Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Stútaði Davíð Oddsson krónunni?

Krónan er ónýt. Það sjá allir. En var það Davíð Oddsson sem stútaði krónunni?

Förum aðeins yfir sviðið:

1. Davíð Oddsson kom í veg fyrir að íslensku bankarnir gerðu upp í evrum.

2. Davíð Odsson þráaðist við að stækka gjaldeyrisforða Íslands

3. Davíð Oddsson rústaði tiltrú á veðum íslenska bankakerfisins með því að hunsa veð Glitnis

Ætli þessi atriði hafi styrkt krónuna eða veikt hana?

 


mbl.is Gjaldeyriskreppa á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan og hagkerfið of lítið - prófum Evrópusambandið og Evru!

Hagkerfið okkar er of lítið. Krónan er ónýt. Er ekki bara að prófa viðræður við Evrópusambandið og taka upp Evru?
mbl.is Hlutabréf og króna hríðfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

De ja vu! Stórtíðinda að vænta frá Kaupþingi?

"Sigurður sagðist hafa dvalið erlendis undanfarið og viljað fara yfir stöðu efnahagsmála með forsætisráðherra, ekki hafi gefist tími til þess fyrr en nú"

Þetta segir Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings eftir kvöldfund með Geir Haarde í Stjórnarráðinu ef marka má forsíðu Moggans.

"Við vorum að fara yfir málin almennt" segir Sigurður.

Halló! Hef ég ekki einhvern tíma heyrt þetta áður í stjórnarráðinu? 

Þá var fullyrt að ekkert væri í gangi - verið væri að fara yfir málin almennt - en í kjölfarið komu stærstu tíðindi í íslenskum stjórnmálum um langa hríð!

Ætli það sé stórtíðinda að vænta frá ríkisstjórninni og Kaupþingi?

Ég bara spyr.


mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri miðjustjórn um þjóðarsátt í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum!

Það er þjóðarnauðsyn að koma á fót vinstri miðjustjórnarstjórnar sem hafi það meginmarkmið að ná þjóðarsátt í efnahagsmálum, atvinnumálum og félagsmálum.

Það er fullreynt að Sjálfstæðisflokkurinn nái utan um verkefnið og því er það skylda hans að skila keflinu til flokka á miðju og vinstri væng stjórnmálanna.

Það er einnig skylda þeirra flokka að ná saman um heildstæða þjóðarsáttarstefnu og koma Íslandi út úr þeim ógöngum sem Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn og Seðlabanka hefur komið henni í.

Meðal efnisatriða í stjórnarsáttmála ætti meðal annars að vera:

  1. Samvinnuráð í efnahagsmálum þar sem sitja meðal annarra fulltrúar verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda, viðskiptslífsins, Seðlabanka og stjórnmálaflokka á þingi. Verkefnið verði að ná þjóðarsátt í efnahags og atvinnumálum.
  2. Endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands
  3. Endurskoðun barnabótakerfisins með hækkun barnabóta og innleiðing fjölskyldukorta
  4. Húsnæðisbótakerfi sem taki mið af stöðu fjölskyldna óháð búseturformi
  5. Samvinnuráð um könnunarviðræður við Evrópusambandið um möglega inngöngu Íslands í sambandið eða aukaaðild að myntsamstarfi sem felist í stöðugleikasamningi við seðlabanka Evrópu
  6. Alhliða endurskoðun stjórnarráðsins
  7. Aðskilnaður Alþingis og ríkisstjórnar - ráðherra láti af þingmennsku
  8. Aukið vægi Alþingis meðal annars með stofnun sjálfstæðra þingnefnda
  9. Samvinnuráð um byggðamál
  10. Skattar renni til sveitarfélaga sem greiði útsvar til ríkisins
  11. Veruleg stækkun sveitarfélaga
  12. Flutningur helstu málaflokka til stækkaðra sveitarfélaga
  13. Innleiðing alvöru jafnréttisstefnu

Óska eftir feliri hugmyndum og útfærslum á stjórnarsáttmála.

Óska einnig eftir viðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks og Frjálslyndaflokksins um mögulega vinstri miðjustjórn um þjóðarsátt!


mbl.is 57 milljarða króna halli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband