Viðey heilagur staður!

Það er vel við hæfi að viðhalda aldalangri helgi Viðeyjar með friðarsúlunni "Imagine Peace Tower". Friðarboðskapurinn sem þetta táknræna nútímaverk stendur fyrir er í takt við þann þátt sögu Viðeyjar sem tengist hinum kristna friðarboðskap sem birtist til dæmis í starfsemi Ágústínusarklaustursins sem þar var starfrækt 1225-1550.

Þá er ekki síður vert að minnast eins af forgangsmönnum húmanisma og mannúðar á Íslandi, Magnúsar Stephensen konferensráðs, en hann bjó einmitt í Viðey frá því hann keypti eyjuna 1817 til dauðadags 1833. Mannúð hans birtist ekki hvað síst í baráttu hans fyrir vægari refsingum en fram að hans tíð höfðu tíðkast.

Magnús stofnaði prentsmiðju í Viðey og prentaði þar margan fræðslubæklingin fyrir almenning sem ætlaðir voru til að styðja við nauðsynlegar framfari í anda upplýsingarinnar.

Viðey er merkur sögustaður eins og fræðast má um td. á vef NAT Norðurferða.

Í eynni hafa fundist merki um mannvistir allt frá 10. öld. Árið 1225 var reist klaustur í eynni, mikið menningar- og lærdómssetur, og var svo til siðaskipta um miðja 16. öld. Í siðaskiptunum var klaustrið rænt og Viðey gerð eign danska kóngsins.

"Faðir Reykjavíkur", Skúli Magnússon fyrsti íslenski landfógetinn lét byggja Viðeyjarstofu sem embættisbústað sinn. Viðeyjarstofa er fyrsta steinhúsið sem byggt var á Íslandi og eitt elsta hús landsins en smíði hennar lauk árið 1755. Skúli stóð einnig að smíði Viðeyjarkirkju sem var tekin í notkun árið 1774 og er næstelsta kirkja landsins. Kirkjan er með upprunalegum innréttingum sem eru þær elstu á landinu.

Kirkjan hefur verið gerð upp á myndarlegan hátt og engu til kostað til að fá fram sem upprunalegustu mynd hennar.  Þá hefur umhverfi kirkjunnar og staðarins verið gert upp af miklum smekkleik - þótt smekkur manna um hvernig kirkjugarðurinn var gerður upp á sínum hafi verið mismunandi - en niðurstaðan klárlega smekkleg.

Á 19. öld bjó Stephensenættin í Viðey og þar má nefna Ólafur Stephensen fyrsta íslenska stiftamtmannsins og fer mörgum sögum af veglegum veislum sem hann hélt í eynni. Frægust er líklega veisla hans með Jörundi hundadagakonungi og manna hans - sem duttu það hressilega í það og kýldu belgin þannig fram úr hófi vegna veglegra veitinga Ólafs í fljótandi og föstu formi - að þeir höfðu ekki mátt til þess að ljúka ætlunarverki sínu - að fá Ólaf lið með sér með því að sverja Jörundi eið gegn eiðsvari Ólafs gagnvart konungi Íslands, Danmerkur, Noregs, Slésvíkur, Holsetalands og hvað lönd Danakonungs voru tiltekin á þeim tíma! 

Við hans búi tók sonur hans Magnús konferensráð sem áður getur.

Afkomandi Ólafs Stephensens er meðal annars Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri 24 stunda sem lengst af hefur verið talsmaður frjálsræðis - ekki hvað síst frjálsar verslunar - og fetað þannig í fótspor frænda síns Magnúsar sem barðist mjög fyrir frjálsri verslu.

Þá er gaman að geta þess að faðir Ólafs Stephensen ritstjóra er sr. Þórir Stephensen sem varð staðarhaldari í Viðey þegar Reykjavíkurborg endurreisti þennan merka stað á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Sr. Þórir hefur unnið ómetanlegt starf við að rifja upp sögu Viðeyjar og byggja upp tengsl landsmanna við þennan merka stað.

 


mbl.is Fjölmenni í Viðey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll.  Ættfræðin aðeins að þvælast fyrir þér Hallur. Ólafur ritstjóri 24 er ekki afkomandi Magnúsar konferenráðs Stephensen í Viðey, heldur afkomandi Stepháns bróður Magnúsar.  Ólafur téður ritstjóri 24 Stephenen er þar með afkomandi Ólafs Stephensen stiptamtmanns sem bjó í Viðeyjarstofu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.12.2007 kl. 00:28

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Kærar þakkir - átti að vita þetta! Leiðrétti þetta í hvelli!

Hallur Magnússon, 9.12.2007 kl. 11:06

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þökk fyrir það. En búseta Stephánunga minnir mig að hafi hafist í Viðey á 18. öld. Skúli lét af embætti landfógeta 1793 og var Ólafur stiptamtmaður kominn þar með forráð. Sögur eru um að Skúli hafi í fýlu húkt í rjáfri Viðeyjarstofu í umönnun stiptamtmanns.

Skúli mun vera ásamt syni sínum vera einn af fyrstu fjárdráttarmönnum  úr ríkissjóði. Það varð sjóðþurrð sem var rannsökuð ítarlega. Einhvern veginn hefur fokið yfir þessa rannsókn í minningunni/sagnfræðinni en rannsókn mun hafa sannað fjárdrátt þeirra feðga. Í raun mun Skúli hafa verið settur óviljugur úr embætti.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.12.2007 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband