Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Af hverju spyr Siv ekki bara Baldur ráðuneytisstjóra?

Það er greinilegt að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins vill ekki vita neitt um IceSave. Kannske vonar hann að IceSave klúðrið hverfi bara af sjálfu sér!

En hvernig væri að Siv spyrði bara Baldur ráðuneytisstjóra?

Hann kynni að vita eitthvað sem Árni veit ekki. Allavega leist honum ekki á ástandið í haust og seldi hlutabréfin sín í Landsbankanum fyrir hrunið!

Kannske var það bara Davíð sem hringdi í Baldur og saði honum frá 0% líkunum - og Baldur hlustaði - ólíkt Geir!


mbl.is Siv spyr enn um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bein tengsl milli ríkistjórnar íhalds og krata og atvinnuleysis!

Það er alveg merkilegt að það virðast vera bein tengsl á milli ríkisstjórna íhalds og krata og fjöldaatvinnuleysis!  

Síðast var fjöldaatvinnuleysi í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á árunum upp úr 1990.  Þar áður í Viðreisnarstjórninni.

Merkileg tilviljun!


mbl.is Yfir 8 þúsund á atvinnuleysisskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðför anarkista að lýðræðislegum rétti almennings

Aular úr hópi anarkista gerðu aðför að mikilvægum lýðræðislegum rétti almennings sem hingað til hafa átt greiðan aðgang að áhörfendapöllum Alþingis. Eðlileg viðbrögð Alþingis væri að tryggja öryggi þingmanna og starfsmanna Alþingis með því að takmarka aðgang okkar hinna venjulega Íslendinga að Alþingi og vísa þessi í stað til beinna útsendinga í sjónvarpi ef fólk vill fylgjast með því sem er að gerast á þingi hverju sinni.

Það hefur verið einkenni á íslensku samfélagið að forsetinn, ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn hafa getað stunda vinnu sína án þess að eiga á hættu að gerður sé að þeim aðsúgur eða þeir hafi þurft að óttast ofbeldi. Þetta fólk hefur getað gengið

Hefð hefur verið fyrir friðsömum mótmælum enda hafa Íslendingar alltaf getað komið athugasemdum sínum og mótmælum á framfæri án þess að grípa til skrílsláta.

Þessir tímar virðast því miður verið að baki. Allt vegna aulaskapar nokkurra ungmenna í hasarleik.


mbl.is Siv: Vildi helst hlaupa í felur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siv Friðleifsdóttir afhjúpar enn samskiptaleysi innan ríkisstjórnar

Siv Friðleifsdóttir hefur verið í ham í þinginu á undanförnum vikum - eins og reyndar Birkir Jón Jónsson - en þau hafa saumað að ráðalítilli ríkisstjórn. Enn hefur Siv afhjúpað samskiptaleysi innan ríkisstjórnar, en nú hefur fjármálaráðherra viðurkennt að hafa ekki vitað það sem forsætisráðherra og aðalbankastjóri Seðlabanka vissu - það að fyrir lá tilboð breska fjármálaeftirlitsins um að færa Icesave-reikninga Landsbankans í breska lögsögu sunnudaginn 5. október.

Við værum væntanlega í öðrum málum ef ríkisstjórn og Seðlabanku hefði unnið vinnuna sína þá og vikurnar á undan!

Þetta kemur fram í frétt á www.dv.is þar sem semgir ma.:

"Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, segir að sunnudaginn 5. október síðastliðinn hafi yfirmenn Seðlabankans, forsætisráherra og nánir aðstoðarmenn hans, vitað um tilboð breska fjármálaeftirlitsins um að færa Icesave-reikninga Landsbankans í breska lögsögu sunnudaginn 5. október. Hann segir að um þetta séu til bréflegar heimildir.

Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, spurði Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, hvort hann hefði vitað um slíkt tilboð breska fjármálaeftirlitsins gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu í reiðufé.
Í skriflegu svari neitar Árni því að hafa vitað um slíkt tilboð en ber ekki brigður á að slíkt tilboð hafi verið til."

 


mbl.is Ólæti á þingpöllum
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Tækifæri í auknum markaði fyrir hrefnukjöt á Japansmarkaði!

Það hlýtur að skapast aukin tækifæri fyrir okkur Íslendinga fyrir sölu á hrefnukjöti til Japans fyrst Norðmenn eru að gugna á sölu kjöts þangað! Ekki veitir okkur af að afla gjaldeyris.

Vandamálið er bara ráðherra sem berst bæði gegn auknum gjaldeyristekjum með aukinni framleiðslu áls og með því að nýta hrefnuna - þessa auðlind hafsins okkar!


mbl.is Norðmenn efast um að þeir sendi meira hrefnukjöt til Japans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinræktaðan íslenskan hund í Hvíta húsið!

Er ekki rétt að íslenska þjóðin gefi framsóknarmanninum Obama hreinræktaðan íslenskan hund í Hvíta húsið!
mbl.is Pitbull fyrir Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk sveitarfélög og skattar renni beint til sveitarfélaganna!

Það er rétt hjá vinstri grænum að sveitarfélögin í landinu gegni lykilhlutverki í endurmótun samfélagsins.

Ég hef lengi talað fyrir því að sveitarfélögin eigi að stækka enn frekar en orðið er og að þau eigi að sjá um rekstur alls þess opinbera reksturs sem unnt er að reka á grunni sveitarfélaganna.

Þá eiga skattar að sjálfsögðu að renna beint til sveitarfélaganna og sveitarfélögin greiða útsvar til ríkisins til þess að standa undir sameiginlegri þjónustu ríkisins.


mbl.is Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaddafi nýjasti vinur Geirs?

Geir boðaði það á sínum tíma að þegar gamlir vinir bregðast þá sé bara að leita nýrra. Í kjölfarið komu fréttir um Rússalán.

Ætli Gaddafi verði nýjasti vinur Geirs?

Lýbíumenn ætla að sjá um að borga innistæður sparifjáreigenda Kaupþings í Lúxembúrg, Sviss og Belgíu. Það ætti að hjálpa Geir! Við getum kannske í kjölfarið selt Líbýumönnum vatn og lambakjöt. Jafnvel eitthvað fleira.

Þeir yrðu flottir saman, Gaddafi, Pútín og Geir!


mbl.is Eignast líbýskur banki Kaupþing í Lúxemborg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Étum íslenskt, nammi namm!

Eigum við ekki bara að éta íslenskt lambakjöt, nautakjöt og hrossakjöt! Ummm! Grilluð hrossalund!  Má ég frekar biðja um slíkt en írskt svínakjöt!


mbl.is Funda vegna írsks svínakjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frysting höfuðstólsgreiðslna ekki nóg!

Það er gaman að heyra hinn virta fræðimann Gylfa Magnússon dósent taka undir málflutning minn um að það þurfi tímabundið að draga úr afborgunum fólks af verðtryggðum lánum. Hins vegar dugir ekki að frysta einungis höfuðstólsgreiðslur hjá þeim sem tekið hafa lán undanfarin ár vegna þess að verðtryggð húsnæðislán eru annuitetsllán.

Gylfi hlýtur því að vera að ræða um almenn verðtryggð lán með jöfnum afborgunum sem virka öðruvísi.

Verðtryggðu húsnæðislánin eru annuitetslán einsog áður sagði - sem þýðir að ef engin væri verðbólgan þá myndi afborgun af lánunum vera sú sama allan lánstímann. Vaxtagreiðslan af láninu dreifist á allan lánstímanna. Þess vegna er hlutfall vaxtagreiðslna mjög hátt fyrstu árin, en hlutfall greiðslu af höfuðstól frekar lágt. Höfuðstóllinn lækkar því lítið fyrri part lánstímans en hratt síðari hluta lánstímans.

Vegna þessa þá munar tiltölulega litlu í greiðslubyrðinni þótt höfuðstóll sé frystur fyrri hluta lánstímans - aðalgreiðslubyrðin þá felst í vöxtum. Hins vegar munar mikið um slíka fystingu á síðari hluta lánstímans þegar meginhluti afborganna fer í að greiða niður höfuðstólinn.

Lausnin er sú að geta bæði fryst greiðslur af vöxtum, höfuðstól og verðbótum. Greiðslubyrðin taki mið af greiðslugetu hvers og eins fyrir sig - en það sem út af stendur verði fryst til dæmis í 3 ár. Þá verði tekin afstaða til þess hvernig farið verði með þann hluta lánsins sem hefur verið frystur.

Fyrir flesta er líklegt að unnt sé að standa undir greiðslum í kjölfar kreppunar, fyrir aðra er þörf að lengja í láninu til þess að lækka greiðslubyrðina og væntanlega verður einhver hópur sem getur ekki staðið undir láninu. Þá þarf sértækar aðgerðir til að leysa úr vanda þess hóps.

Ég hef bent á tvær leiðir til þess að ákvarða fjárhæð afborganna og þar af leiðir hversu mikið verði fryst.

Einfaldasta leiðin er að ákvarða að ákveðið fast hlutfall af brúttólaunum fari til greiðslu íbúðalána ef fólk sækir um að frysta hluta afborgana sinna.

Flóknari leið - en að mörgu leiti æskileg leið - er að fólk fari gegnum greiðslumat og í kjölfar þess ákvarðað hvaða fjárhæð fjölskyldan getur greitt í afborganir af íbúðalánum og afgangurinn frystur í til dæmis þrjú ár.  Kosturinn við þessa leið er sú að við greiðsluamt er farið í gegnum öll fjármál fjölskydunar og unnt að ganga frá yfirlitum og greiðsluáætlunum til að standa undir öðrum skuldbindingum og útgjöldum fjölskyldunnar.  Fjölskyldan fær þá mikilvægt stöðumat á eigin fjárhagslega stöðu.

 


mbl.is Frysting jafnvel óhjákvæmileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband