Siv Friðleifsdóttir afhjúpar enn samskiptaleysi innan ríkisstjórnar

Siv Friðleifsdóttir hefur verið í ham í þinginu á undanförnum vikum - eins og reyndar Birkir Jón Jónsson - en þau hafa saumað að ráðalítilli ríkisstjórn. Enn hefur Siv afhjúpað samskiptaleysi innan ríkisstjórnar, en nú hefur fjármálaráðherra viðurkennt að hafa ekki vitað það sem forsætisráðherra og aðalbankastjóri Seðlabanka vissu - það að fyrir lá tilboð breska fjármálaeftirlitsins um að færa Icesave-reikninga Landsbankans í breska lögsögu sunnudaginn 5. október.

Við værum væntanlega í öðrum málum ef ríkisstjórn og Seðlabanku hefði unnið vinnuna sína þá og vikurnar á undan!

Þetta kemur fram í frétt á www.dv.is þar sem semgir ma.:

"Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, segir að sunnudaginn 5. október síðastliðinn hafi yfirmenn Seðlabankans, forsætisráherra og nánir aðstoðarmenn hans, vitað um tilboð breska fjármálaeftirlitsins um að færa Icesave-reikninga Landsbankans í breska lögsögu sunnudaginn 5. október. Hann segir að um þetta séu til bréflegar heimildir.

Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, spurði Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, hvort hann hefði vitað um slíkt tilboð breska fjármálaeftirlitsins gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu í reiðufé.
Í skriflegu svari neitar Árni því að hafa vitað um slíkt tilboð en ber ekki brigður á að slíkt tilboð hafi verið til."

 


mbl.is Ólæti á þingpöllum
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eftir því sem framsókn talar meira rýrnar fylgið.... síðast 4.5%

Jón Ingi Cæsarsson, 8.12.2008 kl. 15:42

2 identicon

Það er bara ekki nóg að stjórnarandstaðan saumi að fólki sem situr sem fastast hvað sem á gegnur. Á meðan stjórnarandstaðan er algerlega valdalaus, þjónar Alþingi ekki því hlutverki að vera útvörður lýðræðisins.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:44

3 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Eva:

Hvernig væri þá að reyna að koma með hugmyndir að því hvernig "útvörður lýðræðisins" ætti að vera, í stað þess að blaðra eitthvað útí loftið um eitthvað sem liggur í augum uppi, þ.e.a.s. að stjórnarandstaðan sé valdalaus.

Það er ekki nóg að mótmæla og mótmæla öllum sköpuðum hlutum, án þess að geta komið með nokkra einustu hugmynd um hvað ætti að gera betur.....

Fólk er ekki kallað atvinnumótmælendur að ástæðulausu, vegna þess einfaldlega að mikið er gjammað, en lítið komið fram með hugmyndir.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 15:51

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Jón Ingi - góður

Hallur ég hélt þú værir hættur þessu framsóknaræði

Jón Snæbjörnsson, 8.12.2008 kl. 16:05

5 identicon

Hallur ég trúi ekki Björgólfsfeðgum og engum af þessu útrásarliði og svo held ég að Siv ætti nú kannski ekki að hrópa voðahátt meirihlutinn af þessu klúðri er komið frá framsókn rétt eins og sjálfstæðisflokknum. En þú Skorrdal skrifar eins og versti götustrákur vandaðu orðalagið

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:53

6 identicon

Ingólfur, ef þig langar að kynna þér hugmyndir mínar um lýðræði skal ég gjarnan setjast niður með þér og setja þig inn í málið. Þangað til geturðu dundað þér við að lesa hugmyndir mínar um leiðir út úr kreppunni hér: http://www.nornabudin.is/sapuopera/2008/12/post_240.html  og hér: http://www.nornabudin.is/sapuopera/2008/12/leiir_til_lausna_2.html

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:21

7 identicon

Siv er öflugur stjórnmálamaður sem hefur að undanförnu skotið fast og bent á veikleika hjá núsitjandi stjórn. Halldór Ásgrímsson setti hana til hliðar á sínum tíma til að ota sínum tota og persónulega metnaði, - ekki hagsmunum framsóknarflokksins - sem allir vita hvernig endaði. Siv elfdist við mótlætið og er sterkari á eftir. Hún er nú einn af öflugustu talsmönnum stjórnarandstöðunnar. Þegar þetta er skrifað hafa 6 athugasemdir birst. Aðrir en Eva og Guðrún Vestfirðingur fjalla ekkert um efni þess sem Hallur skrifar um í bloggi sínu. Svo spyr ég Guðrúnu hvort virkilega haldi því fram að fyrrverandi stjórnarmeirihlutaþingmaður geti ekki gagnrýnt. Ef grant er skoðað eru þá ekki fáir sem gætu talað.

Jón Tynes (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:29

8 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Ég er sammála Halli um að Siv og Birkir Jón hafa reynst beitt í ræðustörfum á þingi.

Ég hins vegar geri fyrirvara við að DV og Björgólfsfeðgar séu áreiðanlegustu heimildir sem við finnum. Að minnsta kosti ekki DV. Björgólfsfeðgar eru öðrum megin við borðið og það hefur ekki fengist staðfest að þetta sé rétt hjá þeim. Sé þetta til skriflegt þá hlýtur það að fást staðfest fyrr en síðar.

Einar Sigurbergur Arason, 8.12.2008 kl. 18:05

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Guðrún!

IceSave klúðrið er 100% í boði núverandi ríkisstjórnar - og gæðinga hennar í bankaheimum. Þýðir ekki að blanda Framsóknarflokknum í það.

Með þessu er ég ekki að hvítþvo ábyrgð Framsóknarflokksins á núverandi efnahagsástandi - en IceSave er fullkomið klúður sem komst á í tíð bankamálaráðherra Samfylkingar - sem klúðraði málinu með félögum  sínum í ríkisstjórn.

Hallur Magnússon, 8.12.2008 kl. 18:20

10 identicon

Tekið af vef Landsbankans núna rétt áðan:

"Icesave - Landsbanki's online deposits programme - was launched in the United Kingdom in October 2006 to further diversify the bank's funding structure. Building on its success in the UK, Icesave has expanded into continental Europe by launching in the Netherlands in May 2008, with further launches planned to take place in 2008 and 2009"

Þannig að þetta hófst nú allt saman í tíð Framsóknar ekki satt?  

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:26

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Eygló!

Það að opna innlánsreikninga í bankanum er eitt.   Stóraukið umfang, óásættanleg áhætta og mikil útbreiðsla IceSave hefur öll verið á vakt núverandi bankamálaráðherra - sem hraut nánast á vaktinni. Ekki í stjórnartíð Framsóknarflokksins.

Hallur Magnússon, 8.12.2008 kl. 18:35

12 identicon

Forstjóri FME (sem er svo sem ekki hlutlaus) hefur lýst því að FME hafi ekki haft neitt tæki í höndunum til að hemja vöxtinn, Seðlabankinn hefði hugsanlega getað beitt bindiskyldu en gerði ekki, Breska "FEM-ið" hefði getað (og gerði kanksi) ath.semdir við lausafjárstöðu´bankans í UK.

Þegar Landsbankinn tók þá siðlausu en kanski löglegu ákvörðun að hefja töku innlána á sparifé breskra árið 2006, sem viðbrögð við "minikrisunni" 2006 (þ.e. þegar þeir loksins áttuðu sig á því að það væri ekki hægt að treysta á ótakmarkaðar lánalínur erlendar), þá var leikurinn þegar tapaður fyrir ísl. þjóðina, því að hún var sett að veði fyrir 21.000 euro á hvern reikning venjulegs sparifjáreigienda án þess að vera spurð að því. Af hverju vorum við ekki upplýst þá um þetta, almenningur á Íslandi? . Það er ekki HÆGT, hvorki þá, fyrr eða héðan í frá, að treysta óheftu einkaframtaki til að hafa hag allra að leiðarljósi. Enda kom það berlega í ljós. Það þýðir ekkert að vera að kenna lausafjárkreppu um afleiðingar þessa siðlausu ákvörðunar þeirra í Landsbankanum (og Kaupþingi síðar með Edge reikingana). Einkaframtakið má ekki sleppa lausu óheftu, við erum að súpa seiðið af því. Og framsókn tók ásamt íhaldinu mélin út ur munninum á einkaframtakinu. Einkaframtak er í lagi ef á því eru hafðar  nógu strangar gætur. Meira að segja Bjarni Benediktsson sagði að fólk ætti að vera frjálst innan ramma laganna. Hér voru engir rammar.

Annar galli á starfsemi bankanna var sá að þeim var leyft að blanda saman áhættufjármagnsstarfsemi sinni og almennri bankastarsemi, Geir Haarde taldi nú reyndar (fyrir hrun) að það gæfi bönkunum íslensku færi á auknum sveigjanleika og þar með meira þanþol gegn lausafjárþurrð. Einhverjir myndu nú líta á málin frá hinni hliðinni og segja að þar með hafi þeir getað gamblað lengur og dregið okkur lengra út í fenið.

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:53

13 Smámynd: Hallur Magnússon

Skorrdal!

Er þetta ekki einum of langt gengið hjá þér að hvítþvo Framsóknarflokkinn þótt ábyrgðin á IceSave klúðrinu sé fyrst og fremst Landsbankanum og núverandi ríkisstjórn að kenna!

Ég get lofað þér því að OJ Simpson hefur ekkert með IceSave klúðrinu - né efnahagshruninu að kenna!

Hallur Magnússon, 8.12.2008 kl. 19:49

14 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Ég sem framsóknarmaður ætla ekki að hvítþvo minn flokk. En við skulum samt skoða hvaða ábyrgð við eigum og hvaða ábyrgð við eigum ekki.

Ábyrgðin sem við eigum: Við tókum þátt í því að semja regluverkið, að vísu innflutt regluverk frá EES/ESB, en hlýtur samt að vera á ábyrgð íslensku stjórnarinnar.

Ábyrgðin sem við eigum ekki: Að vera skúrkarnir. Við leitum kannski öll í offorsi að einhverjum skúrkum. Ábyrgðin sem við eigum er að sjást yfir að núverandi ástæður gætu komið upp. Þetta heitir vangá. Meðan við eigum ekki kristalskúlu til að sjá fyrir framtíðina þá er ekki hægt að koma í veg fyrir öll svona mistök. Það er hægt að taka pólitíska ábyrgð eftir á, eins og sumir ráðamenn í Indlandi voru að gera, en við getum ekki séð alla hluti fyrir. Svo slæmt sem það er.

Þeir framsóknarmenn eru til sem kunna að viðurkenna mistök. Ég vil nefna Jón Sigurðsson og Steingrím Hermannsson.

Jón Sigurðsson var bankamálaráðherra í eitt ár. Hann skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið. Hann segir meðal annars:

"Við erum mörg sem berum ábyrgð á forsendum og aðdraganda þeirra. Nú þarf að rannsaka öll þessi mál á hlutlægan hátt og síðan að stokka öll samfélagsspilin. Við þurfum nýtt forystulið, ný andlit og ný nöfn. Við þurfum nýja byrjun og nýja stefnu. Við sem erum ábyrg eigum að hjálpa til en getum ekki tekið forystuhlutverk nema með sérstöku endurnýjuðu umboði." 

Er ekki ljóst að þessi maður kann að axla pólitíska ábyrgð?

Persónulega held ég að svona menn séu þeir sem á að endurnýja umboðið hjá. Ekki hinir sem sitja og sitja sem fastast. Maður sem axlar pólitíska ábyrgð getur snúið aftur síðar með endurnýjuðu umboði, ef kjósendur kunna að meta þennan heiðarleika hans.

Einar Sigurbergur Arason, 10.12.2008 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband