæðisflokknum hér í Reykjavík í aðgerðarstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar! Enda stendur Hanna Birna sig afar vel sem borgarstjóri og Óskar Bergsson stýrir borgarráði af mikilli festu!
![]() |
Íhuguðu að slíta stjórnarsamstarfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)