Samvinnuráð Guðna Ágústssonar mætt á staðinn!

Ég get ekki betur séð en að nú hafi Samvinnuráð í efnahagsmálum sem Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins kallaði eftir hafið störf!

Það er afar jákvætt að menn taki nú höndum saman til að leysa aðkallandi - að stórum hluta heimatilbúinn - efnahagsvanda!  En mönnum hefði verið nær að hlusta á varnarðarorð Guðna Ágústssonar síðastliðið haust.

Í ræðu Guðna um stefnuræðu forsætisráðherra (þar sem frekar ætti að kalla stefnuleysisræðu forsætisráðherra) segir meðal annars um þetta:

"Fyrir ári síðan gerðu allar þjóðir heimsins sér grein fyrir því að mikill vandi var í aðsigi. Þá var fjármálakreppa að búa um sig. Gjafvextir heimsins voru að breytast í okurvexti og fjármálaþurrð. Bandaríkjamenn sögðu þá að ógnin væri svo stór að nokkrar milljónir manna gætu misst hús sín og eignir.

Hér vöruðu margir við því sama, þar á meðal helgirit Sjálfstæðismanna, Morgunblaðið. Við framsóknarmenn töldum vandann risavaxinn, ég ræddi þjóðstjórn og þjóðarsáttarborð þar sem allir lykilmenn þjóðarinnar ættu með sér samstarf.

Hæstvirtur forsætisráðherra brosti þá í sakleysi sínu og sagði að allt myndi fara á besta veg. Botninum er náð sagði hann á þorra. Reyndist hann spámaður?"

Nei, Geir reyndist ekki spámaður - enda ljóst að hann er á leið úr stjórnmálum - eins og ég hef áður bent á. Væntanlega einnig brennuvargarnir í Seðlabankanum sem ásamt Geir bera ábyrgð á verðbólgubálinu! 

Guðni sagði líka:

"Við verðum að skipa strax hóp sérfræðinga til að vinna með okkur stjórnmálamönnunum – sérfræðinga sem geta greint flókna stöðu og hvaða ráð mega best duga. Við verðum að vita hvaða áhrif ein tiltekin aðgerð hefur í för með sér fyrir heildarstöðuna og á einstaka þætti, en það er ekki alltaf augljóst. Áleitin spurning er nú hvort inngrip ríkisvaldsins í fjármálakerfið um síðustu helgi sé þess valdandi að yfir Ísland sé að skella fjármálakreppa?

Við verðum að kalla saman að einu borði – verkalýðshreyfingu, samtök atvinnurekanda, fjármálafyrirtækjanna, stjórnmálamanna og annarra aðila!  Þetta á að gera strax!
Fyrsti fundur ætti að vera á morgun og síðan á hverjum degi!"

Lausnin verður væntanlega ekki ríkisstjórnar og seðlabanka - heldur Samvinnráðs um efnahagsmál sem Guðni kallaði eftir - og er nú greinilega að störfum!


mbl.is Mætt snemma til funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu er þetta rétt hjá þér Hallur. Þjóðstjórn er nauðsynleg i þessari stöðu, það er nauðsynlegt með samstöðu. Öll erum við Íslendingar og það var að mínu mati boðskapur forseta Íslands og nú ríður á að við stöndum saman.  Ögurstundin er runnin í íslenskum efnahag.  Þetta kemur til með að hafa áhrif á okkur, börn og okkar barnabörn.  Það er ljóst að Íslenska ríkið með Seðlabanka Íslands getur ekki bjargað fjármálalífi þjóðarinnar.  Þeir standa núna í sporum Nóa sem veit að syndaflóðið er að skella á og þurfa að velja hverjum á að bjarga og hverjum á að kasta fyrir róða.
Allir eru bundir einhverjum með flokkpólítískum, fjárhagslegum,  ættar eða vinatengslum.  Mikilvægt að aðgerðirnar ná að sjá framtíðarhagsmuni þjóðarinnar og líti fram hjá einkahagsmunum.  Margir verða illa brendir þar á meðal innflutningsfyrirtæki, stórskuldugir húseigendur og aðrir sem hafa farið offari síðustu árin.

 Þessar aðgerðir þurfa að gerast núna um helgina.   Ég er nú enginn aðdáandi Vinstri grænna en það sem formaðurinn þeirra sagði var "..að þegar skipið hriplekur og er að sökkva fer ekki áhöfnin að rífast um það hvers vegna það fór að leka þeir fara allir að ausa."  Rifrildið er hægt að taka eftirá

Það koma til með að bíða tugþúsundir erlendra sparifjáreigenda á mánudaginn, eftir tæpa 2 sólarhringa, við dyr "íslensku" bankanna erlendis og þeir vilja ekki íslenskar krónur.  Fyrir kl. 06.00 á mánudaginn (Ísland er 2 tímum á eftir miðevróputímanum) þurfa þeir að hafa lausn á þessu.
Til að setja þetta í samhengi þá er norski seðlabankinn búinn að borga 71 miljarð Nkr i fyrradag og 57 miljarða Nkr í gær þetta gerir um 2500 miljarðar íslenskra króna  sem eru og búast menn við að það verði ennþá hærri upphæðir lagðar til í næstu viku og það er í landi með mjög traust bankakerfi.  Bankakerfi Noregs er hlutfallslega smátt miðað við stærð hagkerfisins. Hér eru menn menn að gæla við að flytja lífeyriseignir þjóðarinnar erlendis  inn í hagkerfið sem eru um 500 miljarðar. Núna er eina von íslenska fjármálakerfisins núna er að fá geysilegan stuðning frá norrænu seðlabönkunum hugsanlega Evrópska seðlabankans væntanlega þurfa 3000 - 4000 íslenskir miljarðar til en Bandaríkjamenn hafa augljóslega sagt nei. það verði að mynda þjóðstjórn til að hindra að þessi sáraukafulla björgun gangi sem snurðulausust.  Þeir þurfa væntanlega að skera hvalinn Kaupþing út úr íslensku fjármálalífi sem verður sársukafullt.

Öll útgerðarfyrirtæki landsins eru núna orðin tæknilega gjaldþrota, eigið fé og eignir í krónum meðan skuldir eru í erlendri mynt mikilvægast að styrkja þær og halda lífinu í gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum og tryggja nauðsynja, þar á meðal olíuinnflutning.  Veturinn er að skella á og tíminn er naumur.

Gunn (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

það má víst einu gilda hvort þetta er kallað þjóðstjórn eða eitthvað annað. Eitt er víst að fólk verður að snúa bökum saman og nú ríður á að teknar séu skynsamlegar ákvarðanir og það fljótt. Held það væri glapræði að að fara í stjórnarmyndun við þessar aðstæður. Hins vegar verður að endurskoða allt batteríið þegar það versta er yfirstaðið.

Víðir Benediktsson, 4.10.2008 kl. 13:04

3 identicon

Nú verðum við að standa saman kallaði gangnaforinginn þegar fjársafnið var að tvístrast, út í flóa, flár og drullukeldur.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband