Sáttatillaga: Þjóðaratkvæði um aðildarviðræður ESB!

Það er greinilegt að krafa ASÍ um að ríkisstjórnin lýsi því yfir að Ísland stefni að Evrópusambandsaðild situr í mörgum. Eðlilega.

Ég legg því til að svo unnt sé að ná sátt um nauðsynlegar efnahagsaðgerðir að ríkisstjórnin boði þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu hið fyrsta - helst fyrir jól.

Jafnframt gefi ríkisstjórnin út þá yfirlýsingu að unnið verði að því að Ísland uppfylli skilyrði Maastricht samkomulagsins ekki síðar en 2012 - óháð því hvort Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu.

Samhliða þessu verði rætt við Seðlabanka Evrópu um möguleika þess að bankinn bakki upp íslensku krónuna tímabundið til að koma á stöðugleika á Íslandi - sé þess nokkur lögfræðilegur kostur.

Með því eru gefin skýr skilaboð til erlendra aðilja um að Ísland muni standa af sér núverandi ólgusjó.

Sjá einnig blogg:

Evrópusambandsaðild afleiðing mistaka Davíðs?


mbl.is Fundum haldið áfram í Ráðherrabústaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það þarf ekki þjóðaratkvæði um viðræður...aðeins tillögu að aðild. Stjórnmálamenn eru kosnir til að taka ákvarðanir og tillögur ykkar Framsóknarmanna eru sýndarmennska eða hugleysi og óþarfur millileikur...en gott að vita að stuðning ykkar þegar kemur að því að taka ákvörðun... þá kannski tekst okkur að hafa afturhaldsöflin undir og getum gengið til góðs.

Óskum eftir aðildarviðræðum og hefjum þetta ferli... það kemur að þjóðaratkvæði þegar eitthvað liggur fyrir að kjósa um.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.10.2008 kl. 11:06

2 Smámynd: Alexandra Briem

Sammála síðasta ræðumanni.

Ef það er leiðin sem menn kjósa að fara, þá er það ábyrgð og vald sem kjörnir fulltrúar okkar hafa nú þegar umboð til að beita. Þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta einstaka mál myndi bara tefja hlutina og vera til trafala.

Ef þjóðin er ósátt við ákvörðunina sem leiðtogarnir taka, þá kemur það fram í næstu þingkosningum.

Alexandra Briem, 5.10.2008 kl. 11:10

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Jón Ingi.

Persónulega get ég verið sammála þér - en í stöðunni eins og hún er núna - þegar við verðum öll að taka höndum saman - þá verður að taka tillit til andstæðinga þess að sækja um. Það er skylda okkar.

Þessi leið - í þeirri stöðu sem við erum nú - er millileið - sátt þar sem báðir aðiljar gefa eftir - og þjóðin tekur ákvörðunina. Einfalt og gott!

Hallur Magnússon, 5.10.2008 kl. 11:10

4 Smámynd: Hallur Magnússon

 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Um slíkt er engin sátt. Auk þess sem slíkt væri t.a.m. í andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Hjörtur.

Þegar staðan er eins og hún er - þá geta menn ekki hangið endalust niðurgrafnir í skotgröfum sínum og neitað að leita sátta. Sátt felst í því að báðir aðiljar gefi eftir.

Ef þú vilt áfram liggja í skotgröfum - þá mun mannfallið halda áfram - og við töpum öll.

Við aðstæður eins og núna - þá skiptir ekki alveg öllu hvað er í stefnu stjórnmálaflokkanna. Okkur ber skylda til þess að ná saman - og vinna að úrlausn málsins - þjóðinni til heilla.

Ef þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður er svarið til að leysa hnútinn - þá eigum við að fara þá leið.

Við hvað ertu græddur Hjörtur?

Vilja þjóðarinnar?

Hallur Magnússon, 5.10.2008 kl. 11:11

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég trúi ekki fyrr en ég tek á því að Sjálfstæðisflokkurinn sé að verða vandamál í íslenskri framþróun vegna innanflokksdeilna og skorts á framtíðarsýn.

Þá bíður hans ekkert annað en afhroð og niðurlæging enda viljum við ekki lík í lestinni... það lyktar svo fjári illa þegar fram í sækir.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.10.2008 kl. 11:15

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Hallur Magnússon, 5.10.2008 kl. 11:36

7 identicon

Jafnframt gefi ríkisstjórnin út þá yfirlýsingu að unnið verði að því að Ísland uppfylli skilyrði Maastricht samkomulagsins ekki síðar en 2012 - óháð því hvort Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu.

Skilyrði Maastricth samkomulagsins eru "common sense" fyrir efnahaginn,  og ráðamenn hafa áður sagt að það hafi alltaf verið stefna hjá þeim að uppfylla þau skilyrði.

Ekki vera svona blindir,   Viðræður um ESB Aðild bjargar engu í dag.

Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 11:54

8 identicon

Ég held að það sé alveg ljóst að ef ríkisstjórnin sækir um aðild án þess að spyrja þjóðina, muni það skapa harðar deilur í þjóðfélaginu. Við þurfum ekki sérstaklega á þeim að halda eins og er. Miklu vænlegra er að efna til þjóðaratkvæðis um aðildarumsókn. Eflaust yrði hún samþykkt og síðan tækju við margra mánaða eða ára samningar og því næst má byrja að rífast um samninginn og allir eru sammála um að um hann verður svo að kjósa.

Engu breytir þótt ekki sé hægt að hefja aðildarviðræður fyrr en eftir nokkra mánuði, við Íslendingar erum hvort eð er ekki tækir í ESB fyrr en eftir gjörbreytingu á fjármálum ríkisins sem tekur nokkur ár. 

Ragnar Böðvarsson (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 12:12

9 identicon

Það þarf að búa til Já og Nei bandalög með eða á móti ESB aðild þar sem þessar línur eru ekki hreinar eftir flokkslínum. 

Þessi bandalög yrðu að fá styrk frá ríkinu í líkingu við það sem gerist með stjórnmálaflokkanna í dag til þess að Já og Nei geti rekið  kosningarbaráttu í 6 vikur eða svo áður en gripið yrði til þjóðaratkvæðis. Á þessum tíma myndu hvert bandalag fyrir sig útskýrða með rökum þá kosti og ókosti fyrir því aðLýðveldið Ísland gerðist aðili að ESB.

Þetta er nauðsynleg aðgerð og mjög lýðræðisleg ef menn eru að tala um að leyfa kjósendum að taka afstöðu með eitthvað í höndunum annað en hvað Fréttablaðið vil eða Davíð Oddsson.  Kjósendur verða að vita hvaða þýðingu það hefur að Ísland fari inn í ESB eins og staðan er í núinu. Það veit engin hvaða stefnu ESB tekur inn í framtíðina það er óskrifað blað a.m.k fyrir lýðinn hér á Fróni og í ESB löndunum. 

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 12:18

10 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Þjóðaratkvæðisgreiðsla um að hefja aðildarsamninga er ekki nauðsynleg eins og fram kemur hjá nokkrum hér.  Hinsvegar kann hún að verða álitlegur möguleiki, því með því losna stjórnmálaflokkar við hættu á miklum átökum innbyrðis.  Þetta á sérstaklega við sjálfstæðisflokkinn og framsóknarflokkinn en trúlega við alla flokka.

kv.

ES.

Eyjólfur Sturlaugsson, 5.10.2008 kl. 12:22

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hallur:
Það er ekki engin málamiðlun í boði í Evrópumálunum. Annað hvort vilja menn aðild eða ekki. Ég hef kynnt mér Evrópumálin nægilega mikið til þess að telja aðild ekki fýsilega fyrir hagsmuni Íslands. Og það á við um marga aðra. M.a. forsætisráðherra sem ítrekaði í viðtali við Stöð 2 rétt í þessu að krafa um Evrópusambandsaðild, yrði hún sett fram, væri ekki aðgengileg.

Jón Ingi:
Framtíðarhorfur evrusvæðisins eru einmitt ekki beinlínis til að hrópa húrra yfir. Það verður jafnvel fróðlegt að vita hvort það lifir þessa fjármálakrísu af. Þetta viljið þið Evrópusambandssinnar þó ekki ræða og sakið svo aðra um skort á framtíðarsýn.

Eyjólfur:
Það er hlutverk stjórnmálaflokka að móta sér stefnu í málum og þá ekki sízt stórum málum. Ef þeir geta það ekki þá er tilgangurinn með þeim orðinn harla takmarkaður.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 12:31

12 Smámynd: Hallur Magnússon

Hjörtur.

Ég get borið virðingu fyrir skoðun þinni að það sé ekki rétt að ganga í Evrópusambandið. Þú ert þá kominn lengra en ég því ég mun ekki taka afstöðu til þess fyrr en niðurstaða viðræðna við Evrópusambandið liggur fyrir. Ég tel rétt að fara í slíkar aðildarviðræður.

En ég lýsi skömm minni á þeirri afstöðu þinni að þú eigir að hafa vit fyrir þjóðinni! Þú vilt greinilega gera allt til þess að þjóðin fái EKKI að taka ákvörðun um það hvort ganga eigi til aðildarviðræðna eða ekki.  Væntanlega óttast þú að þjóðin sé þér ekki sammála um að ekki skuli ganga til viðræðna.

Með sömu rökum hefur lýðræði verið kollvarpað í ríkjum víða um heim í gegnum tíðina!

Hallur Magnússon, 5.10.2008 kl. 12:51

13 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hallur:
Það er lítið mál að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu ef vilji og/eða nenna er til þess að kynna sér málið. Það þarf engar aðildarviðræður til þess.

Hvar hef ég sagt að ég eigi að hafa vit fyrir þjóðinni? Því er auðsvarað, hvergi. Ef eitthvað í þessu sambandi er skammarlegt er það þessi tilraun þín til þess að gera mér upp skoðanir.

Ég tel persónulega ekki þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu og er ekki einn um það.Ef pólitískur vilji skapaðist í landinu fyrir aðild að sambandinu er ég hins vegar að sjálfsögðu á því eins og vonandi flestir að þá ætti þjóðin að eiga síðasta orðið.

Staðreyndin er hins vegar sú að það bauð aðeins einn stjórnmálaflokkur sig fram fyrir þingkosningarnar á síðasta ári með það á stefnuskrá sinni að sækja bæri um aðild að Evrópusambandinu, Samfylkingin. Aðrir flokkar höfðu það ekki á sinni stefnuskrá og voru kosnir með það sama.

Og talandi um þjóðaratkvæðagreiðslur. Hér á landi er að ég bezt veit sátt um að ef sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu hefði þjóðin síðasta orðið. Þ.e. ef eitthvað verður gert verður það borið undir kjósendur. Innan sambandsins, þangað sem þig langar svo mjög, er talsvert öðruvísi haldið á málum. Þar er allt reynt til þess að gera hlutina án þess að bera það undir kjósendur (= raunveruleg hræðsla við kjósendur).

Ef kjósendur í aðildarríkjum Evrópusambandsins fá náðarsamlegast að kjósa um einhver samrunaskref innan sambandsins og komast að niðurstöðu sem ekki er embættismönnum þess að skapi er sú niðurstaða talin ómarktæk og allt reynt til að koma málinu í gegn samt, þá annað hvort með því að fara framhjá kjósendum eða láta þá kjósa aftur og aftur í von um að þeir gefist upp og samþykki herlegheitin.

En þú hefur væntanlega ekki nokkra skömm á þessum vinnubrögðum! Annars værirðu varla að beita þér fyrir því að þau yrðu innleidd hér á landi.

Es. Heldurðu að Ísland fengi í aðildarviðræðum við Evrópusambandið undanþágur frá miðstýrða stórríkinu sem verið  er að breyta sambandinu leynt og ljóst í?

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 13:38

14 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Það væri tækifærismennska af verstu sort að ætla sér að notfæra sér þjóðina á þennan hátt. Notfæra sér það að þjóðin er örvæntingafull, hrædd og örvingluð eftir atburði síðustu daga til þess að ná fram pólitískum markmiðum væri að misnota þjóðina. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla væri það sama og að misnota þjóðina og ekkert annað.

Þar fyrir utan hefur aðild að ESB ekkert með núverandi ástand að gera. Bankar í Evrópu eru í nákvæmlega sömu vandræðum og hér. Núna síðustu vikuna hafa hollenskir, belgískir, franskir og núna síðast þýskur banki verið þjóðnýttir. Lausfjárkreppan er engu minni þar heldur en hér. Núna þarf seðlabanki Evrópu að glíma við verðbólgu sem að er að vísu minni heldur en hér en engu minna vandamál heldur en okkar verðbólga því að 5-6% verðbólga er mjög alvarlegt vandamál á jafn stóru viðskiptasvæði og Evrópa er.

Mér finnst þessi tillaga þín vera örvæntingafullt skot í myrkri. Aðild að ESB er pólitísk ákvörðun sem að verður væntanlega tekin á þeim tíma sem að hentar. Annað væri eins og ég sagði misnotkun á þjóðinni.

Jóhann Pétur Pétursson, 5.10.2008 kl. 13:38

15 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sumir svífast einskis.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 13:40

16 Smámynd: Hallur Magnússon

Jóhann Pétur og Hjörtur!

Enn og aftur.

Þið óttist þjóð ykkar! Það er greinilegt af viðbrögðum ykkar.

"Notfæra sér það að þjóðin er örvæntingafull, hrædd og örvingluð eftir atburði síðustu daga til þess að ná fram pólitískum markmiðum væri að misnota þjóðina. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla væri það sama og að misnota þjóðina og ekkert annað."

Þú hefur ekki háar hugmyndir um samlanda þína.

"Og talandi um þjóðaratkvæðagreiðslur. Hér á landi er að ég bezt veit sátt um að ef sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu hefði þjóðin síðasta orðið"

Það er rétt! En hvað er þá að því að þjóðin taki ávkörðun um það hvort skuli ganga til slíkra viðræðna eða ekki?

Hallur Magnússon, 5.10.2008 kl. 13:49

17 identicon

Hallur: "Þú hefur ekki háar hugmyndir um samlanda þína."

Sömu fráleitu rökin og veitingahúsaeigendur notuðu þegar sjálfstæðismenn settu spurningarmerki við að verð myndi lækka þegar til stóð að lækka virðisaukaskattinn úr 24.5% í 7%. Við vitum auðvitað öll hvað gerðist.

Plato (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 14:02

18 identicon

Hallur: "Það er rétt! En hvað er þá að því að þjóðin taki ávkörðun um það hvort skuli ganga til slíkra viðræðna eða ekki?"

#1 "Notfæra sér það að þjóðin er örvæntingafull, hrædd og örvingluð eftir atburði síðustu daga til þess að ná fram pólitískum markmiðum væri að misnota þjóðina. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla væri það sama og að misnota þjóðina og ekkert annað."

Plato (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 14:04

19 identicon

Fljótlega eftir 11. sept. réðust bandaríkjamenn inn í Afganistan og síðan Írak, yfirgnæfandi meirihluti bandaríkjamanna voru sammála á þeim tíma, ef til þjóðaratkvæðargreiðslu hefði komið út af þessu máli þar, hefði hún að öllum líkundum verið samþykkt. Þar var um að ræða örvæntingarfull, hrædd og örvingluð þjóð. Nú er þjóðin flest á móti stríðsrekstri í írak og sér að mistök voru gerð.

Að notfæra sér hræðslu fólks til að ná fram pólítískum markmiðum er að misnota þjóðina.

Plato (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 14:10

20 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hallur:
Skömm þín af því að gera öðrum upp skoðanir verður ekki minni þó þú endurtakir leikinn.

Eins og Jón Ingi segir hér á undan þá er sú tillaga úr röðum ykkar framsóknarmanna að halda skuli sérstakt þjóðaratkvæði um aðildarviðræður og svo annað um aðild sem slíka aðeins til komin vegna þess að þið getið ekki komið ykkur saman um stefnu í þessum málum. Hvað gagn er að Framsóknarflokknum ef hann getur ekki myndað sér stefnu í mikilvægum málaflokki eins og Evrópumálunum?

Minni annars aftur á vinnubrögð Evrópusambandsins þegar þjóðaratkvæði eru annars vegar og þú vilt væntanlega innleiða hér á landi. Ég er ekki hissa á að þú viljir ekki ræða það mál. Og ekki er ég heldur hissa á að þú viljir ekki svara spurningu minni um undanþáguna frá stórríkinu.

Og enn eina ferðina er rætt um möguleg endalok evrusvæðisins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 14:25

21 Smámynd: Hallur Magnússon

Bíddu nú aðeins hægur Hjörtur?

Er ég að misskilja þig?  Ertu til í að láta þjóð þína ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort við hefjum aðildarviðræður eða ekki?

Minni á fyrri ummæli mín:

"Ég get borið virðingu fyrir skoðun þinni að það sé ekki rétt að ganga í Evrópusambandið. Þú ert þá kominn lengra en ég því ég mun ekki taka afstöðu til þess fyrr en niðurstaða viðræðna við Evrópusambandið liggur fyrir. Ég tel rétt að fara í slíkar aðildarviðræður."

Þetta hefur verið skoðun mín undanfarin ár. Áður var ég á móti slíkri aðild - eins og má td. sjá á málflutningi mínum árið 1995.

Hver er nú að gera hverjum upp skoðanir?

Plató (ah! er rétt af þér að kenna þig við þann ágæta hugsuð?)

Þú ert semsagt að segja að einhverjir - og þá væntanlega skoðanasystkyn þín - eigi að ákvarða hvenær unnt er að treysta þjóðinni eða ekki?

Annað hvort treysta menn þjóðinni eða ekki.

Það er betra að þjóðin sjálf taki "rangar" ákvarðanir um framtíð sína  en að sjálfhverfir stjórnmálamenn taki slíkar "rangar" ákvarðanir.

Hallur Magnússon, 5.10.2008 kl. 14:34

22 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hallur:
Jæja vinur. Hvar gerði ég þér upp skoðanir?

Ég tel algerlega tilgangslaust að halda þjóðaratkvæði um þaðhvort farið verði í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Nema þá til þess að fría Framsóknarflokkinn ábyrgð af því að mynda sér afstöðu til málsins. Það er nóg að halda þjóðaratkvæði um aðild ef pólitískur vilji skapaðist hér á landi til þess að fara út í aðildarviðræður við sambandið. Sá pólitíski vilji er ekki til staðar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 14:39

23 Smámynd: Hallur Magnússon

 Hjörtur!

Þú segir:

 "Innan sambandsins, þangað sem þig langar svo mjög, er talsvert öðruvísi haldið á málum."

Ég tel rétt að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið - og tel líkur á því að við séum betur komin innan þess en utan! Ég get bara ekki fullyrt um það hvort við skulum ganga þar inn fyrr en ég sé niðurstöðu aðildarviðræðna.

Svo einfalt er það!

Hallur Magnússon, 5.10.2008 kl. 15:22

24 Smámynd: Hallur Magnússon

... og Hjörtur - ég get ekki túlkað:

"Ég tel algerlega tilgangslaust að halda þjóðaratkvæði um þaðhvort farið verði í aðildarviðræður við Evrópusambandið."

... öðru vísi en þú treystir ekki þjóð þinni til að taka þessa ákvörðun. Í hverju felst tilgangsleysið?

Hallur Magnússon, 5.10.2008 kl. 15:24

25 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hallur:
Ég skal fallast á að þarna hafi ég talað full afgerandi. En ég leyfi mér samt að fullyrða að þú gætir með auðveldum hætti myndað þér skoðun á aðild að Evrópusambandinu nú þegar ef þú kynntir þér málið betur. Bendi t.d. á mjög góða skýrslu Evrópunefndar forsætisráðherra frá síðasta ári.

Ég tel mikinn tilgang með því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort ganga eigi í Evrópusambandið eða ekki. Ég treysti þjóð minni fullkomlega til þess að taka afstöðu til þess máls ef til þess kemur á einhverjum tímapunkti að pólitískur vilji skapist fyrir slíkri aðild.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 15:54

26 Smámynd: Hallur Magnússon

Hjörtur!

Við tökum eflaust báðir stundum aðeins of mikið upp í okkur í hita leiksins

Allavega ég stundum - þótt maður reyni að vanda sig!

Hallur Magnússon, 5.10.2008 kl. 16:54

27 Smámynd: Jón Ragnarsson

Nei... Ómögulegt að sækja um ESB með allt á hælunum. Fyrst taka til, selja nokkra banka upp í skuldirnar, koma efnahaginum á réttan kjöl, svo fara í aðildarviðræður, og ef það gengur upp, ÞÁ þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu.

Jón Ragnarsson, 5.10.2008 kl. 22:15

28 identicon

Jón  

Við þurfum ekki að sækja um ESB eða fara í aðildarviðræður, en það er rétt hjá þér, að "koma efnahaginum á réttan kjöl". En hvað höfum við að gera inn í ESB þegar að EU Commission tekur allar ákvarðanir og jafnframt hafnar tillögum EU þingsins? Hvað höfum við gera inn í ESB. Þegar við getum ekki kosið og/eða sagt upp mönnum sem eru í EU Commission?

Og hvernig verður þetta svo þegar búið verður að sameina öll þessi sambönd þeas: Evrópusambandið (ESB / EU), Afríkusambandið (AU), Asíusambandið ( Asian Union), Suður-Ameríkusambandið (SAU), Mið-Ameríkusambandið (CAU) og Norður-Ameríkusambandið (NAFTA & SPP of North America) undir eina alsherjar alheimsstjórn  "One World Governmet" eða svona  New World Order Tyranny eins og menn eru að tala um? The Real New World Order

Hvernig er það ætla þessir ESB- sinnar ekki að kynna NWO. og opna upplýsingamiðstöðvar / fræðasetur hér fyrir okkur? 

 

Menn eru farnir að sjá hvað er á bak við tjöldin hjá Central Banks elítunni Committee of 300, Rockefeller og Rothschild liðinu. Eða hverjir það eru sem koma til með að stjórna NWO.

 

The New World Order is Here!

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 00:36

29 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hallur, ég hef nokkur kynni af því að lýðræðisvitund Hjartar nær ekki lengra en að flokksræði íhaldsins. Á heimasíðu sinni hefur hann ráðist að hverjum þingmanni Sjálfstæðisflokksins á eftir öðrum sem vill aðildarviðræður (Guðfinna, Þorgerður t.d.) og einnig að fyrrverandi forystumönnum sem vilja aðildarviðræður (Vilhjálmur, Þorsteinn).

Hann hlítur hinsvegar vera farinn að sjá djöfla út um allt. Flest samtök atvinnulífs og launþega og meðal 70% þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Það er bara dagaspursmál að meirihlutastuðningur við þessar áherslur birtist með einhverjum hætti í Sjálfstæðisflokknum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.10.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband