Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Íslenskar geitur takk!
9.12.2007 | 13:40
Okkur ber skylda til þess að vernda íslenska geitakynið okkar sem að líkindum er einstakt í heiminum. Vona að ég verði ekki sakaður um rasisma vegna þessa eins og þegar ég bloggaði um íslensku kýrnar í pistlinum "Íslenskar beljur takk".
Það var mikið líffræðilegt og menningarsögulegt slys þegar geitahjörðinni var slátrað á dögunum.
Við eigum að vernda og viðhalda íslenska húsdýrastofna sem ættir sínar eiga að rekja til landnámshúsdýra. Íslenski geitastofnin hefur lifað af við erfiðar aðstæður á Íslandi í 1100 ár - staðið af sér harðindi og plágur - en nú gæti íslenska geitin fallið í nútímaplágu - vellauðugum, sinnulausum nútímamanninum!
Íslenski hesturinn og hundurinn er í tryggri stöðu - þótt íslenski hundurinn hafi á tímabili verði í hættu. Geiturnar eru í mikilli hættu - sem og íslensku hænurnar.
Þá eru háværar raddir um að skipta eigi út íslenska kúakyninu - sem yrði stórslys. Við það stend ég þótt mér sé fyrir það brigslað að vera rasisti!
Vilja að ríkið aðstoði geitabændur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Viðey heilagur staður!
8.12.2007 | 22:41
Það er vel við hæfi að viðhalda aldalangri helgi Viðeyjar með friðarsúlunni "Imagine Peace Tower". Friðarboðskapurinn sem þetta táknræna nútímaverk stendur fyrir er í takt við þann þátt sögu Viðeyjar sem tengist hinum kristna friðarboðskap sem birtist til dæmis í starfsemi Ágústínusarklaustursins sem þar var starfrækt 1225-1550.
Þá er ekki síður vert að minnast eins af forgangsmönnum húmanisma og mannúðar á Íslandi, Magnúsar Stephensen konferensráðs, en hann bjó einmitt í Viðey frá því hann keypti eyjuna 1817 til dauðadags 1833. Mannúð hans birtist ekki hvað síst í baráttu hans fyrir vægari refsingum en fram að hans tíð höfðu tíðkast.
Magnús stofnaði prentsmiðju í Viðey og prentaði þar margan fræðslubæklingin fyrir almenning sem ætlaðir voru til að styðja við nauðsynlegar framfari í anda upplýsingarinnar.
Viðey er merkur sögustaður eins og fræðast má um td. á vef NAT Norðurferða.
Í eynni hafa fundist merki um mannvistir allt frá 10. öld. Árið 1225 var reist klaustur í eynni, mikið menningar- og lærdómssetur, og var svo til siðaskipta um miðja 16. öld. Í siðaskiptunum var klaustrið rænt og Viðey gerð eign danska kóngsins.
"Faðir Reykjavíkur", Skúli Magnússon fyrsti íslenski landfógetinn lét byggja Viðeyjarstofu sem embættisbústað sinn. Viðeyjarstofa er fyrsta steinhúsið sem byggt var á Íslandi og eitt elsta hús landsins en smíði hennar lauk árið 1755. Skúli stóð einnig að smíði Viðeyjarkirkju sem var tekin í notkun árið 1774 og er næstelsta kirkja landsins. Kirkjan er með upprunalegum innréttingum sem eru þær elstu á landinu.
Kirkjan hefur verið gerð upp á myndarlegan hátt og engu til kostað til að fá fram sem upprunalegustu mynd hennar. Þá hefur umhverfi kirkjunnar og staðarins verið gert upp af miklum smekkleik - þótt smekkur manna um hvernig kirkjugarðurinn var gerður upp á sínum hafi verið mismunandi - en niðurstaðan klárlega smekkleg.
Á 19. öld bjó Stephensenættin í Viðey og þar má nefna Ólafur Stephensen fyrsta íslenska stiftamtmannsins og fer mörgum sögum af veglegum veislum sem hann hélt í eynni. Frægust er líklega veisla hans með Jörundi hundadagakonungi og manna hans - sem duttu það hressilega í það og kýldu belgin þannig fram úr hófi vegna veglegra veitinga Ólafs í fljótandi og föstu formi - að þeir höfðu ekki mátt til þess að ljúka ætlunarverki sínu - að fá Ólaf lið með sér með því að sverja Jörundi eið gegn eiðsvari Ólafs gagnvart konungi Íslands, Danmerkur, Noregs, Slésvíkur, Holsetalands og hvað lönd Danakonungs voru tiltekin á þeim tíma!
Við hans búi tók sonur hans Magnús konferensráð sem áður getur.
Afkomandi Ólafs Stephensens er meðal annars Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri 24 stunda sem lengst af hefur verið talsmaður frjálsræðis - ekki hvað síst frjálsar verslunar - og fetað þannig í fótspor frænda síns Magnúsar sem barðist mjög fyrir frjálsri verslu.
Þá er gaman að geta þess að faðir Ólafs Stephensen ritstjóra er sr. Þórir Stephensen sem varð staðarhaldari í Viðey þegar Reykjavíkurborg endurreisti þennan merka stað á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Sr. Þórir hefur unnið ómetanlegt starf við að rifja upp sögu Viðeyjar og byggja upp tengsl landsmanna við þennan merka stað.
Fjölmenni í Viðey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 9.12.2007 kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Íslenskar beljur takk!
7.12.2007 | 09:01
Okkur ber skylda til þess að vernda íslenska kúakynið okkar sem að líkindum er einstakt í heiminum. Allavega virðast rannsóknir sýna að íslensk mjólk sé öðruvísi - og jafnvel hollari en flest önnur mjólk. Þótt einn og einn tuddi hafi lagt til sæði í íslenska kúakynið þá er það í grunnin það sama og forfeður okkar fluttu með sér til landsins fyrir 1100 árum.
Ef Íslendingar vilja útlenda mjólk og mjólkurvörur - þá eigum við bara að flytja þær inn! Íslenska skyrið og íslenska mjólkin mun lifa slíkan innflutning af - gæðanna vegna!
Það sama á við aðra dýrastofna sem ættir sínar eiga að rekja til landnámshúsdýra. Það var sorglegt að lesa um daginn frétt um að farga ætti stórum hóp íslenskra geita. Íslenski geitastofnin hefur lifað af við erfiðar aðstæður á Íslandi í 1100 ár - staðið af sér harðindi og plágur - en nú gæti íslenska geitin fallið í nútímaplágu - vellauðugum, sinnulausum nútímamanninum!
Annar stofn sem er í hættu - er íslenska hænan - en sem betur fer virðist sá stofn vera að braggast!
Nóg í bili - með kveðju frá Halli Magnússyni fyrrverandi kúasmala!
Dæmi eru um að útlenskar kýr séu notaðar hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Ánægjulegar aðgerðir í þágu aldraðra!
6.12.2007 | 08:53
Eftir að hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að hækka ekki barnabætur að raunvirði eins og Samfylkingin hafði boðað fyrir kosningar, þá verð ég að taka ofan hattinn fyrir þær aðgerðir til að bæta kjör aldraðra og öryrkja sem kynntar voru í gær. Þar er myndarlega haldið áfram á þeirri braut sem vörðuð var annars vegar af Jóni Kristjánssyni með frægu samkomulagi við öryrkja á sínum tíma, sem Sjálfstæðisflokkurinn með ríkisbudduna heyktist síðan á að uppfylla að fullu og hins vegar aðgerðir síðustu ríkisstjórnar í að bæta kjör aldraðra.
Samfylkingin á heiður skilið að hafa fengið samstarfsflokkinn til að stíga svo stórt skref í þessari leið sem Framsóknarflokkurinn hóf í síðustu ríkisstjórn. Á sama hátt og Jóhanna Sigurðardóttir á heiður skilið fyrir að bæta stöðu fjölskyldna langveikra barna og taka þannig risaskref í þá átt sem Framsóknarflokkurinn hóf með forgöngu um lagasetningu sem því miður gekk allt of stutt, eins og lesa má í bloggi mínu "Frábært framtak hjá Jóhönnu".
Hins vegar verð ég að árétta að staða ungra barnafjölskyldna er ekki góð - og með fullri virðingu fyrir öldruðum - þá hefði ég viljað sjá eitthvað af þessum krónum fara til hækkunar barnabóta.
Hvar er boðuð raunhækkun barnabóta?
5.12.2007 | 12:08
Hvar er boðuð raunhækkun barnabóta? Ekki er hana að sjá í fjárlagafrumvarpinu. Ég skildi Samfylkinguna þannig fyrir kosningar að hún ætlaði að hækka barnabæturnar!
Er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að skrúfa fyrir fjárframlög til að efna kosningaloforð Samfylkingarinnar? Framsóknarflokkurinn náði þó á sínum tíma fram hækkun ótekjutendra barnabóta - og þurfti að hafa fyrir því í stjórnarsamstarfinu - og var húðskammaður meðl annars af Samfylkingunni fyrir að ná ekki enn betri árangri á því sviði.
Ég á fjögur börn og veit hvað það kostar. Ég ætla ekki að kveinka mér undan þeim kostnaði - en veit að fyrir ungt barnafólki í lægri tekjuhópunum er þessi kosnaður að sliga heimilin. Það fólk á skilið að Samfylkingin hækki barnabæturnar eins og hún lofaði. Þesi hópur þarf nefnilega á því að halda.
Hvernig væri að ríkisstjórn gæfi börnum þessa lands hækkun barnabóta í skóinn fyrir þessi jól!
Verð að nota tækifærið og þakka fyrir frístundakortið sem Björn Ingi kom á hér í Reykjavík. Það er milkil búbót og ljóst að það framtak gerir það að verkum að börn tekjulægri fjölskyldna sem ekki fá hækkaðar barnabætur eins og lofað var - geta sent börnin sín til íþróttaæfinga og í annað tónstundastarf án þess að þurfa að greiða fyrir. Það er ekki víst að börn þeirra hefðu getað tekið þátt í slíku ef tómstundakort Björns Inga og Framsóknarflokksins hefðu ekki komið til!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
OMX lækkar um 0,6% ef FL Group lækkar um 10%!
4.12.2007 | 09:08
Úrvalsvísitala OMX lækkar um 0,6% ef FL Group lækkar um 10%! OMX lækkar um 3,6% ef Kaupþing lækkar um 10%! Úrvalsvísitala OMX lækkar um 6,6% ef bankarnir þrír lækka um 10%!
Á þetta bendir Jón Garðar Hreiðarsson á eyjubloggi sínu í dag þar sem hann fjallar um greiningardeildir bankanna og hættuna á hagsmunagæslu þeirra á markaði.
Jón Garðar segir m.a: "Er kannski kominn tími á stofnun greiningardeildar utan fjármálageirans og án allra hagsmuna við hann eða þróun hlutabréfamarkaðarins yfir höfuð ?"
Já Jón Garðar, það er löngu kominn tími á það!
Til að öllu sé til haga haldið þá er Jón Garðar ekki að væna greiningardeildirnar um óheiðarleika - þvert á móti - einungis að benda á þennan möguleika í stöðunni. Jón Garðar segir:
"...Af þessu sést að breyting á gengi fjármálafyrirtækja hefur afgerandi áhrif á þróun markaðarins til hækkunar eða lækkunar. Óháð og vönduð greining á fjármálafyrirtækjum og fjármálageiranum skiptir fjárfesta því verulega miklu máli, og í rauninni öll fyrirtæki, hvort sem þau eru á markaðnum eða ætla sér þangað í framtíðinni.
Nú er ég alls ekki að væna greiningardeildirnar um óheiðarleika en er skynsamlegt að öll gagnrýnin, greiningarnar og úttektirnar komi frá þessum sama geira, sem á svona mikið undir þróuninni á hverjum tíma?
Ég hvet ykkur að lesa blogg Jóns Garðars, "Greiningardeild utan bankanna."
FL Group lækkaði um 15 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtrygging eða ESB - okkar er valið!
3.12.2007 | 13:08
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hittir naglan á höfuðið þegar hann segir: Verðtryggingin er á einhvern hátt fylgifiskur krónunnar sem örmyntar í landamæralausum fjármálaheimi. Þetta er kjarni málsins. Valið stendur á milli Evrópusambandsins og Evru annars vegar eða íslensku krónunnar og verðtryggingarinnar hins vegar.
Flestir sammála um að vilja sjá á bak verðtryggingunn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Skattheimta á að vera græn!
3.12.2007 | 11:47
Það er ánægjuleg niðurstaða að landsmenn telji að stóriðjufyrirtæki eigi að greiða fyrir losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Skattheimtan á að vera græn - það er þeir sem menga eða ganga á auðlyndir okkar eiga að greiða sérstaklega fyrir það.
Hið praktíska vandamál er að ef Íslendingar leggja á "grænan" skatt vegna losunar stóriðjufyrirtækjanna á meðan aðrir gera það ekki, þá gæti það orðið til þess að auka losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu!
Við drífum stóriðjuna áfram með endurnýjanlegri, umhverfisvænni orku á meðan orka víða annars staðar er drifin áfram með brennslu ólíu og kola. Því verður að vera tryggt að gjald vegna losunar gróðurhúsalofttegunda verði grænn skattur á heimsvísu! Þar liggur vandinn.
Skrefi í þessa átt var hins vegar stigið í Ástralíu í morgun þegar nýr forsætisráðherra undirritaði Kyoto-sáttmálann. Við það stendur Georg Bush umhverfissóði einn eftir af leiðtogum stóru iðnveldanna!
Þá er að hefjast fundarlota á Balí - þar sem þjóðir heims freista þess að ná nýjum áföngum í baráttunni gegn ofhitnun jarðar. Við skulum vona að það takist - en því miður er ég ekki allt of bjartsýnn!
PS. Sá eftirfarandi frétt á nýjum og mjög bættum vef Viðskiptablaðsins:
Verslun með losunarheimildir skilar árangri
- Forstjóri Rio Tinto Alcan hlynntur mælanlegum aðgerðum í loftslagsmálum
95% telja að stóriðja eigi að greiða fyrir mengun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Maó kemur af stað unaðslegri ritdeilu!
1.12.2007 | 15:36
Það er hrein unun að fylgjast með tveimur af mínum uppáhalds pennum kljást á ritvellinum í skemmtilegri ritdeilu - sem getur ekkert annað en magnast - okkur hinum til ánægju og yndisauka! Þetta eru snillingarnir Sverrir Jakobsson sagnfræðingur og Ólafur Teitur Guðnason fyrrum blaðamaður.
Ólafur Teitur þýddi "Maó: Sagan sem aldrei var sögð" sem út kom á dögunum. Sverrir skrifaði nokkuð harðan - og skemmtilegan - ritdóm um bókina sem Ólafur Teitur var ekki alls kostar ánægður með. Eins og Ólafi Teiti er von og vísa svarað hann fyrir sig af mikilli hörku - og fær að vonum skemmtilegt andsvar í lesbók Morgunblaðsins í dag.
Sverrir segir meðal annars í lesbókinni: "Það eru svo sem ekki ný tíðindi að menn taki bókadóma óstinnt upp, ekki síst þegar þeir eru sjálfir viðriðnir útgáfu verkanna, en þó er sjaldgæft að jafn glannalegar ályktanir séu dregnar af neikvæðum ritdómi".
Sverrir bætir um betur í niðurlagi greinar sinnar þegar hann segir: "Þrátt fyrir gífuryrði Ólafs Teits og rangtúlkanir á köflum er ég ekki ósammála öllu því sem sagt er í þessu andsvari. Það er td. heiðarlega mælt hjá honum að viðurkenna að hann sé "enginn sérfræðingur í sögu Kína" þótt andsvar hans taki raunar af öll tvímæli um það."
Ég hlakka til að lesa andsvar Ólafs Teits við þessu - sem örugglega verður hnitmiðað og kjarnyrt!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)