Bein tengsl milli ríkistjórnar íhalds og krata og atvinnuleysis!

Það er alveg merkilegt að það virðast vera bein tengsl á milli ríkisstjórna íhalds og krata og fjöldaatvinnuleysis!  

Síðast var fjöldaatvinnuleysi í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á árunum upp úr 1990.  Þar áður í Viðreisnarstjórninni.

Merkileg tilviljun!


mbl.is Yfir 8 þúsund á atvinnuleysisskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The bigot

Og þegar pilsin styttast hækka hlutabréfin og svo öfugt þegar þau síkka!

The bigot, 9.12.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Dunni

Ekki gleyma því Hallur að atvinnuleysið sem nú ríður yfir þjóðina er að stórum hluta á ábyrgð Framsóknar. Halldór er arkitektinn af gersamlega misheppnuðu kvótakerfi og Valgerður sá um að einkavinavæða framsóknarhlutann af bönkunum.  Síðan kom Finnur og fleiri ránfuglar og eyddu um efni fram.  Eftir stendur svo þjóðin, hinn almenni launamaður, og þarf að borga brúsann og moka út úr illa þefjandi framsóknarfjósinu.

Dunni, 9.12.2008 kl. 12:59

3 identicon

Ég segi: framsóknarmenn eru ekki trúverðugir eftir að hafa setið í ríkisstjórn í 12 ár og virkað sem hækja við íhaldið.  Annað: Hef verið að lesa blogg ýmissa framsóknarmanna og þar kemur oft fyrir slagorðið "manngildi ofar auðgildi".  Var ekki auðgildið miklu ofar hjá framsóknarmönnum þegar leyft var að veðsetja fiskveiðikvótann?  Ég kaus einu sinni xb geri það ekki aftur.

Jóhann Pétursson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 14:43

4 identicon

Halldór er arkitektinn að uppbyggingunni hér síðustu 12 árin.  Atvinnustefna Framsóknar á 12 ára ferli ríkisstjórnar B + D gerði kraftaverk.  Þeim er tóku við á síðasta ári báru ekki gæfu til að taka við keflinu.

Aðgerða er þörf á ný ?

Ágúst Jónatansson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 15:02

5 Smámynd: Jónas Egilsson

Sæll Hallur

Ertu að segja að það sé íhaldinu og krötum að kenna að síldin hvarf af miðnum á 7. áratug síðustu aldar? Eins er þá þeim að kenna að hafís kom á land á sama tíma og Surtsey varð til o.s.frv.? Hvað með Vestmannaeyjagosið og Kröfulelda? En af hverju stafa ógöngur Framsóknarmanna?

Er þetta ekki fulleinföld skýring hjá þér og hæfir hún manni í þinni stöðu?

Jónas Egilsson, 9.12.2008 kl. 15:13

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Elskurnar mínar.

Einhvern veginn kemur það mér ekki á óvart að þið hraunið yfir Framsóknarflokkinn - sem var gagnrýndur harðlega árið 1995 - síðast þegar fjöldaatvinnuleysi sem virðist fylgja ríkisstjórnum íhalds og krata - fyrir að lofa 12 þúsund störfum á kjörtímabilinu.

Framsókn stóð við 12 þúsund störfin og vel það.

Enda hefur það alltaf verið ríkisstjórn með Framsóknarflokknum sem tekið hafa við í kjölfar fjöldaatvinnuleysis og skapað atvinnu.

En ég er ekki að saka sjálfstæðismenn og krata fyrir að skapa atvinnuleysi.  Einungis að benda á þessa sérstöku staðreynd að það virðast vera bein tengsl á milli ríkisstjórna íhalds og krata og fjöldaatvinnuleysis!

Varpa því fram að það sé merkileg tilviljun! 

Er það ekki merkileg tilviljun?

Hallur Magnússon, 9.12.2008 kl. 15:44

7 Smámynd: Jónas Egilsson

Því miður Hallur, er hvorki þörf að "hrauna" yfir Framsóknarflokkinn eða stefnumál hans eða annað honum tengt. Framsókarmenn virðast fullfærir um það sjálfir.

Varðandi þessar tilviljanir sem þú gerir að umræðuefni eða ekki tilviljanir, hafa lítið eða ekkert með stjórnmálaflokka að gera, eins og jafnvel upplýstur maður og þú ert hlýtur að sjá. Reyndar komu framsóknarmenn að stjórn landsins á árum kreppunnar fyrir stríð, ef ég man rétt. En þú þekkir það e.t.v. betur en ég.

En venjulega þykir það farsælla að reyna að afla stuðnings við eigin verðleika, en hamast á meintum göllum annarra. En sem væntanlegs þátttakanda í stjórnmálum landsins, læt ég þér eftir að velja þér þín bestu vopn.

Jónas Egilsson, 9.12.2008 kl. 22:55

8 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

"En venjulega þykir það farsælla að reyna að afla stuðnings við eigin verðleika, en hamast á meintum göllum annarra." (Jónas Egilsson)

Vel mælt hjá þér, Jónas. Því miður gengur okkur misvel að halda okkur við þetta. Það er hálfgerð þjóðaríþrótt nú um daga að hnýta í þá ráðamenn sem okkur finnst standa sig illa.

Sem framsóknarmaður fylgist ég með mörgum framsóknarbloggum. Ég tek til dæmis eftir að Birkir Jón Jónsson er alltaf í málefnunum en ekki í þessum hnýtingum. Gott hjá honum.

"Varpa því fram að það sé merkileg tilviljun!  Er það ekki merkileg tilviljun?" (Hallur #6)

Jú, reyndar. En er eitthvert samhengi þarna á milli?

Einar Sigurbergur Arason, 10.12.2008 kl. 01:49

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Einar!

Stóra spurningin er hvort eitthvað samhengi sé þarna á milli!

Í núverandi ríkisstjórn hefur Samfylkingin ekki verið neitt sérstaklega að vinna að atvinnuuppbyggingu sem skapa störf - því miður!

Jónas:

"En venjulega þykir það farsælla að reyna að afla stuðnings við eigin verðleika, en hamast á meintum göllum annarra."

Ég get verið þér sammála í þessu. Umfjöllun andstæðinga Framsóknarflokksins um flokkinn byggist almennt ekki á þessu prinsippi - heldur oftast á órökstyddum sleggjudómum.  Mönnum finnst það yfirleitt í lagi - en væla eins og stungnir grísir ef svarað er í sömu mynt.

Áskil mér áfram rétt að slá til baka einstaka sinnum við beltisstað þegar ég blogga um afglöp annarra flokka - fer sjaldnast neðar í skeytum mínum.

En vona að það sé stundum eiotthvað málefnalegt!

Hallur Magnússon, 10.12.2008 kl. 09:44

10 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Hallur: Ég er sammála því að Samfylkingin er ekki búin að gera neitt stórkostlega hluti fram að þessu í núverandi stjórn. Það er alveg gagnrýni vert. Gleymum ekki að "gagnrýni" þýðir samkvæmt orðinu "að rýna til gagns", til að herða viðkomandi til betri verka. Þó ég sé ekki Samfylkingarmaður þá óska ég þeim góðs, meðal annars að þeir bæti sig. Ég vil gjarnan sjá fleiri stjórntæka flokka á þingi en Framsókn og Íhald. Ef við höldum áfram að þurfa að vinna til hægri þegar B á að vera með í starfhæfri stjórn, þá virkar það einhæft á kjósendur. Við nutum meira fylgis áður fyrr þegar við vorum keppinautar D og B+D samstarf ekki reglan, þó það gerðist stundum inn á milli.

Spurning mín er þessi: Sérðu samhengi í þessari "tilviljun" á þann veg að í fyrri stjórnum D+A hafi stjórnin staðið sig illa, þó svo ýmis ytri slæm skilyrði hafi líka unnið tjón.

Einar Sigurbergur Arason, 11.12.2008 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband