Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Ingibjörg Sólrún vinnur gegn aðildarumsókn að ESB og styrkir Davíð Oddsson!

Ég sé ekki betur en Ingibjörg Sólrún - sem segist vilja aðilarviðræður við ESB - sé vísvitandi að vinna gegn aðildarumsókn með því að ögra Sjálfstæðismönnum sem voru um það bil að breyta um kúrs í Evrópumálum!

Veit um marga sem munu hanga á stefnunni gegn ESB eins og hundar á roði - þótt þeir telji í hjarta sínu að það eigi að ræða við ESB.  Þedir munu hins vagar aldrei láta " h.... kerlinguna!" eins og ég heyri marga Sjálfstæðismenn kalla Ingibjörgu Sólrúni - segja sér fyrir verkum!

Hvað gengur Ingibjörgu til?

Ljóst að hún var að styrkja stöðu Davíðs Oddssonar og fylgismanna hans.

Trúir Ingibjörg því virkilega að Evrópumálin muni kljúfa Sjálfstæðisflokksins og Evrópuhlutinn - muni ganga til liðs við Samfylkinguna?


mbl.is Hótaði formaður Samfylkingar stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum á efnahagslegum hryðjuverkum Breta af fullri hörku - hvað sem það kostar!

Íslendingar eiga að taka á efnahagslegum hryðjuverkum Breta gegn Íslendingum af fullri hörku - hvað sem það kostar!  Það er ekki verjandi að láta Breta komast upp með það að beita hryðjuverkalögum á Íslendinga og íslenska banka - án þess að tekið sé á móti og Íslendingar leiti réttar síns.

Það er íslenskum stjhórnvöldum ekki til sóma hvað þau hafa dregið lappirnar í þessu máli og með ólíkindum að það séu duglegir íslenskir einstaklingar sem nýtt hafa tengsl sín í Englandi sem eru í frarabroddi í að undirbúa mögulega málshöfðun gegn Bretum - en ekki stjórnvöld. Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og bankamálaráðherra ættu að skammast sín fyrir dugleysið.

Þessir ráðherrrar ættu að hysja upp um sig buxurnar - ganga í málið og sína Bretum að Íslendingar láta ekki rúlla yfir sig á óréttmætan og að líkindum ólögmætan hátt. Ef þau gera það - þá er allt tuð þeirra um sjálfstæði Íslendinga hjóm eitt.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kertasníkur gefur væntanlega Þórunni kartöflu!

Kertasníkir mun væntanlega gefa Þórunni umhverfisráðherra sína kartöflu þar sem skortur verður á aukakertum að sníkja á aðventu framtíðarinnar þar sem rafmagnsleysi ríkir vegna andstöðu hennar við grænar virkjanir!
mbl.is Össur fær kartöflu frá Stekkjastaur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matarskatturinn hækkaður næst?

Ætli næsta skref verði að hækka matarskattinn? 

Reyndar er hætt við að hækkun olíugjalds og vörugjalds af ökutækjum og eldsneyti verði til þess að hækka vöruverð á landsbyggðinni vegna hækkunar flutningskostnaðar.

Ríkisstjórnin hellti olíu á verðbólgubálið fyrir ári síðan með þenslufjárlögunum þar sem útgjöld voru aukin um 20% á versta tíma. Núna eru samþykkt verðbólguhvetjandi tillögur með hækkun álaga á mikilvæga liði neysluvísitölurnar.

Það er sorglegt að það virðist sama hvað ríkisstjórnin gerir - það leiðir alltaf til aukinnar verðbólgu!


mbl.is Þrýsta vísitölunni upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

39% hækkun álagningar á bjór eykur innlenda framleiðslu!

Það er ekki rétt að 39% hækkun álagningar ríkisins á bjór dragi úr íslenskri bjórframleiðslu. Þetta mun reyndar væntanlega ganga að nýju, góðu og skemmtilegu bjórhúsunum fyrir norðan og austan dauðum!

En á móti mun heimabrugg á bjór blómstra sem aldrei fyrr!

... og kannske fer maður að fá aftur landakaffi eins á Vopnafirði og Borgarfirði eystra á sínum tíma - þegar afar langt var í ÁTVR!

Vandamálið við það heimabrugg er að ríkið fær engar tekjur af slíku.  Vandamálið er það að ríkið missir tekjur af bjórframleiðiendunum sem munu hætta starfsemi - og starfsfólkið jafnvel neytt inn á atvinnuleysiskrá.

Vandamálið er einnig að hækkun álagningar ríkisins á bjór, bensín og sitthvað fleira mun hækka neysluvísitöluna og kynda undir verðbólguna!

Skál fyrir ríkisstjórninni!


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unga fólkið yfirgefur vonbrigðaflokkinn Samfylkinguna!

Unga fólkið er að yfirgefa Samfylkinguna!

Það er að renna upp fyrir mörgum Samfylkingarmönnum að Samfylkingin er ekki þau góðu stjórnmálasamtök sem þeir héldu. Ræða Göran Perssons undirstrikar reyndar klúður Samfylkingar - því það sem hann segir er einmitt það sem Samfylkingin er ekki að gera í ríkisstjórn.

Það er að renna undan Samfylkingunni. Daníel Freyr Jónsson, ungur fyrrum Samfylkingarmaður og stofnaðili þeirra annars ágætu regnhlífarsamtaka gerir upp við Samfylkinguna og klúður hennar á blogsíðu sinni í dag.

Daníel Freyr Jónsson segir meðal annars:

"...Samfylkingin hefur því snúið baki við þeim hugsjónum sem hún byggir tilveru sína á og á í raun sjálf engan tilverugrundvöll lengur.

Málflutningur flokksins hefur hingað til einkennst af upphrópunum sem bera öll einkenni þess að verið sé að skjóta sér undan því að bera ábyrgð eða grípa til nauðsynlegra aðgerða. Yfirlýsingar um að ákveðnir einstaklingar sitji ekki í umboði Samfylkingarinnar eða að flokkurinn hafi ekki komið nálægt skipun ákveðinna embættismanna eru innihaldslausar þegar þessir sömu menn sitja sem fastast í sínum embættum í skjóli flokksins.

Ég vil nú telja upp nokkur atriði sem valda því að ég get ekki lengur hugsað mér að teljast til stuðningsmanna Samfylkingarinnar:

-Enn situr sama fólkið í lykilstöðum í bönkunum og áður en bankahrunið átti sér stað

-Fyrrverandi bankastjórar gömlu bankanna eru enn lykilmenn í „nýju“ bönkunum og virðast ekki þurfa að axla neina ábyrgð

-Skilanefndir bankanna eru skipaðar pólitískum vinum og flokksgæðingum ríkisstjórnarflokkanna og formaður skilanefndar Glitnis, Árni Tómasson, hefur m.a.s. verið dæmdur fyrir brot í starfi árið 2003.
Forstjóri FME situr enn þrátt fyrir að bera mikla ábyrgð á bankahruninu og hafa ásamt starfsfólki FME þegið gjafir frá gömlu bönkunum.

-Stjórn FME situr enn óbreytt.

-Bankastjórar Seðlabankans sitja enn.

-Stjórn Seðlabankans situr enn.

-Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins situr enn og hefur ekki verið ákærður fyrir innherjaviðskipti.

-Bankamálaráðherra og Fjármálaráðherra sitja enn.

-Forsætisráðherra situr enn.

-Innanbúðarmenn í gömlu bönkunum voru skipaðir bankastjórar þeirra “nýju” á ofurlaunum.

-A.m.k. einn bankastjóri „nýju“ bankanna hefur orðið uppvís af mjög vafasömum viðskiptum með hlutabréf í gamla bankanum. Hún situr enn.

-Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sýnir af sér fádæma hroka og lítilsvirðingu í ummælum sínum á borgarafundi og þegar hún ræðir kröfuna um kosningar sem fyrst eða mótmælafundi almennings.

-Allir þingmenn Samfylkingarinnar felldu vantrausttillögu á ríkisstjórnina og studdu þannig allt ofan talið og bera þess vegna á því sömu ábyrgð og ráðherrarnir.

-Samfylkingin hefur ítrekað tekið þátt í því að grafa undan Alþingi með því að búa til ný ríkisstjórnarfrumvörp um mál sem þegar hafa verið lögð fram þingmannafrumvörp um og ýtt þannig undir þá þróun að lög á Íslandi séu sett af framkvæmdavaldinu en ekki löggjafarvaldinu.

-þessi ríkisstjórnarfrumvörp ganga iðulega mun skemur en samsvarandi þingmannafrumvörp, s.s. frumvarp um eftirlaun þingmanna og æðstu embættismanna, og eru því sett fram til að slá ryki í augu kjósenda undir því yfirskini að ríkisstjórnin sé að taka á málum en ekki draga tennurnar úr þingmannafrumvörpum sem endurspegla vilja þjóðarinnar betur.

-Nýtt eftirlaunafrumvarp er sami ósómi og það síðasta en þó e.t.v. sínu verra því það er lagt fram í skjóli blekkingar í veikri tilraun til að friðþægja lýðinn sem hefur uppi eðlilegar réttlætiskröfur um að þingmenn njóti sömu eftirlaunakjara og aðrir opinberir starfsmenn.

-Tillaga um sérstaka rannsóknarnefnd er sama marki brennd. Hún virðist sett fram sem skálkaskjól fyrir það að hvítþvo alla sem ábyrgð bera.

-Sérstakur saksóknari sem var skipaður til að rannsaka ákveðna fjárglæfrastarfsemi vildi ekki segja af sér þó fram kæmu upplýsingar um að hann ætti m.a. að rannsaka son sinn. Sá hætti að lokum vegna þrýstings frá þjóðinni.

-Endurskoðunarfyrirtæki sem hefur unnið fyrir mörg þau fyrirtæki sem tengjast hruni bankanna og þeim vafasömu viðskiptum sem hafa lagt samfélagið í rúst var fengið til að rannsaka hvað fram fór í Glitni og þegar athugasemdir voru gerðar við þá skipun neitaði fyrirtækið öllu vanhæfi þó þar væri einnig um skyldleikatengsl að ræða. Það var ekki fyrr en kröfur þjóðarinnar um að þetta væri með öllu ólýðandi voru orðnar of háværar til að ráðherrar gætu látið þær fram hjá sér fara að gripið var í taumana.

-Ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar hafa orðið uppvísir að því að fara með ósannindi þegar þeir hafa verið spurðir um þetta mál..."


mbl.is Íslendingar mega ekki bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjulegt skref fyrir áfengis og vímuefnaneytendur í bata!

Það var einstaklega ánægjulegt skref sem stigið var í dag þar sem Velferðarsvið og SÁÁ staðfestu formlega samstarf um búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur í bata.

SÁÁ mun tryggja með fjárframlagi Reykjavíkurborgar búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir allt að 20 einstaklingum sem hætt hafa neyslu áfengis- eða vímuefna en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að ná tökum á lífi sínu. Sérstök áhersla verður lögð á hæfingu þessa fólks með það að markmiði að þeir sem fá þennan stuðning geti í framhaldinu búið sjálfstætt og tekið virkan þátt í samfélaginu án vímugjafa. 

Ég er stoltur af mínu framlagi að framgangi þessa verkefnis sem varaformaður Velferðaráðs og bind miklar vonir við að hin mikla reynsla og hæfni starfsfólks SÁÁ muni verða til þess að búsetuúrræðið og hæfingin verði til þess að bæta líf fjölmargra sem lent hafa vímuefnavandans en vilja byggja upp nýtt og farsælt edrú líf.


mbl.is Samið við SÁÁ um búsetuúrræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum í vor - aðildarviðræður við ESB í sumar - innganga um áramót!

Við verðum að kjósa í vor vegna efnahagsástandsins. Alþingismenn verða að fá endurnýjað umboð til að geta tekist á við efnahagsmálin með stuðningi þjóðarinnar. Notum tækifærið og kjósum samhliða um það hvort við eigum að ganga til viðræðna við Evrópusambandið.  Það er að myndast breið pólitísk sátt um það eftir að VG opnuðu málið.

Hefjum aðildarviðræður í sumar ef sú tillaga verður samþykkt.

Þá getum við kosið um niðurstöðuna í haust - og gengið í Evrópusambandið um áramót samþykki þjóðin það í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er ekki eftir neinu að bíða - og það eru ekki mörg málin sem þarf að semja um - flest liggur þegar fyrir. En málin sem þarf að semja um eru stórmál fyrir okkur - en væntanlega ekki eins mikilvæg fyrir ESB.


mbl.is Ísland gæti keppt um að verða 28. ríki ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jesús og íslenska lýðveldið eiga sama afmælisdag!

Það er skemmtileg tilviljun að Jesú virðist eiga sama afmælisdag og íslenska lýðveldið!  Við vissum að allar líkur væru á að Jesú væri ekki fæddur á jólunum - enda jólin upphaflega heiðin hátíð - en að hann væri líklega fæddur 17. júní - það vissum við náttúrlega ekki!

Skemmtilegt!


mbl.is „Jesús fæddist 17. júní“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað vissi Björgvin bankamálaráðherra yfir höfuð?

Hvað vissi Björgvin bankamálaráðherra Samfylkingarinnar yfir höfuð um íslensku bankana?

Hélt Ingibjörg Sólrún og Sjálfstæðisflokkurinn bankamálaráðherranum gersamlega óupplýstum um allt sem skipti máli í efnahags- og bankamálum þjóðarinnar?

Ég sé ekki betur en að annað hvort verði Ingibjörg Sólrún að segja af sér fyrir yfirhylmingu og þvi að koma i veg fyrir að bankamálaráðherra geti unnið vinnuna sína eins oghonum ber - eða Björgvin að segja af sér vegna gersamlegs vanhæfis í starfi!

Ég er farin að hallast að því að Björgvin sé saklaus - en Ingibjörg sek!

En í öllu falli - Samfylkingin hefur gersamlega brugðist!


mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband