Hvað vissi Björgvin bankamálaráðherra yfir höfuð?

Hvað vissi Björgvin bankamálaráðherra Samfylkingarinnar yfir höfuð um íslensku bankana?

Hélt Ingibjörg Sólrún og Sjálfstæðisflokkurinn bankamálaráðherranum gersamlega óupplýstum um allt sem skipti máli í efnahags- og bankamálum þjóðarinnar?

Ég sé ekki betur en að annað hvort verði Ingibjörg Sólrún að segja af sér fyrir yfirhylmingu og þvi að koma i veg fyrir að bankamálaráðherra geti unnið vinnuna sína eins oghonum ber - eða Björgvin að segja af sér vegna gersamlegs vanhæfis í starfi!

Ég er farin að hallast að því að Björgvin sé saklaus - en Ingibjörg sek!

En í öllu falli - Samfylkingin hefur gersamlega brugðist!


mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er með ólíkindum hvernig hver vitleysan rekur aðra í Samfylkingunni. Ef Björgvin segir satt um að honum sé nánast haldið frá upplýsingum hlýtur að koma til uppgjörs. Þetta hlýtur að reyna á þolinmæðina nema hann sé steingeldur.

Víðir Benediktsson, 9.12.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Mer finnst þetta bara orðið sorglegt með drenginn.

María Kristjánsdóttir, 9.12.2008 kl. 20:43

3 identicon

Algerlega sammála þér Hallur.

Fólk verður að fara að opna augun fyrir þessu þvílíka þjóðarhneyksli að sjálfur utánríkisráðherra þjóðarinnar gersamlega brást þjóð sinni og með pukri og leynd hélt hún í langan tíma mjög mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir banka- og viðskiptamálaráðherra þjóðarinnar ! 

Hún sat SEX (segi og skrifa heila 6) krísufundi með yfirstjórn Seðlabankans frá í febrúar og langt fram á sumar þar sem fjallað var aftur og aftur um gríðarlega alvarlega stöðu Íslensku viðskiptabankanna.

SAMT SEM ÁÐUR ALLAN TÍMANN HÉLT HÚN ÞESSUM FUNDUM OG GRAFALVARLEGU EFNI ÞEIRRA ALGERLEGA LEYNDUM FYRIR SAMRÁÐHERRA SÍNUM OG ÆÐSTA YFIRMANNI ÞJÓÐARINNAR Á SVIÐI BANKA- OG VIÐSKIPTAMÁLA !

ER HÆGT AРOPINBERA DÓMGREINDARSKORT SINN SKÝRAR OG JAFNFRAMT SÍNA LÝÐRÆÐISLEGU STJÓRNSÝSLUNNI MEIRI VANVIRÐINGU !

KRAFAN HLÍTUR AÐ VERA SÚ AÐ SVONA ALGERLEGA ÓLÍÐANDI VINNUBRÖGÐ LEYNDAR- OG PUKURS VERÐI AFHJÚPUÐ MEÐ ÞVÍ AÐ SJÁLFUR PUKURS- OG LEYNDARFMÁLARÁÐHERRA SAMFYLKINGARINNAR INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR VERÐI AFHJÚPUÐ OG LÁTINN SÆTA ÁBYRGÐ Á ALGERLEGA SIÐLAUSUM AFGLÖPUM SÍNUM OG HIMINHRÓPANDI AÐGERÐARLEYSI SÍNU !

ÞETTA ÞARF ÞJÓÐIN RÆKILEGA AÐ ÁTTA SIG Á !

INGIBJÖRG SÓLRÚN ! VIÐ HÖFUM FENGIРMEIRA EN NÓG AF PUKRI ÞÍNU OG LEYND OG ÞÍNUM SVOKÖLLUÐU "SAMRÆÐUSTJÓRNMÁLUM"  EÐA HITT ÞÓ HELDUR ! 

INGIBJÖRG, EKKI MEIR, EKKI MEIR !

V Í K  B U R T !

SVONA SIÐLAUSU STJÓRNMÁLAHYSKI EINS OG ÞÉR ER OG VERÐUR ALDREI TREYSTANDI !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 20:46

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Mér finnst Björgvin hafa staðið sig betur en margir aðrir í öllu þessu þvargi. En það er ekki annað að sjá en honum sé kerfisbundið haldið utan við flest mál,  svo lengi sem hægt er.  Þegar Halldór og Davíð tóku við stjórnartaumunum forðum komst á einræði tveggja manna hér á Íslandi. Kannski er það bara eins ennþá. 

Þórir Kjartansson, 9.12.2008 kl. 20:49

5 identicon

Og hvað ætlið þið að gera í hlutunum ?

Stofna samtök ?

Taka þátt með þeim samtökum sem eru að myndast ?

Mæta á mótmæli ?

Eða sitja heima og sætta ykkur við ástandið. Blogg nær bara svo og svo langt.

Það verða fullt af siðspiltum og ólöglegum peningamálum hvítþvoð í rannsóknum. Á því er enginn vafi. Af hverju að bíða eftir því sem allir vita að mun ske?

Mætið heldur á fundi með fólki sem vill breytingar og er að leita að ráðum til þess. Ég er t.d byrjaður á því. Ég skulda ekkert. Ég á ekkert. Ég tók aldrei þátt í góðærinu á neinn hátt. Líf mitt verður ekkert mikið öðruvísi en það var fyrir Kreppu.

Hinvegar sýni ég samstöðu. Ég mæti ég fyrir þá sem hafa verið beittir órétti og logið að. Ég mæti til að styðja þá sem hafa verið sviknir og notaðir. Þið vitið alveg hverjir þetta eru því þið þekkið svona fólk (ef þið eruð ekki sjálf þetta fólk) Gerið eitthvað því að við munum aldrei vera sátt í frammtíðinni ef við finnum ekki ráð til að ná réttlæti.

Réttlæti er t.d óháð rannsókn erlendra rannsóknarstofnanna. Ef við náum t.d að þröngvar því í gegn með friðsömum aðgerðum (t.d aðgerðum á borð við það sem Tælendingar gerðu) Þá verður þjóðinn sáttari og virkar betur sem heild.

Hjálpið til.

T.d er mætir fólk samann í Borgartún 3. Morgunn kl: 17-20 og ræðir samann um hvað er hægt að gera. Allt mjög friðsamt. Samstaða mun gera landið betra. Borgarafundur stendur fyrir þessum mannamótum. Allir velkomnir.

Ætlið þið t.d að trúa þeim blekkingarleik sem núna er í gangi að ekkert meigi gera til að stöðva uppbyggingarstarfið ? Þegar í raun er ekki verið að gera neitt nema tryggja sömu aðilunum og komu okkur í þessa stöðu áframhaldandi völd.

Þetta er í raun mjög einfallt.

Aðeins Íslendingar geta læknað þessi sár og vonbrigði með kröfum og aðgerðum.

Ekki stjórnvöld. Þau eru sjálf vandamálið

Íslenskur samhugur í verki. (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:54

6 identicon

Þetta er ótrúlegt en ég held ég hafi skýringu ásamt mörgu öðru fólki úr öllum flokkum. hver hefur verið aðalstyrktaraðili samfylkingar er það ekki Grísaliðið. Sjáið hverjir eru rannsóknarmenn þarna. Ef ég stel úr búðinni á ég þá að rannska það líka

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 22:25

7 Smámynd: Sævar Finnbogason

Já gott og vel... Ef Ingibjörg er sek einsog þú segir um yfirhylmingu þá samkvæmt þeim rökum er Geir, Davíð og sennilega líka Dýralæknirinn sekir um það sama. Bara svo því sé haldið til haga.

og ekkert af þessu afsakar hitt. Þetta er allt jafn vont

Sævar Finnbogason, 9.12.2008 kl. 23:39

8 Smámynd: Atli Hermannsson.

"eða Björgvin að segja af sér vegna gersamlegs vanhæfis í starfi!"

Maðurinn er margbúinn að sanna það að hann veldur ekki starfinu. Hann var fínn fyrstu vikuna eftir hrunið í fjarveru Ingibjargar, þegar enginn vissi neitt í sinn haus, og hann gegndi starfi blaðafulltrúa Samfylkingarinnar. 

Atli Hermannsson., 9.12.2008 kl. 23:42

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég er í flestu sammála þér Hallur með vanhæfi Björgvins. Minnisleysi hans og skortur á upplýsingum fer að minna óþægilega á Steingrím nokkurn Hermannsson sem árum saman bar fyrir sig minnisleysi þegar eitthvað óþægilegt var á borðum.

Ég ólst upp við orðin: "Ég bara man það ekki, ég verð að segja það..."

Ætli Börgvin og aðrir minnislausir hafi lært þetta mikið í uppvextinum líka?

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 00:01

10 identicon

Ég er ekki hissa á því að Ingibjörg Sólrún hafi ekki getað upplýst Björgvin varðandi þessa 6 fundi sem hún átti með Seðlabankanum og Geir Haarde. Sjálfur viðskiptaráðherrann með heilt Baugsveldi við rúmgaflinn. Svo var hann kallaður út um miðja nótt til Jóns Ásgeirs, þetta bara virkaði ekki með alla spionana í ráðuneytinu og kom flatt upp á þá. Helvíti tókst Geir og Ingibjörgu vel til þarna, það mega þau eiga.

Já, ráðherra!

Soffía (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 00:14

11 Smámynd: nicejerk

Það er reyndar skylda Björgvins að bera sig eftir upplýsingum til að geta sinnt sínu starfi. Ef hann er ekki maður til þess, þá á hann einfaldlega ekki að sinna starfinu. Björgvin kemur alltaf af fjöllum og minnir mann þannig á Ágúst Guðna í Framsókn.

Hann er kannski bara leppur, auðmjúkur rakki, sem er nauðsynlegur til að raunverulegur ráðandi geti framkvæmt sitt óáreitt.

Ég get ekki með nokkru móti séð að Björgvin sé starfinu vaxinn, þó ég vildi. Ég velti fyrir mér hvað í ósköpunum þessi maður hafi fyrir stafni á daginn, því það virðist ekki vera mikið.

nicejerk, 10.12.2008 kl. 01:34

12 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Er ekki kominn tími á að menn axli "pólitíska ábyrgð"?

Björgvin gæti til dæmis axlað pólitíska ábyrgð með því að víkja. Hann hefur talsverðar persónuvinsældir og gæti tvímælalaust orðið aftur ráðherra síðar.

Í leiðinni væri hægt að gera kröfu til að ráðherrar með veigamikil mál séu valdir út frá þekkingu frá málaflokknum. Eins og fjármála- og bankamálaráðherrar.

Við höfum vanið okkur allt of mikið á það að setja menn í ráðherrastöður út frá því hvar þeir standa í pólitískri goggunarröð en þekking á málaflokknum er aukaatriði.

Því miður eigum við framsóknarmenn líka okkar sök í því efni, ekkert stærri eða minni en aðrir. Spurningin er: Hvernig verður þessu kerfi breytt?

Einar Sigurbergur Arason, 10.12.2008 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband