Engin eftirspurn eftir íslenskum stjórnmálamönnum erlendis!

Það er engin eftirspurn eftir íslenskum stjórnmálamönnum erlendis. Hins vegar er mikil eftirspurn eftir íslenskum læknum erlendis - en læknar eru stór hópur þeirra sem er með heildarlaun yfir 1 milljón.

Við sjáum að það fæst gamall stjórnmálamaður til að taka að sér forsætisráðherraembættið fyrir laun sem er innan við 1 milljón. Sem reyndar eru of lág laun fyrir það djobb - og það sama má segja um þingmannsstarfið!

Ástæða of lágra launa íslenskra stjórnmálamanna er kanske sú staðreynd að það er ekki mikil eftirspurn eftir þeim erlendis.

Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af skorti á stjórnmálamönnum - þótt við þurfum að hafa áhyggjur af skorti á getu og hæfileikum þessara stjórnmálamanna - meðal annars vegna þess að öflugasta fólkið hefur verið annars staðar í vinnu á betri launum. Til dæmis hjá ríkinu.

Við þurfum hins vega að hafa áhyggjur af mögulegum skorti á læknum og öðrum sérfræðingum sem við þurfum á að halda ef það á að setja þá á laun mishæfra stjórnmálamanna. Það er nefnilega mikil eftirspurn eftir þeim erlendis!

... og ekki setjum við fyrrverandi flugfreyju í læknastarfið - ekki einu sinni jarðfræðing - þótt hann hafi uppeldis- og kennslufræðina til viðbótar!


mbl.is „Ekki einfalt að lækka laun ríkisstarfsmanna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi hugmynd Jóhönnu að engin má hafa hærri laun en hún er ein sú fáranlegasta sem hún hefur fengið síðustu misseri.  Þetta náttúrulega hljómar vel sem slagorð á landsfundi en í praxís gengur hún ekki upp.  Ef þetta verður raunin munum við standa frammi fyrir atgervisflótta á háu stigi.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 13:51

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ef þetta verður raunin munum við standa frammi fyrir atgervisflótta á háu stigi.

miðað við atgervið sem við höfum upplifað í þessu ríkiskerfi þá má sá flótti alveg vera stórkostlegur... þessir menn fá ekki vinnu hjá einkaaðlinum á svona launum.. pottþétt

Óskar Þorkelsson, 15.6.2009 kl. 16:03

3 Smámynd: Sigurður Geirsson

þessir menn fá ekki vinnu hjá einkaaðlinum á svona launum.. pottþétt

Æ þessi gamla lumma enn og aftur. Óskar minn, nýjustu rannsóknir sýna að opinberir starfsmenn bera nefnilega af þeim sem vinna á einkamarkaðnum, þar sem það er svo miklu erfiðara að vinna hjá hinu opinbera vegna allra þeirra mismunandi sjónarmiða sem í pólitík ríkir, en eins og þú veist þá eru það pólitíkusar sem einmitt ráða opinbera kerfinu.

Síðan þarf maður náttúrulega ekki að minnast á það að það voru einmitt starfsmenn einkaaðila sem misnotuðu aðstöðu sína og eru búnir að rústa efnahag landsins, ekki opinberir starfsmenn. Þarf frekari vitnana um að opinberir starfsmenn eru betri en þeir sem vinna hjá einkaaðilum????? Þeir eru bara á lélegri launum við það en starfsmenn í einkageiranum.

Sigurður Geirsson, 15.6.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband