Íslenskar beljur takk!

Okkur ber skylda til þess að vernda íslenska kúakynið okkar sem að líkindum er einstakt í heiminum. Allavega virðast rannsóknir sýna að íslensk mjólk sé öðruvísi - og jafnvel hollari en flest önnur mjólk. Þótt einn og einn tuddi hafi lagt til sæði í íslenska kúakynið þá er það í grunnin það sama og forfeður okkar fluttu með sér til landsins fyrir 1100 árum.

Ef Íslendingar vilja útlenda mjólk og mjólkurvörur - þá eigum við bara að flytja þær inn! Íslenska skyrið og íslenska mjólkin mun lifa slíkan innflutning af - gæðanna vegna!

Það sama á við aðra dýrastofna sem ættir sínar eiga að rekja til landnámshúsdýra. Það var sorglegt að lesa um daginn frétt um að farga ætti stórum hóp íslenskra geita.  Íslenski geitastofnin hefur lifað af við erfiðar aðstæður á Íslandi í 1100 ár - staðið af sér harðindi og plágur - en nú gæti íslenska geitin fallið í nútímaplágu - vellauðugum, sinnulausum nútímamanninum!

Annar stofn sem er í hættu - er íslenska hænan - en sem betur fer virðist sá stofn vera að braggast!

Nóg í bili - með kveðju frá Halli Magnússyni fyrrverandi kúasmala!


mbl.is Dæmi eru um að útlenskar kýr séu notaðar hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þakka þér fyrir góðan pistil Hallur. Ég er sammála þér að flestu leyti nema ég hefði frekar viljað vernda íslensku kúnna, ég hef lítinn áhuga á beljunni

Steinn Hafliðason, 7.12.2007 kl. 10:37

2 identicon

Æi, mikið óskaplega held ég að ein vinkona mín af minni kynslóð sé leið þegar fólk talar um kýr sem "beljur" og ær sem "rollur". Hún segir að þetta hafi eingöngu verið notað til sveita þegar einhverjum þótti þurfa að skamma skepnurnar og verið niðrandi heiti. - Að öðru leyti get ég tekið undir það sem þú segir hér að ofan. Meðal annarra orða; stóð ekki tæpt með íslenska fjárhundinn líka? Tókst kannski Sigríði á Ólafsvöllum að bjarga því máli?

Afi gamli (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:38

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Kýrnar elskulegu voru oft kallaðar beljur - og mér hefur þótt að vinalegt - ekki neikvætt.  Ég fór þó alltaf að sækja kýrnar, mjólkaði kýrnar - en klappaði beljunni En veit að mörgum finnst belja neikvætt. Eins með rollurnar - það var oft notað í talmáli - ekki á neikvæðan hátt.

Sambærilegt er virðist það neikvætt að nota "gæskan" yfir stelpur í Reykjavík - en fallegt á Borgarfirði eystra - þar sem ég bjó um tíma.

Hvað varðar íslenska hundinn - þá var hann í útrýmingarhættu - en er mjög sterkur í dag. Við þurfum að gera það sama fyrir hænurnar, geiturnar og - kýrnar okkar elskulegar!

Hallur Magnússon, 7.12.2007 kl. 11:05

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég tek heilshugar undir þessir orð. til rökstuðnings við það að halda frá landinu öðrum kúakynum getum við tekið Bretland sem dæmi. Þar fóru menn um nýlendurnar og blönduðu öllum kúakynum saman þangað til að afraksturinn var að þeirra mati ákjósanlegur. Stórt kúakyn og mikið. Árangurinn sást best undir lok síðustu aldar og í sumar. Ekkert nema sjúkdómar og ein alsherjar plága.

Fannar frá Rifi, 7.12.2007 kl. 12:43

5 Smámynd: Sigurður Baldursson

Segðu mér Hallur, hvenær telst kýr Íslensk? Þarf gripurinn að hafa ættartölu aftur til ársins 1000 eða fyrr eða er það fullnægjandi að hafa fæðst á Íslandi.??

Eru ekki börn sem fæðast á Íslandi íslensk ??? 

Ég hef farið í mörg fjós í útlandinu og skoðað mörg "kyn" en alltaf endað með þá spurningu á vörunum  , hver er munurinn á kú og kú. ??

Þetta er bara rasista stefna hjá þer, og eitt enn kýr er ekki belja frekar en kona er ekki kelling.

Sigurður Baldursson, 7.12.2007 kl. 13:54

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Kæri Sigurður!

Í fyrsta lagi bendi ég þér á að fletta upp í orðabók menningarsjóðs og fletta upp á orðinu "belja".

Í öðru lagi verð ég, maður sem dæmdur hefur verið fyrir meiðyrði, að ráðleggja þér að fara varlega í að saka menn um rasisma. Frábið mér slíka sleggjudóma.

Í þriðja lagi er íslenska kúakynið skilgreining á ákveðnu kúakyni - íslensku  landnámskúnni - á sama hátt og Hereford nautgripir er sérstakt kúakyn - kennt við hið ágæta hérað Hereford. Íslenska kúakynið hefur ákveðna eiginleika sem virðast einstakir. Það er dýrmætt.

Í fjórða lagi. Ætlar þú að ásaka íslenska hestamenn og hestaræktarmenn rasista fyrir það að vilja viðhalda íslenska hestinum sem sértöku hestakyni - sem hefur yfir að búa einstökum hæfileikum í gangi og sérstöku byggingarlagi og hæfileikum sem taldir eru mjög eftirsóttir?  Er Heimsmeistaramót íslenska hestsins í þínum augum fjölmenn samkoma "rasista" af ýmsu þjóðerni - fyrir það að halda eiginleikum íslenska hestsins á lofti?

Nei, höldum íslenska kúakyninu hreinu - það er einstakt að ákveðnu leiti - með fullri virðingu fyrir öllum öðrum kúakynum - sem hafa sína eiginleika og sérkenni.

Við getum étið innflutt nautakjör - og drukkið innflutta mjólk - en það er engin ástæða til að fórna íslenska kúakyninu - bara til að auka nytina um einhver prósent.  Íslenska mjólkin - þótt hún kunni að vera dýrari - þá stendur hún fyrir sínu.

Vil benda á að engar íslenskar kýr eru í Noregi - en þrátt fyrir það er mjólkin  30-40% dýrari úr búð þar!

Hallur Magnússon, 7.12.2007 kl. 14:23

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Kæri Dharma!

Bið þig að halda þig við staðreyndir.

Þótt Guðni sé ofarlega í huga þér - þá var hann bara landbúnaðarráðherra í 8. Ár. Ekki gleyma Sjálfstæðismanninum Halldóri Blöndal,  Allaballanum Steingrími J., sjálfstæðismanninum Pálma Jónssyni, kratanum Braga Sigurjónssyni - svo við teljum þá næstu í tíma.

Eða föður regluverksins í landbúnaði sem sjálfstæðismanninum Ingólfi á Hellu.

Það er kjánalegt að blanda saman rasisma og það að varðveita skemmtilegt kúakyn. Þótt þú vitir ekki að rannsóknir hafi sýnt fram á hollustu íslensku mjólkurinnar - þá - með fullri virðingu fyrir mögulegri þekkingu þinni á sviði mjólkur og kúa - þá er ekki þar með sagt að svo sé ekki.  Það mun víst vera svo - minnir mig en ætla ekki að hengja mig upp á það - að rannsóknir hafa sýnt að efnasamsetning íslensku mjólkurinnar sé öðruvísi en almennt gengur og gerist - og þar sé td. meira magn omega3 fitusýra en í annarri mjólk.

Ítreka fyrri ráðleggingu mína að fara varlega í að saka menn um rasisma. Frábið mér slíka sleggjudóma - frá þér sem öðrum sem kunna að vera á öðru máli um elskulegu íslensku kýrnar.

Hallur Magnússon, 7.12.2007 kl. 16:14

8 identicon

Gott er að sjá að til eru áhugamenn um kýr og holla og góða framleiðslu, en Hallur......

Hvers vegna ertu svona viss um að góða mjólkin okkar sé genunum að þakka en ekki græna, hægvaxta grasinu, hreina loftinu og hreina vatninu okkar?

Hvað telur þú að bændur eigi að gera til að halda í við sívaxandi laun annarra í þjóðfélaginu?  Senda reikning til ríkisins, eða hækka mjólkurverð? 

Hvernig eiga bændur að svara sífelldum ásökunum um hátt verð, ef ekki má leita leiða til hagræðingar?  (margt bendir til að afkastameira kúakyn og betur ræktað m.t.t. vaxtarlags, sé mun hagkvæmara til framleiðslu)

Lítill vandi er að halda í okkar gamla kúakyn og hvers vegna ekki að leyfa markaðnum ráða og bjóða upp á mjólk úr því kyni áfram.

Að minnsta kosti.. hvers vegna má þá ekki gera tilraun og sjá hvernig annað kúakyn reynist og sannreyna þínar hugmyndir eða mínar.

Við sem viljum reyna þetta erum bara að vonast til þess að verða samkeppnishæfari við innflutning, þegar og ef af honum verður og eiga jafnvel möguleika á útflutningi.  Þá mun framleiðslukostnaður skipta mjög miklu máli.

Ég er hins vegar sammála því að gera þetta þannig að leiðin til baka sé fær.

Með góðri kveðju

Elvar Eyvindsson, kúabóndi

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 17:04

9 Smámynd: Sigurður Baldursson

Sæll Hallur

Já ég viðurkenni að það var djúpt tekið á árinni hjá mér að tala um rasmisma. Sorry

En ég vil benda þér á nokkur atriði bara í fullri vinsemd

Efnasamsetning mjólkur úr íslenska kyninu er sú sama og erlendum. Það að það finnist meira af omega3 er vegna þesss að við höfum gefið kúnum fiskimjöl að éta og það skilar sér beint omega3 fitusýrum í mjólkina . Próteinið sem á að koma í veg eða alla vega að minnka hættu á sykursýki er tengt erfðavísi sem finnst í öllum kúakynjum  mishátt hlutfall eftir kynjum en þar er mjög auðvelt að rækta fyrir því .

Með innflutning á öðru kúakyni  erum við að stefna að því að geta framleitt mjólk með lægri kostnaði, því að eftir því sem mér skilst á umræðunni þá er fólk í þjóðfélaginu ekki alveg sátt við hátt matvælaverð á Íslandi samt vill þetta sama fólk ekki gefa okkur tækifæri til að framleiða vöru á lægra verði. Þú og fleiri hafa viðrað þá skoðun að þá væri bara alveg eins hægt að flytja  mjólkina og ostana inn. 

Ef við notum sömu rök, segir þú þá, að flytja eigi inn allt sem er dýrara á Íslandi en erlendis hvort sem það er vara eða þjónusta,  og leggja með því niður atvinnu þúsunda Íslendinga,!! eða gildir þessi skoðun bara gagnvart bændum.

Þú ert ekki að nýta  afurðir hestsins á sýningum, heldur hann sjálfan, það er grundvallarmunur!! 

Í öllum Evrópuríkjum að Íslandi undanskildu  eru fleiri en einn kúastofn í notkun.

Af hverju ekki hér??

Mín skoðun er sú að ef við bændur fáum ekki að þróa okkar atvinnugrein í þokkalegum friði þannig að við getum framleitt fyrsta flokks matvæli (sem okkar metnaður stendur til) þá verður  hér verður alltaf hærra verð á matvælum en það þyrfti að vera.

Sigurður Baldursson, 7.12.2007 kl. 17:20

10 Smámynd: Ásta Björk Solis

Eg verd nu ad leggja ord i belg her,Eg by i U,S,A. Og eg get sko ekki drukkid mjolkina her.Eg for til Islands fyrir 2,arum og var daud hraedd vid ad smakka Islenku mjolkina en byrjadi a halfu glasi.Eftir naestum manud var eg bara sama mjolkur drykkju manneskjan sem eg hafdi verid adur en eg flutti ut.En thegar eg kom heim aetladi eg nu ad halda afram mjolkur drykkjunni en vard veik.Thad hlitur eitthvad ad vera spes vid islensku kuna/beljuna.En eg get bara talad af minni reynslu.Dottir min sem aldrey hefur komid til islands drekkur ekki mjolk nema i morgunflogum og alltaf tharf eg ad hella afgangsmjolkinni ur skalinni hennar.Svo eg segi nu bara VERNDUM KYRNAR/BElJURNAR.

Ásta Björk Solis, 7.12.2007 kl. 19:30

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

mjólkur óþol er ein sú allra allra lægsta í heiminum hér á landi. Hérna verður farið út í það sem kallast rasismi af mörgum. Við íslendingar. Þeir sem hafa "víkinga/írsk" gen í sér frá því fyrir 1000 árum eru efni og prótein í meltingarfærum sem brýtur niður mjólkur afurðir. Í kína og austurlöndum er mjólkuróþol reglan og aðeins örfáir geta drukkið mjólk í meira mæli en hálft glas eða þá með einhverju öðru blandað útí. Þegar við förum að hugsa meira um framleiðslu getu heldur en hollustu þá lendum við í sama kviksyndi og badaríkjamenn. Stera í allarbeljur. Magn er ekki sama og gæði.

Fannar frá Rifi, 7.12.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband