Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Ekkert að ræða um ef Gunnar er bæjarstjóraefni
16.6.2009 | 08:34
Ef Gunnar Birgisson á að vera áfram bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þá hafa Framsóknarmenn ekkert við Sjálfstæðismenn að ræða. Málið snýst ekki um lagatúlkanir heldur siðferði.
Hins vegar er sjálfsagt að ræða um áframhaldandi samstarf ef Gunnar segir af sér sem bæjarstjóri.
Gunnar hittir framsóknarmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Engin eftirspurn eftir íslenskum stjórnmálamönnum erlendis!
15.6.2009 | 13:04
Það er engin eftirspurn eftir íslenskum stjórnmálamönnum erlendis. Hins vegar er mikil eftirspurn eftir íslenskum læknum erlendis - en læknar eru stór hópur þeirra sem er með heildarlaun yfir 1 milljón.
Við sjáum að það fæst gamall stjórnmálamaður til að taka að sér forsætisráðherraembættið fyrir laun sem er innan við 1 milljón. Sem reyndar eru of lág laun fyrir það djobb - og það sama má segja um þingmannsstarfið!
Ástæða of lágra launa íslenskra stjórnmálamanna er kanske sú staðreynd að það er ekki mikil eftirspurn eftir þeim erlendis.
Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af skorti á stjórnmálamönnum - þótt við þurfum að hafa áhyggjur af skorti á getu og hæfileikum þessara stjórnmálamanna - meðal annars vegna þess að öflugasta fólkið hefur verið annars staðar í vinnu á betri launum. Til dæmis hjá ríkinu.
Við þurfum hins vega að hafa áhyggjur af mögulegum skorti á læknum og öðrum sérfræðingum sem við þurfum á að halda ef það á að setja þá á laun mishæfra stjórnmálamanna. Það er nefnilega mikil eftirspurn eftir þeim erlendis!
... og ekki setjum við fyrrverandi flugfreyju í læknastarfið - ekki einu sinni jarðfræðing - þótt hann hafi uppeldis- og kennslufræðina til viðbótar!
Ekki einfalt að lækka laun ríkisstarfsmanna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikilvægt skref hjá Jóhönnu í ESB málum
15.6.2009 | 08:25
Það er mikilvægt hjá Jóhönnu Sigurðardóttur að tryggja stuðning Norðurlandanna við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Það gæti flýtt aðildarviðræðum þannig að unnt verði að greiða atkvæði um aðildarsamning samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. Það er nefnilega brýnt að taka afstöðu af eða á um aðild Íslands að ESB.
En Jóhanna þarf að tryggja stuðning fleiri en Norðurlandanna.
Það er lykilatriði að Jóhanna tryggi víðtækan stuðning á Alþingi fyrir aðildarviðræðum. Það gerir hún ekki nema tryggt verði að allir stjórnmálaflokkar komi að aðildarviðræðum sem þar að auki þurfa að vera á faglegum nótum - ekki á forsendum útbrunninna fyrrum stjórnmálamanna.
Einfaldasta leiðin fyrir Jóhönnu er að Alþingi samþykki þingsályktunartillögu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lítt breytta.
Þá er leiðin að aðildarviðræðum greið.
Vil enn og einu sinni minna á lykilatriði sem Íslendingar verða að ná fram í aðildarviðræðum eigi þjóðin að geta samþykkt aðild að ESB. Þau atriði eiga sér öll fordæmi í aðildarsamningum annarra þjóða og skipta Íslendinga miklu máli:
- Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings.
- Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
- Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
- Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
- Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.
- Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
- Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
- Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
- Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.
Segir Norðurlönd styðja ESB-umsókn Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hækka laun Jóhönnu Sigurðardóttur?
14.6.2009 | 20:09
Stefna ríkisstjórnarinnar er að engin sé með hærri laun en forsætisráðherra. 450 starfsmenn ríkisins með hærri laun er 1 milljón. Mér sýnist ljóst að Jóhanna hækki í launum á næstunni.
450 ríkisstarfsmenn með yfir 1 milljón í laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Brýnt að ganga til aðildarviðræðna við ESB - svo einfalt er málið
13.6.2009 | 10:36
Það er afar brýnt að Íslendingar gangi til aðildarviðræðna við ESB og að þjóðin geti greitt atkvæði um aðildarsamning samhliða sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Það verður að fá endanlegan botn á ESB málið með aðildarsamningi sem annað hvort verður samþykktur eða honum hafnað.
Viðreisn Íslands verður að byggja á vissu um það hvort Íslendingar verði innan ESB eða utan.
Það er afar mikilvægt að það náist sem bestur aðildarsamningur við ESB og þjóðin verður að vera þess fullviss að samningamenn Íslands hafi lagt allt af mörkum til að fá sem hagstæðastan samning. Ef samningurinn verður ekki nægilega góður og hann felldur - þá verður aldrei friður um þá niðurstöðu. Ef þjóðin er þess fullviss að samningamenn Íslands hafi lagt allt af mörkum til að fá sem hagstæðastan samning - og aðildarsamningurinn er felldur - þá er málið úr sögunni og endurreisn Íslands byggir á veru utan ESB.
Ef þjóðin er er þess fullviss að samningamenn Íslands hafi lagt allt af mörkum til að fá sem hagstæðastan samning - og samningurinn er samþykktur - þá er teningunum kastað og viðreisn Íslands byggir á veru inna ESB.
Svo einfalt er málið!
Í ljósi IceSave samningsins er ljóst að það dugir ekki að láta Samfylkingu og VG halda eina utan um aðildarviðræðurnar. Þar verður að vera þverpólitísks aðkoma og samningarnir í höndum fagmanna - ekki afdankaðra pólitíkusa - eins og í IceSave.
Svo einfalt er málið!
58 prósent fylgjandi ESB-viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Má ég frekar biðja um svarthvítan Bogart en ömurlegt eighties trash!
12.6.2009 | 22:18
Má ég frekar biðja um svarthvítan Bogart en það ömurlega eighties trash sem við þrælar ríkissjónvarpsins höfum þurft að horfa á að undanförnu fyrri part kvölds á föstudags og laugardagskvöldum!
Það er alveg ljóst að drengirnir mínir - 8 og 11 ára - bera meiri menningarlegan skaða af amerísku ömurlegum eighties trash "fjölskyldumyndum" sem sýndar eru reglulega í í ríkissjónvarpinu - en flestum svokölluðum "ofbeldismyndum" eða myndum þar sem birtist brjóst eða tvö! (Ekki það að strákarnir mínir fela sig enn oní koddan þegar kossaflensið hefst!)
Þá var nú betra á gömlu góðu svarthvítu myndirnar - en þetta helv... rusl!
Kata - elsku Kata!
Misnotaðu nú pólitíska stöðu þína og "bannaðu" þetta drasl sem haldið er að fjölskyldunum í landinu í formi "fjölskyldumynda!" hjá RÚV - sem við þurfum að greiða fyrir fáránlegan nefskatt!
Settu frekar reglugerð um að það sé skylda að sýna vandaða svarthvíta mynd - td. með Bogart - á þeim tíma sem RÚV er að klæmast með ömurlegar gamlar amrískar "fjölskyldumyndir´" á föstudögum og laugardögum!
Elsku Kata - ég veit þú ert menningarlega sinnuð - útrýmum þessum andskota úr dagskránni!
PS. Kata - þessi svokallaða "tónlits" sem leikin er undir á hljómborð - gengur frá tónlistaráhuga meðalbarns á korteri! Plís Kata!
Loftnetssjónvarpið uppfært | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Rétt hjá Ríkisendurskoðun - Árni Páll tekur forystu!
12.6.2009 | 20:10
Það er rétt hjá Ríkisendurskoðun að ráðuneytin þurfi að samræma eftirlit sitt með framkvæmd fjárlaga hjá ríkisstofnunum. Einnig að brýnt sé að gera rekstraráætlanir fyrir fleiri fjárlagaliði en hingað til og tryggja að allar slíkar áætlanir séu skráðar í bókhaldskerfi ríkisins.
Að sjálfsögðu þarf ákveðið svigrúm - en það þarf að skilgreina!
Þetta leiðir hugann að risavöxnu verkefni ríkisstjórnarinnar sem felst í að skera niður. Það mun verða sárt.
Ég verð að taka hattinn ofan fyrir Árna Páli Árnasyni - sem stýrir næst erfiðasta útgjaldaráðuneytinu! Árni Páll er búinn að ganga frá tillögum að miklum - erfiðum - niðurskurði sem hefur það markmið að koma okkur út úr efnahagskreppunni .
Ég er líka ánægður með að Árni Páll setur pressu á félaga sína í ríkisstjórninni um að koma með alvöru niðurskurðartillögur og taka þátt í nauðsynlegum, en sársaukafullum aðgerðum - til að geta byggt upp á ný.
Málið er nefnilega að það verða allir að leggja sitt lóð á vogaskálarnar!
Ástæðan fyrir því að ég er ánægður með Árna Páll er að hann sýnir gott fordæmi í næst erfiðasta útgjaldaráðuneytinu með því að koma með (vonandi) raunhæfar en erfiðar sparnaðartillögur - þannig að lúxusráðuneyti eins og utanríkisráðuneytið, umhverfisráðuneytið og menningarmálaráðuneytið - geta ekki vælt yfir því að þurfa að skera niður.
Árni Páll er reiðubúinn að taka erfiðar ákvarðanir - en hann ætlar ekki að ganga að kjörum og réttindum aldraðra, öryrkja og þeirra sem minna mega sín - nema að lúxusráðuneytin taki að sér enn meiri skerðingu.
Árni Páll er tilbúinn með sínar tillögur - spennandi verður hvort aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni hafa kjark til þess að gera slíkt hið sama!
Ég skora á stjórnarandstöðuna að hafa skilning á slíkum nauðsynllegum sparnaðartillögum - ef þær koma frá fleirum en Árna Páli - og að hún virði Árna Pál fyrir verkið - ef félagar hans í ríkisstjórninni klikka.
Farið fram á betri fjármálastjórnun ráðuneyta og ríkisstofnana. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Framsóknarliturinn kominn á Lækjartorg
12.6.2009 | 15:41
Framsóknarliturinn er kominn á Lækjartorg. Skemmtilegt!
Lækjartorgið orðið grænt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórnarflokkarnir að læra af reynslunni?
12.6.2009 | 09:04
Ríkisstjórnin virðist ætla að læra af reynslunni. Sem betur fer. Nú byrjuðu ríkisstjórnarflokkarnir að lesa tillögur í efnahagsmálum sem lagðar voru fram í stað þess áður en einstakir ráðherrar hófu að tjá sig um efni þeirra.
Hluti þess vanda sem við stöndum í í dag er vegna þess að Jóhanna Sigurðardóttir las ekki heildstæðar tillögur Framsóknarmanna við upphafi minnihlutastjórnarinnar á sínum tíma. Í stað þess að taka þeim höndum tveim og aðlaga að hugmyndum sínum - þá missti Jóhanna sig - líklega vegna misskilnings - og hrópaði tillögurnar rakalaust út af borðinu án raka. Reyndar virðist Jóhanna ekki enn hafa lesið þær tillögur - hvað þá að hún skilji þær.
En batnandi mönnum er best að lifa og jákvætt að ríkisstjórnarflokkarnir lesa nú fyrst - og ræða málin svo.
Lýstu ánægju með tillögur sjálfstæðismanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er sammála Jóhönnu Sigurðardóttur!
11.6.2009 | 11:55
Ég er sammála Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um að núverandi fyrirkomulag um embættismenn sé óviðunandi og þurfi að endurskoða.
Fyrsta skrefið er einfaldlega að endurskoða framkvæmd ákvæðis um 5 ára skipan embættismanna. Það gæti meira að segja dugað!
Að sjálfsögðu á framkvæmdin að vera sú að eftir 5 ára skipunartímabil embættismanns verði staða hans auglýst laus til umsóknar. Samkeppnisstaða embættismannsins ætti að vera sterk svo fremi sem hann hafi staðið sig vel í starfi - en það á ekki að vera sjálfgefið að hann geti gengið sjálfkrafa inn í nýtt 5 ára skipunartímabil ef hann óskar eftir því - en þannig hefur framkvæmdin verið.
Sú framkvæmd hefur í raun eyðilagt grunninn að sólarlagsráðningunni.
PS. Þótt ég hafi oft gagnrýnt Jóhönnu hart - þá fer því fjarri að þetta sé í eina skiptið sem ég er sammála henni. Ég er oft sammála henni :)
Vill endurskoða reglur um embættismenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)