Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir á leið í ríkisstjórn saman?

Það kemur mér ekki á óvart að ríkisstjórnin hafi hangið á bláþræði! Er ítrekað að heyra kjaftasögur um að Sjálfstæðisflokkurinn sé alvarlega að hugsa um stjórnarslit og hleypa Vinstri grænum í stjórnarhjónasængina!

Steingrímur J. talar líka þannig að hann sé "geim".

Má ég þá frekar biðja um vinstri miðjustjórn - því það þarf að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá landsstjórninni - og Seðlabankanum!

En það er hins vegar afar gott að vinna með Sjálfstæðisflokknum hér í Reykjavík í aðgerðarstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar! Enda stendur Hanna Birna sig afar vel sem borgarstjóri og Óskar Bergsson stýrir borgarráði af mikilli festu!


mbl.is Íhuguðu að slíta stjórnarsamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

sf hefur lítið gert í þessari ríkisstjórn annað en þórunn sem hefur hvað eftir annað reynt að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum ( bregða fæti fyrir ) allar framkvæmdir sem hún getur.
ég hef aldrei farið dult með þá skoðun mína að hér er best að hafa sjálfstæðisflokk og framsókn saman í ríkisstjórn -
sf á enn eftir að finna út fyrir hvað þessi flokkur stendur og hvað hann vill.

Óðinn Þórisson, 3.10.2008 kl. 08:03

2 Smámynd: Guðmundur Andri Skúlason

Var bara svona að spökulera... Var það ekki Framsóknarflokkurinn sem var í ríkisstjórn í.. bíddu við... ansi mörg ár.. fyrir.. hmmm... voðalega stuttu síðan ???

Og var það ekki krónprins Framsóknarflokksins sem gerði tilraun til að sölsa Orkuveituna undir Hannes og Co.

Ég bara man ekki betur.

Það er ekki eins og Framsóknarflokkurinn sé alveg saklaus af aðkomu S-hópsins að Kaupþing, meðferðinni á Eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga, upptöku Sparisjóða norður í landi og fleiri stórkostlegum málum sem kostað hafa þjóðina aðeins rúmlega það sem þjóðin hefur efni á.

Það er heldur ekki eins og Alfreð sé alveg saklaus af sukkinu í OR og 300 metra hraðbrautinni niður í miðbæ.

Ég er ekki að segja að hinir séu einhverjir englar, heldur er ég að segja að hér þurfi að stokka öll spilin upp á nýtt, gera kröfur til ALLRA þeirra sem stjórna.

Ekki bara mótmæla í viku og röfla um að þetta væri nú allt saman miklu betra ef minn fengi að stjórna af því að þinn er svo mikill kjáni.

Við, íslenska þjóðin, erum nefninlega úti á túni vegna vanhæfra stjórnmálamanna í öllum flokkum, vegna pólitískra ráðninga umfram faglegra (og þar er framsóknarflokkurinn þinn alls ekki barnanna bestur) og síðast en ekki síst vegna þess að þeir sem stjórna, og hafa stjórnað landinu undanfarna áratugi, eru ekki í tengslum við almenning í landinu. Þeir eru ekki og hafa ekki verið í tengslum við raunveruleikann og skynja hann þar af leiðandi ekki.

Ég hef ekki lausnirnar hér og nú, ég bara veit að þeir sem sitja á Alþingi núna hafa þær ekki heldur.

Og í núverandi ástandi hræðir það mig.

Guðmundur Andri Skúlason, 3.10.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: corvus corax

Framsóknarflokkurinn sálugi hefur ekkert að gera í ríkisstjórn því það þarf að hreinsa út uppvakninga en ekki fjölga þeim. Stærsti snilldarleikur og mesta tækifæri í allri íslensku stjórnmálasögunni blasir nú við Samfylkingunni: Vera á undan sjálfgræðgisflokknum að slíta stjórnarsamstarfinu við Geir (les: Davíð) og mynda nýja ríkisstjórn án sjálfgræðgismanna. Og fyrsta verkefni nýrrar stjórnar, jú að sjálfsögðu að flæma meindýrið Ceaucescu Oddsson úr Bleðlabankanum og leggja síðan bankann niður og færa hlutverk hans inn í viðskiptaráðuneytið.

corvus corax, 3.10.2008 kl. 11:14

4 Smámynd: Dystópía

Ég er alltof langrækinn til að vilja framsókn aftur í ríkisstjórn.

Dystópía, 3.10.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband