Ánægjulegar aðgerðir í þágu aldraðra!

Eftir að hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að hækka ekki barnabætur að raunvirði eins og Samfylkingin hafði boðað fyrir kosningar, þá verð ég að taka ofan hattinn fyrir þær aðgerðir til að bæta kjör aldraðra og öryrkja sem kynntar voru í gær. Þar er myndarlega haldið áfram á þeirri braut sem vörðuð var annars vegar af Jóni Kristjánssyni með frægu samkomulagi við öryrkja á sínum tíma, sem Sjálfstæðisflokkurinn með ríkisbudduna heyktist síðan á að uppfylla að fullu og hins vegar aðgerðir síðustu ríkisstjórnar í að bæta kjör aldraðra.

Samfylkingin á heiður skilið að hafa fengið samstarfsflokkinn til að stíga svo stórt skref í þessari leið sem Framsóknarflokkurinn hóf í síðustu ríkisstjórn. Á sama hátt og Jóhanna Sigurðardóttir á heiður skilið fyrir að bæta stöðu fjölskyldna langveikra barna og taka þannig risaskref í þá átt sem Framsóknarflokkurinn hóf með forgöngu um lagasetningu sem því miður gekk allt of stutt, eins og lesa má í bloggi mínu "Frábært framtak hjá Jóhönnu".

Hins vegar verð ég að árétta að staða ungra barnafjölskyldna er ekki góð - og með fullri virðingu fyrir öldruðum - þá hefði ég viljað sjá eitthvað af þessum krónum fara til hækkunar barnabóta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur reyndar verið boðuð réttarbót í anda -Unga Ísland- en það er ósköp erfitt að hnika málum í betri átt. Gæti sagt þér ýmislegt um það en þetta mjakast.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband