Ég er sammála Jóhönnu Sigurðardóttur!

Ég er sammála Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um að núverandi fyrirkomulag um embættismenn sé óviðunandi og þurfi að endurskoða.

Fyrsta skrefið er einfaldlega að endurskoða framkvæmd ákvæðis um 5 ára skipan embættismanna. Það gæti meira að segja dugað!

Að sjálfsögðu á framkvæmdin að vera sú að eftir 5 ára skipunartímabil embættismanns verði staða hans auglýst laus til umsóknar. Samkeppnisstaða embættismannsins ætti að vera sterk svo fremi sem hann hafi staðið sig vel í starfi - en það á ekki að vera sjálfgefið að hann geti gengið sjálfkrafa inn í nýtt 5 ára skipunartímabil ef hann óskar eftir því - en þannig hefur framkvæmdin verið.

Sú framkvæmd hefur í raun eyðilagt grunninn að sólarlagsráðningunni.

PS.  Þótt ég hafi oft gagnrýnt Jóhönnu hart - þá fer því fjarri að þetta sé í eina skiptið sem ég er sammála henni. Ég er oft sammála henni :)


mbl.is Vill endurskoða reglur um embættismenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Mjúki maðurinn mættur aftur!!Kv. B

Baldur Kristjánsson, 11.6.2009 kl. 12:10

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eru embættismenn eitthvert sérstakt mannkyn? Það er yfirleitt talað um þennan flokk manna eins og þeir standi til hliðar og tilheyri ekki okkur hinum og séu nánast ósnertanlegir. Þeir sjálfir eru hvað best meðvitaðir um þennan skilning.

Þetta núverandi fyrirkomulag kann að vera skýringin á því hvers vegna margir embættismenn telja sig þess umkomna að koma fram við fólk fullir hroka, stærilætis og drýginda.

Ég er fullkomlega sammála að þetta kerfi þarf að brjóta niður og endurskapa.

Af hverju ætti einhver 5 ára ráðning að vera meginreglan. Er ekki eðlilegast að þessir menn (og konur) sé ráðnir rétt eins og aðrir og sagt upp rétt eins og öðrum með venjulegum fyrirvara?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.6.2009 kl. 12:34

3 identicon

Sammála og það mætti hafa það með að Alþingismenn gætu bara verið 2 kjðrtimabil á þingi.Þvi að það er margsannað að völd spilla

i skulason (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 12:41

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Axel, það má auðveldlega færa rök fyrir 5 ára skipunartíma embættismanna því annars gætu þeir um of verið háðir duttlungum stjórnmálamannanna sem ráða þá (og þá reka líka). En staðan getur að sjálfsögðu verið sú sem hún er nú, að mismálefnalega hafi verið skipað í embættin og að menn hafi margt annað að verja en sinn eigin starfsheiður.

Þess vegna er ég sammála Halli, að það eigi alltaf að auglýsa stöður embættismanna lausar til umsóknar þegar 5 ára skipunartíma er að ljúka.

Elfur Logadóttir, 11.6.2009 kl. 23:21

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Kannski réttast að hætta að láta stjórnmálamenn ráða embættismenn. Setja allar umsóknir fyrir óháða matsnefnd og hennar úrskurður um hæfi alltaf að gilda.

Páll Geir Bjarnason, 12.6.2009 kl. 03:05

6 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég tek undir þessi orð þín. Þó ég sé ekki alltaf sammála Jóhönnu þá er ég það oftar en ekki.

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 12.6.2009 kl. 05:39

7 Smámynd: Elfur Logadóttir

Páll, það er einnig góð hugmynd - en hvernig ætlarðu að skipa í matsnefndina? Verður það þá ekki bara í staðinn vinsælasti staðurinn til að vera á?

Elfur Logadóttir, 12.6.2009 kl. 12:23

8 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það er auðvitað alltaf hættan en væntanlega er hægt að útfæra það á einhvern hátt til að lágmarka þá hættu. T.d. þverpólitíska/ópólitíska nefnd jafningja sem verða að komast að einróma niðurstöðu, svona dálítið eins og bandaríska kviðdómakerfið. Aðalatriðið er að það þyrfti að útfæra svona lagað mjög vel. Þetta embættismannakerfi sem við höfum núna er ansi götótt og illa upp byggt að mörgu leiti.

Páll Geir Bjarnason, 13.6.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband