Verðtrygging eða ESB - okkar er valið!

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hittir naglan á höfuðið þegar hann segir: „Verðtryggingin er á einhvern hátt fylgifiskur krónunnar sem örmyntar í landamæralausum fjármálaheimi.“  Þetta er kjarni málsins. Valið stendur á milli Evrópusambandsins og Evru annars vegar eða íslensku krónunnar og verðtryggingarinnar hins vegar.


mbl.is Flestir sammála um að vilja sjá á bak verðtryggingunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

esb..takk

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.12.2007 kl. 15:53

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Viðskiptaráðherranna er að sækja sig í umræðunni um EVRU-málin  - - -og málefni neytenda og almennings í landinu.

Raunsær BGS - -og við þurfum að bakka hann upp

Benedikt Sigurðarson, 3.12.2007 kl. 17:47

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, er þetta ekki málið? Gefast upp á því að halda út sem sjálfstæð og velmegandi þjóð og skríða ofan í eina rykfallna skúffuna í Bruessel.

Ekki hefur möppudýrunum í Bruessel tekist að skapa þjóðfélag þar sem allir sem vilja hafa vinnu og flestir hafa það gott. Það hefur okkur tekist. Þess í stað er gríðarlegt atvinnuleysi í flestum ESB-löndum og fólk gengur um betlandi á götunum, eða sekkur í eiturlyfjaneyslu og glæpi.

Frekar ætti ESB að sækja um inngöngu í Ísland. 

Theódór Norðkvist, 4.12.2007 kl. 03:00

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Jú, úr því að íslendingar kunna ekki fótum sínum forráð í að stjórna sínum peningamálum, neyðumst við til að skríða ofan í þessa skúffu, þó það sé ekki mjög fýsileg tilhugsun. Hvað atvinnustigið varðar virðast  íslendingar sérfræðingar í því að halda úti fölsku og ofvöxnu atvinnustigi, sem  fyrr eða síðar er ávísun á atvinnuleysi.

Þórir Kjartansson, 4.12.2007 kl. 08:29

5 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Oft þarf að taka djarfar ákvarðanir og ein þeirra er að afnema verðtrygginguna ,sem sett var á til bráðabirgða á sínum tíma en er orðinn ansi langur tími og annað þegar minnst er á verðtryggingu finnst mér út í hött þegar maður borgar vexti af verðtryggingu hvað er málið ,burt með þessa verðtryggingu einhver önnur leið hlýtur að vera til þar sem útflutningur okkar er orðinn fjölhæfari en hann var þegar verðtryggingin var sett á .það getur ekki verið ofvaxið atvinnustig eða falskt atvinnustig þegar vantar fólk í vinnu og get fullyrt það að mun verða vöntun áfram miðað við þær áætlanir hljóða sem atorkumenn hugsa sér .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 4.12.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband