Unga fólkið yfirgefur vonbrigðaflokkinn Samfylkinguna!

Unga fólkið er að yfirgefa Samfylkinguna!

Það er að renna upp fyrir mörgum Samfylkingarmönnum að Samfylkingin er ekki þau góðu stjórnmálasamtök sem þeir héldu. Ræða Göran Perssons undirstrikar reyndar klúður Samfylkingar - því það sem hann segir er einmitt það sem Samfylkingin er ekki að gera í ríkisstjórn.

Það er að renna undan Samfylkingunni. Daníel Freyr Jónsson, ungur fyrrum Samfylkingarmaður og stofnaðili þeirra annars ágætu regnhlífarsamtaka gerir upp við Samfylkinguna og klúður hennar á blogsíðu sinni í dag.

Daníel Freyr Jónsson segir meðal annars:

"...Samfylkingin hefur því snúið baki við þeim hugsjónum sem hún byggir tilveru sína á og á í raun sjálf engan tilverugrundvöll lengur.

Málflutningur flokksins hefur hingað til einkennst af upphrópunum sem bera öll einkenni þess að verið sé að skjóta sér undan því að bera ábyrgð eða grípa til nauðsynlegra aðgerða. Yfirlýsingar um að ákveðnir einstaklingar sitji ekki í umboði Samfylkingarinnar eða að flokkurinn hafi ekki komið nálægt skipun ákveðinna embættismanna eru innihaldslausar þegar þessir sömu menn sitja sem fastast í sínum embættum í skjóli flokksins.

Ég vil nú telja upp nokkur atriði sem valda því að ég get ekki lengur hugsað mér að teljast til stuðningsmanna Samfylkingarinnar:

-Enn situr sama fólkið í lykilstöðum í bönkunum og áður en bankahrunið átti sér stað

-Fyrrverandi bankastjórar gömlu bankanna eru enn lykilmenn í „nýju“ bönkunum og virðast ekki þurfa að axla neina ábyrgð

-Skilanefndir bankanna eru skipaðar pólitískum vinum og flokksgæðingum ríkisstjórnarflokkanna og formaður skilanefndar Glitnis, Árni Tómasson, hefur m.a.s. verið dæmdur fyrir brot í starfi árið 2003.
Forstjóri FME situr enn þrátt fyrir að bera mikla ábyrgð á bankahruninu og hafa ásamt starfsfólki FME þegið gjafir frá gömlu bönkunum.

-Stjórn FME situr enn óbreytt.

-Bankastjórar Seðlabankans sitja enn.

-Stjórn Seðlabankans situr enn.

-Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins situr enn og hefur ekki verið ákærður fyrir innherjaviðskipti.

-Bankamálaráðherra og Fjármálaráðherra sitja enn.

-Forsætisráðherra situr enn.

-Innanbúðarmenn í gömlu bönkunum voru skipaðir bankastjórar þeirra “nýju” á ofurlaunum.

-A.m.k. einn bankastjóri „nýju“ bankanna hefur orðið uppvís af mjög vafasömum viðskiptum með hlutabréf í gamla bankanum. Hún situr enn.

-Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sýnir af sér fádæma hroka og lítilsvirðingu í ummælum sínum á borgarafundi og þegar hún ræðir kröfuna um kosningar sem fyrst eða mótmælafundi almennings.

-Allir þingmenn Samfylkingarinnar felldu vantrausttillögu á ríkisstjórnina og studdu þannig allt ofan talið og bera þess vegna á því sömu ábyrgð og ráðherrarnir.

-Samfylkingin hefur ítrekað tekið þátt í því að grafa undan Alþingi með því að búa til ný ríkisstjórnarfrumvörp um mál sem þegar hafa verið lögð fram þingmannafrumvörp um og ýtt þannig undir þá þróun að lög á Íslandi séu sett af framkvæmdavaldinu en ekki löggjafarvaldinu.

-þessi ríkisstjórnarfrumvörp ganga iðulega mun skemur en samsvarandi þingmannafrumvörp, s.s. frumvarp um eftirlaun þingmanna og æðstu embættismanna, og eru því sett fram til að slá ryki í augu kjósenda undir því yfirskini að ríkisstjórnin sé að taka á málum en ekki draga tennurnar úr þingmannafrumvörpum sem endurspegla vilja þjóðarinnar betur.

-Nýtt eftirlaunafrumvarp er sami ósómi og það síðasta en þó e.t.v. sínu verra því það er lagt fram í skjóli blekkingar í veikri tilraun til að friðþægja lýðinn sem hefur uppi eðlilegar réttlætiskröfur um að þingmenn njóti sömu eftirlaunakjara og aðrir opinberir starfsmenn.

-Tillaga um sérstaka rannsóknarnefnd er sama marki brennd. Hún virðist sett fram sem skálkaskjól fyrir það að hvítþvo alla sem ábyrgð bera.

-Sérstakur saksóknari sem var skipaður til að rannsaka ákveðna fjárglæfrastarfsemi vildi ekki segja af sér þó fram kæmu upplýsingar um að hann ætti m.a. að rannsaka son sinn. Sá hætti að lokum vegna þrýstings frá þjóðinni.

-Endurskoðunarfyrirtæki sem hefur unnið fyrir mörg þau fyrirtæki sem tengjast hruni bankanna og þeim vafasömu viðskiptum sem hafa lagt samfélagið í rúst var fengið til að rannsaka hvað fram fór í Glitni og þegar athugasemdir voru gerðar við þá skipun neitaði fyrirtækið öllu vanhæfi þó þar væri einnig um skyldleikatengsl að ræða. Það var ekki fyrr en kröfur þjóðarinnar um að þetta væri með öllu ólýðandi voru orðnar of háværar til að ráðherrar gætu látið þær fram hjá sér fara að gripið var í taumana.

-Ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar hafa orðið uppvísir að því að fara með ósannindi þegar þeir hafa verið spurðir um þetta mál..."


mbl.is Íslendingar mega ekki bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Hugmyndin um stóran félagshyggjuflokk var vissulega góð, og það var þörf á að breyta landslaginu á vinstri vængnum í stjórnmálunum. (Tókst reyndar ekki nema hálfa leið vegna VG.) Við höfum allt of sterkan hægri flokk meðan aðrir flokkar eru veikir.

Að þessu leyti veldur frammistaða Samfylkingarinnar miklum vonbrigðum. Allt of margt í þeirra taktík er eins og hjá krötunum í gamla daga.

Þeir þurfa að bæta þetta. Og ég vil eindregið að þeir geri það. Því ég vil sem framsóknarmaður sjá fleiri skynsamlega kosti á stjórnarsamstarfi en B+D. Ég er ekki að segja að slíkt samstarf hafi verið alvont, en lýðræðið þarf tilbreytingu öðru hvoru og svo er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að vera allt of sterkur flokkur til að aðrir flokkar nái mjög hagstæðum samningum í samvinnu við hann. Stærri þingflokkurinn  hlýtur auðvitað að ná meira fram í stjórnarsamstarfi.

Ég vil líka sjá VG breytast og verða stjórntækan flokk. Afgreiðsla þeirra á ESB-málinu er skynsamleg og ég verð að hrósa þeim fyrir það. Þetta segi ég þó ég sé sjálfur efins um að aðild sé það rétta. Málið er að þeir sem eru aldrei eftirgefanlegir eru ekki stjórntækir og hafa eftir því lítil áhrif.

Einar Sigurbergur Arason, 11.12.2008 kl. 04:07

2 identicon

Ég á mjög erfitt með að skilja hvernig nokkur maður getur fengið það af sér að styðja Framsóknarflokkinn, hafa menn enga sómatilfinningu? Ég nenni ekki að telja upp spillingardæmin, enda vitið þið sjálfir hver þau eru.

Valsól (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 09:39

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Gaman að sjá hvað þú ert málefnalegur Marti. Ég held að þú hafir misst af innihaldi pistilsins hjá Halli.

Steinn Hafliðason, 11.12.2008 kl. 09:41

4 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ertu eitthvað viðkvæm fyrir sannleikanum um Samfylkinguna Valsól?

Steinn Hafliðason, 11.12.2008 kl. 09:42

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Frábært að einhver andæfir Samfylkingunni. Það er ekki stórt vandamál. Regnhlífin, hin sönnu gildi frelsis, jafnréttis og kærleika, er það sterk að slíkt er einungis heilbrigðismerki. Staða Framsóknarflokksins er hinsvegar vonlaus. Bændaflokkur sem lokaðist inni í einhverri varðstöðu um kvótakerfi til lands og sjávar. Sundurleitur hópur framapotara og þjóðernissinna. Enginn málefnagrunnur. Samfylkingin tónar með skynsamlegustu öflunum í alþjóðlegri stjórnmálaumræðu á meðan Framsóknarflokkurinn stendur fyrir útkjálkasjónarmið og afturhald.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.12.2008 kl. 09:57

6 identicon

AAARRRGGGGGG!!!!!!!!!!!!!. Þetta er einmitt ástæða þess að við erum búin að vera með íhaldið við völd í 17 ár!!! Þeir geta alltaf treyst á því að félagshyggjuhliðin skokki í hvort annað og byrji að rífast. Við værum með félagshyggjustjórn núna ef VinstriGrænn hefðu ekki gert Framsókn að skotspónn sínum, viðurstyggð eins og "drekkjum Valgerði, ekki whatever". Núna þetta, að hlakka yfir því, að alveg eins Framsókn, gengur Samfylkingunni illa að tjónka við íhaldinu. Ekki segja mér að Framsókn hefði gert hlutinu betur, það stór efast ég um.

Ef satt er þá er leitt að ungt fólk skuli vera yfirgefa Samfylkinguna, en það unga fólk verður þá að gera sér grein fyrir að árangur er ekki ókeypis. Það er ekki að ástæðulausu sem þolinmæði er talin dyggða. Þeir sem fara, þá verða þeir að fara, en verða samt sem áður velkomnir til baka. Okkar vandamál er að vegna smæðar þá er ekki endalaust til að fólki til sérfræði starfa. Þannig er það bara og við þurfum að vinna með því, en aðalatriðið er gegnsæi og rekkjanleiki.

Hvort við fáum félagshyggjustjórn eður ei, sú spurning liggur hjá ykkur Framsóknarmönnum og svo VG. Ef þið náið að stilla til friðar í ykkar kreddsum þá er hægt að koma íhaldinu frá og hreinsa til. Því stórefast um vilja og getu íhaldsins til þess. Þá verðu sá vilji að koma skýrt fram, því annars má túlka þessi orð þín sem svo að ykkur Framsóknarmönnum dreymir um að gerast hækkja íhaldsins aftur.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 10:19

7 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Mér þykir Samfylkingarmenn býsna ánægðir með sig hér ég óska þeim til hamingju með þá ánægju en eitt er alveg ljóst að haldi hlutirnir svona áfram þá fer hún söðuleið og Alþýðuflokkurinn forðum. Framsókn er þó nú að hreysa til hjá sér og spurning hverjir taka við og hvernig þeim tekst upp í því að standa með sjálfum sér, en það er málið í pólitík að þora að standa með sér og sínum hugsunum og hugsjónum. þar er Samfylkingin að brotna hefur ekki kjark né þor

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 11.12.2008 kl. 10:42

8 identicon

Eins og allir sem hafa fylgst með þá er það að samfylking er varla miðjuflokkur lengur hún er komin vel á veg til hægri. Og ekki er ég hissa á að fólk fari úr þessari fylkingu, Björgvin bankamálaráðherra er greinilega eitthvað að fela fyrst veit henn ekkert svo veit hann sumt og síðan allt. Ótrúleg framkoma

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 11:29

9 identicon

Fróðleg lesning.  Ætli ungt Samfylkingarfólk fylgi fordæmi Jónínu Ben. og gangi í "nýjan" Framsóknarflokk?  Ætlar Framsóknarflokkurinn að græða á þessu öllu eftir allt saman.  Spái því.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 13:32

10 Smámynd: Lordur

Ég hef kosið samfylkinguna frá upphafi og þar á undan alþýðuflokkinn.  Líkurnar á að ég kjósi samfylkinguna næst minnka með hverjum deginum sem líður.

Það er tveir flokkar sem ég mun aldrei kjósa það eru spillingaflokkarnir sjálfstæðis- og framsóknarflokkurinn.  Þeir eru búnir að leggja allt í rúst með framsali á mjólkur og fiskikvóta sem hefur steypt þessum atvinnugreinum í botnlausar skuldir.  Svo ekki sé nú talað um einkavinavæðingu bankanna sem allir vita hvernig endaði.

Lordur, 11.12.2008 kl. 14:28

11 identicon

Það versta við þetta allt að Ingibjörg Sólrún skuli vera lasin þegar mest á reynir. Hún er sú sem ég hefði treyst best til að vinna okkur út úr þessu ástandi. Vonandi að hún komi sterk inn síðar, það er kona sem ég treysti 100%-hef mikla trú á hennar dómgreind. Þar á eftir Steingrímur,en D og B mega fara á varamannabekkinn. Ég styð samfylkingu en vona að eitthvað fari að gerast hjá þeim. Það veit ekki blessað fólkið hvað það á gera svo kannski er best að allir taki sér pásu og og hverfi af vettvangi um sinn.

Sóllilja (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:45

12 identicon

Hún Ingibjörg er sko sjálf ein af þeim sem eru þarna allsráðandi, Það er hún og hún ein sem tekur ákvarðanir fyrir flokkinn. Hvar hefur þú verið Sóllilja. Hefur þú ekki heyrt í henni á blaðamannafundum ????

Guðrún (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband