Hvar er framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs?

Það vantar lykilmann á fundi Samvinnuráðs um efnahagsmál. Það vantar framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs því það er deginum ljósara að Íbúðalánasjóður verður að leika eitt lykilhlutverkið í lausn efnahagskrísunnar.

Íbúðalánasjóður er það tæki sem stjórnvöld geta beitt til þess að tryggja hag íbúðaeigenda í  landinu. Samvinnuráð um efnahagsmál verður að átta sig á því að málið snýst ekki einungis um bankanna - heldur um

Einn liður í endurskipulagningunni hlýtur að vera að færa íbúðalán bankanna undir Íbúðalánasjóð og að bankarnir fái í staðinn lausafé til að endurlána íslenskum fyrirtækjum og fjölskyldum. Það lausafé verið fjármagnað með útgáfu verðtryggðra íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs. Ef eitthvað í íslenskum fjármálaheimi er söluvara erlendis í dag - þá eru það íbúðabréf Íbúðalánasjóðs.

Hef fyrir löngu bent á þessa leið. Kannske er þetta orðið of seint. Stjórnvöld hefðu betur farið að ráðum mínum áður en bankarnir lentu í þessari kreppu - því Seðlabankinn og ríkisstjórnin  sköðuðu lánshæfismati ríkisins - og í leiðinni Íbúðalánasjóðs - með því að gera allt rangt um síðustu helgi og í þessari viku - þar til þau kölluðu saman Samvinnuráðið um efnahagsmál.


mbl.is Fundi frestað fram eftir degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Af hverju gafstu Framsóknarflokknum ekki þín góðu ráð þegar hin stóru mistök voru gerð við efnahagsstjórnun á síðasta kjörtímabili. Skattalækkanir ofan í óðaþennslu, allar lánagáttir opnaðar upp á gátt og vöruskiptajöfnuður óhagstæður um milljarða á mánuði árum saman. Þá hefði verið gott rúm og góður tími fyrir þín góðu ráð.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2008 kl. 14:59

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Jón Ingi.

Ég varaði alvarlega við skattalækkunum. Þær voru ekki á stefnuskrá Framsóknarflokksins - heldur stefnumál Sjálfstæðisflokksins. Reyndar var Samfylkingin með sambærileg loforð - en hún var ekki í stjórn.

Hluti viðskiptahallans var vegna mikilla fjárfestinga í virkjunum og áliðnaði - sem eru nú að bjarga því sem bjargað verður. Sá hluti er réttilega á ábyrgð Framsóknarflokksins.

Það var ekki ríkisstjórnin sem opnaði allar lánalínur upp á gátt. Það voru ein af grundvallarmistökum Seðlabankans að lækka bindiskyldu bankanna sem jók útlánagetu þeirra um tugi milljarða!  Ég benti einmitt þá á að rétt væri að hækka bindiskylduna (haustið 2004).

Reyndar var ég í hópi þeirra sem benti á að samhliða nauðsynlegra breytinga á skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs - sem var forsenda fyrir því að geta selt íslensk skudlabréf erlendis - þá þyrfti að auka gjaldeyrisforða Íslands. Seðlabankinn sellti skollaeyrum við því.

Var það eitthavð fleira Jón Ingi?

Hallur Magnússon, 4.10.2008 kl. 16:06

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hefurðu lausnir fyrir þá sem glíma við óviðráðanlega hækkun á verðtryggðu íbúðalánunum nú þegar?  Hvernig verður staðan á verðtryggðu lánunum eftir áramót þegar verðbólguhækkanirnar verða komnar inn í vísitöluna?

Heldurðu að það geti verið að samningsaðstaða íbúðarskuldara væri betri ef verðtryggingin hefði aldrei verið til þegar aðstæður koma upp eins og núna? 

Magnús Sigurðsson, 4.10.2008 kl. 17:08

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Magnús

Samningsstaða skuldara væri ekkert betri ef lánin væru ekki verðtryggð. Vextir lánanna væru þá nú á bilinu 20 - 25%.

Nú er það fjölskyldum til bjargar að lánin eru annuitetslán - þannig að hækkanirnar dreifast á lánstíma lánsins- þannig að hækkun mánaðarlegrar greiðslubyrði næstu mánuði er langtum minni en hækkun greiðslubyrði gjaldeyrislána - og óverðtryggðra lána hefðu orðið. Ókosturinn er sá að heildargreiðsla lánsins verður hærri.

En reynslan sýnir að til lengri tíma - þá lækkar hlutfallsleg greiðslubyrði lánanna miðað við laun.

 En það sem ég var að ræða hér að ofan með verðtryggingu er ekki það sem snýr að íbúðaeigendum - lánin eru hvort eð er verðtryggð - heldur fjármögnunarbréfunum þar sem fé er sótt til þess að "kaupa" eða fjármagna ófjármögnuð íbúðalán bankanna. Þú selur útlendingum ekki íslensk skuldabréf nema þau séu verðtryggð og með ríkisábyrgð. Ástæðan er sú að verðtryggingin er óbein gjaldeyrisáháttutrygging fyrir þá.

Hallur Magnússon, 4.10.2008 kl. 17:30

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eimitt Hallur.... þú hefur sem sagt ekki haft hin minnstu áhrif þó svo þú værir tryggur flokksmaður með menntun við hæfi.... enda spilaði Halldór og síðan Jón Sig sóló í tryggri hálsól Sjálfstæðisflokksins... og hefur nú valdið því að Framsóknarflokkurinn er dæmdur til eilífrar útlegðar frá landsstjórninni.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband