Tökum á efnahagslegum hryðjuverkum Breta af fullri hörku - hvað sem það kostar!

Íslendingar eiga að taka á efnahagslegum hryðjuverkum Breta gegn Íslendingum af fullri hörku - hvað sem það kostar!  Það er ekki verjandi að láta Breta komast upp með það að beita hryðjuverkalögum á Íslendinga og íslenska banka - án þess að tekið sé á móti og Íslendingar leiti réttar síns.

Það er íslenskum stjhórnvöldum ekki til sóma hvað þau hafa dregið lappirnar í þessu máli og með ólíkindum að það séu duglegir íslenskir einstaklingar sem nýtt hafa tengsl sín í Englandi sem eru í frarabroddi í að undirbúa mögulega málshöfðun gegn Bretum - en ekki stjórnvöld. Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og bankamálaráðherra ættu að skammast sín fyrir dugleysið.

Þessir ráðherrrar ættu að hysja upp um sig buxurnar - ganga í málið og sína Bretum að Íslendingar láta ekki rúlla yfir sig á óréttmætan og að líkindum ólögmætan hátt. Ef þau gera það - þá er allt tuð þeirra um sjálfstæði Íslendinga hjóm eitt.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst það lyggja ljóst fyrir að þessi RÍKISSTJÓRN hefur samið um allt sem við kemur Bretum þegar samið var um aðstoð Alþjóðagaldeyrissjóðins,en þora ekki að viðurkenna það fyrir Þjóðinni.

guðrún hlín adolfsdótt (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband