Rétt hjá Ríkisendurskoðun - Árni Páll tekur forystu!

Það er rétt hjá Ríkisendurskoðun að ráðuneytin þurfi að samræma eftirlit sitt með framkvæmd fjárlaga hjá ríkisstofnunum. Einnig að brýnt sé að gera rekstraráætlanir fyrir fleiri fjárlagaliði en hingað til og tryggja að allar slíkar áætlanir séu skráðar í bókhaldskerfi ríkisins.

Að sjálfsögðu þarf ákveðið svigrúm - en það þarf að skilgreina!

Þetta leiðir hugann að risavöxnu verkefni ríkisstjórnarinnar sem felst í að skera niður. Það mun verða sárt.

Ég verð að taka hattinn ofan fyrir Árna Páli Árnasyni - sem stýrir næst erfiðasta útgjaldaráðuneytinu! Árni Páll er búinn að ganga frá tillögum að miklum - erfiðum - niðurskurði sem hefur það markmið að koma okkur út úr efnahagskreppunni .

Ég er líka ánægður með að Árni Páll setur pressu á félaga sína í ríkisstjórninni um að koma með alvöru niðurskurðartillögur og taka þátt í nauðsynlegum, en sársaukafullum aðgerðum - til að geta byggt upp á ný.

Málið er nefnilega að það verða allir að leggja sitt lóð á vogaskálarnar!

Ástæðan fyrir því að ég er ánægður með Árna Páll er að hann sýnir gott fordæmi í næst erfiðasta útgjaldaráðuneytinu með því að koma með (vonandi) raunhæfar en erfiðar sparnaðartillögur - þannig að lúxusráðuneyti eins og utanríkisráðuneytið, umhverfisráðuneytið og menningarmálaráðuneytið - geta ekki vælt yfir því að þurfa að skera niður.

Árni Páll er reiðubúinn að taka erfiðar ákvarðanir - en hann ætlar ekki að ganga að kjörum og réttindum aldraðra, öryrkja og þeirra sem minna mega sín - nema að lúxusráðuneytin taki að sér enn meiri skerðingu.

Árni Páll er tilbúinn með sínar tillögur - spennandi verður hvort aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni hafa kjark til þess að gera slíkt hið sama!

Ég skora á stjórnarandstöðuna að hafa skilning á slíkum nauðsynllegum sparnaðartillögum - ef þær koma frá fleirum en Árna Páli - og að hún virði Árna Pál fyrir verkið - ef félagar hans í ríkisstjórninni klikka.


mbl.is Farið fram á betri fjármálastjórnun ráðuneyta og ríkisstofnana.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...þetta segir www.jonas.is

12.06.2009
Enga pólitíska ráðuneytisstjóra
Afleit er hugmynd Árna Þórs Sigurðssonar þingsmanns og Jóhönnu forsætis um pólitíska ráðuneytisstjóra. Vilja, að stjórar komi og fari með ráðherrum. Þetta á að vera leið til að losna við kvígildi á borð Baldur Guðlaugsson, sem neitar að hætta. Árni og Jóhanna vilja kasta barninu út með baðvatninu. Við þurfum ópólitíska ráðuneytisstjóra til að hafa aga og reglu á ríkinu. Við þurfum að efla siðferði ráðherra, svo að þeir ráði ekki pólitíkusa í þetta starf. Við skulum vona, að botnlaust siðleysi Davíðs Oddssonar snúi ekki til baka. Við skulum því halda okkur við hefðina, en bæta hana bara.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.6.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband