Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Framsóknarmaður valinn maður ársins hjá Time!
17.12.2008 | 14:29
Það er skemmtilegt að Framsóknarmaðurinn Barack Obama hafi verið valinn maður ársins hjá stórtímaritinu Time!
Ekki er verra að valið er meðal annars vegna "sjálfstraust til að rissa upp metnaðarfulla framtíðarsýn á erfiðum tímum.
Það er vonandi að ný forysta Framsóknarflokksins taki félaga sinn til fyrirmyndar og hefji stjórnmálabaráttuna á nýju ár með "sjálfstraust til að rissa upp metnaðarfulla framtíðarsýn á erfiðum tímum.
Ekki veitir af - og ekki er slíkt að gerast hjá Sjálstæðisflokknum og Samfylkingunni - systurflokki Verkamannaflokksins sem hefur verið í fararbroddi í aðförinni að Íslandi!
Obama valinn maður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Velferðarráð sameinast um áskorun um hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar
17.12.2008 | 08:59
Velferðarráð Reykjavíkurborgar sameinaðist á fundi sínum í gær um áskorun til aðgerðarhóps borgarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar um að hækka grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar. Ég stýrði fundi Velferðaráðs sem varaformaður í veikindafjarveru formanns og lagði til sameiginlega bókun um hækkun til þeirra sem minnst mega sín í efnahagshruninu.
Við fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks höfðum reyndar boðið minnihlutanum að vinna semeiginlegt minnisblað um helstu áherslur Velferðaráðs til aðgerðarhópsins síðastliðinn, en þá valdi minnihlutinn heldur að setja fram harðorða bókun í stað þess að vinna að framgangi grunnþjónustu Velferðasviðs sem ein heild. En það gleður mig að allir gátu sameinast um þessa mikilvægu áskorun.
Reyndar les ég það á visir.is í dag að fulltrúar minnihlutans undrast þessa áherslu fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks meirihlutanum á samvinnu í ráðinu, þrátt fyrir að áhersla hafi verið lögð á slíkt allavega hjá núverandi meirihluta.
Sameiginleg bókun Velferðaráðs er eftirfarandi:
"Velferðaráð beinir því til þverpólitísks aðgerðarhóps borgarstjórnar að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar og heimildargreiðslur vegna barna verði hækkaðar.
Einnig undirstrikar velferðaráð að viðbótarfjármagn verði tryggt í fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur fari þeir liðir fram úr samþykktri fjárhagsáætlun.
Þá er ljóst að velferðaráð getur ekki skorið niður yfirvinnu á sama hátt og önnur svið vegna sérstöðu lögbundinnar sólarhringsþjónustu við börn, fatlaðra og aldraða og kjarasamninga við umönnunarstéttir."
Á fundinum lá fyrir til kynningar drög að starfs- og fjárhagsáætlun Velferðarsviðs - en drögin eru trúnaðargögn þar til þau birtast í frumvarpi borgarstjóra til fjárhagsáætlunar. Við í meirihlutanum, fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks bókuðum eftirfarandi vegna fyrirliggjandi draga:
"Fjárhagsáætlun Velferðarsviðs tekur mið af þeim markmiðum sem borgaryfirvöld hafa sett um að standa vörð um grunnþjónustu Reykjavíkurborgar, störf innan borgarkerfisins verði varin og gjaldskrár verði ekki hækkaðar.
Velferðarsvið veitir borgarbúum mikilvæga grunnþjónustu og leikur lykilhlutverki í stuðningi við íbúa borgarinnar á erfiðum tímum.
Því hefur ekki verið gerð eins rík hagræðingakrafa á Velferðarsvið og önnur svið borgarinnar.
Ljóst er að fjárþörf vegna fjárhagsaðstoðar mun aukast í því efnahagsástandi sem nú ríkir, enda er í fjárhagsáætluninni gert ráð fyrir verulegri aukningu í fjárhagsaðstoð.
Að auki er gert ráð fyrir að viðbótarfjármagn verði tryggt í fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur fari þeir liðir fram úr samþykktri fjárhagsáætlun.
Ljóst er að ekki verður unnt að draga úr yfirvinnu á Velferðarsviði á sama hátt og öðrum sviðum borgarinnar meðal annars þar sem oft á tíðum er um að ræða sólarhringsþjónustu þar sem ekki er unnt að draga úr yfirvinnu.
Í því erfiða efnahagsástandi sem nú ríkir í samfélaginu er mikilvægt að reka ábyrga fjármálastjórn. Því hefur verið nauðsynlegt að hagræða í ákveðnum þáttum sem heyra undir Velferðarsvið en áhersla lögð á að grunnþjónustan sé varin."
Framsóknarmaðurinn strax kominn á kaf í umbætur!
16.12.2008 | 23:32
Framsóknarmaðurinn Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjanna er þegar komin á fullt í úrbætur - ekki veitir af. Í dag lagði hann grunn að umbótum í bandaríska skólakerfinu, en í gær gerbreytti hann stefnu Bandaríkjamnna í loftlagsmálum til hins betra!
Boðar umbætur í menntamálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ritstjóri DV að taka við þjálfun Fylkis í handbolta?
16.12.2008 | 21:33
Hélt fyrst að Reynir Traustason fyrrverandi sjómaður - eins og ég (reyndar ekki nema þrjú sumur - eitt jólafrí og tvö páskafrí) - og núverandi og næstum fyrrverandi ritstjóri DV væri að taka við þjálfun Fylkis í handbolta. Fannst það ekki klókt af Fylkismönnum - því þótt Reyni Trausta sé margt til lista lagt - þá vissi ég ekki til að handbolti væri ein af sterkum hliðum Reynsi Trausta!
Ástæðan fyriþessu var náttúrlega mynda af Reyni sem aðeins neðar á síðunni - en var reyndar við fréttina: Reynir biðst afsökunar !
Reyndar hélt ég að það væri ekki heldur sterkast hlið Reynis Traustasonar að biðjast afsökunar!
En þegar ég hugsaði málið aðeins lengra - þá held ég að hinn frábæri Víkingur - Reynir Þór Reynisson - sem er að taka við þjálfun Fylkis - gæti styrkt þjálfarateymið verulega með Reyni Trausta - því hann er soddan baráttujaxl!
Þótt hann hafi verið tekinn í bólinu með eigin bragði af "litla blaðamanninum" - og beðist afsökunar opinberlega - þá gefur hann ekkert eftir í vörninni - hvað þá sókninni!
Reynir tekur við þjálfun Fylkis | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Bragð er að er fjórir lögfræðingar finna vænlega lagasmugu!
16.12.2008 | 19:49
Bragð er að er lögfræðingur finnur vænlega lagasmugu!
Ég er þess fullviss að málið steinliggur fyrir okkur Íslendinga þegar lögfræðingarnir Sigurðar Kári Kristjánsson, Árni Páll Árnason, Höskuldur Þórhallsson og Jón Magnússon ásamt glæpasagnabókmenntafræðingnum Katrínu Jakobsdóttur taka sig saman um að höfða mál.
Andstæðingurinn getur bara ekki átt séns!
Gott að spjótin beinast að Bretum okkur Íslendingum tilhagsbóta!
Mál verði höfðað gegn Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þorleifi Gunnlaugssyni VG barst ekki tölvupóstur frá mér um Unglingasmiðjur
15.12.2008 | 21:01
Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi Vinstri grænna og fulltrúa þess flokks í Velferðaráði sendi fjölmiðlum um helgina tölvupóst sem 16 ára stúlka hafði sent fulltrúum í Velferðaráði, en stúlkan hefur notið þjónustu Unglingasmiðja á vegum Velferðasvið vegna áfalla sem hún hefur orðið fyrir.
Í bréfinu koma fram afar viðkvæmar upplýsingar um hagi stúlkunar. Þorleifur ákvað að senda tölvupóst stúlkunnar til fjölmiðla í pólitískum tilgangi, en láðist að má út nafn stúlkunnar.
Að mínu mati er það athæfi að framsenda fjölmiðlum tölvupóst 16 ára stúlku með persónulegum upplýsingum um hana og staðhæfingum sem greinilega byggja á misskilningi stúlkunnar um ákveðna þætti sem hún er að mótmæla, með öllu óafsakanlegt, jafnvel þótt nafn stúlkunnar hafi verið máð út.
Hins vegar hef ég skilning á því að Þorleifi hafi yfirsést að má nafn stúlkunnar út. Það breytir ekki að verknaðurinn var ekki við hæfi þótt nafn hefði ekki fylgt, en verður óafsakanlegur þegar nafnið slæðist með og ljóst er hvaða stúlku um er að ræða. Reyndar eru allar líkur að ef vilji hefði verið fyrir hendi, þá hefði verið unnt að rekja hver bréfritari er þótt nafnið hefði ekki fylgt.
Hafi stúlkan og foreldar stúlkunnar viljað að bréfið færi til fjölmiðla - en vert er að undirstrika að þegar barn hefur náð 15 ára aldri þá fær það samkvæmt barnaverndarlögum ríkan rétt til að tjá sig um mál er það varðar - þá hefði hún eða foreldrarnir sjálfir átt að koma því til fjölmiðla með tilheyrandi skýringum - en ekki fulltrúi í Velferðaráði! Það er í besta falli ekki við hæfi!
Ég var afar undrandi á því að Þorleifur skyldi framsenda tölvupóst sem fulltrúar í Velferðaráði fengu frá 16 ára unglingi - áfram til fjölmiðla í pólitískum tilgangi
Enn slegnari varð ég yfir því að Þorleifi hafi láðst að má út nafn stúlkunnar.
En fyrst Þorleifur valdi að gera þetta þá undraði það mig mjög að hann léti ekki fylgja svör þau sem ég hafði sent stúlkunni sem varaformaður Velferðaráðs í fjarrveru formanns, við spurningum sem hún spurði, leiðrétta ákveðinn misskilning sem fram kom í bréfinu og setja fram þau rök sem lágu að baki tillögu að breytingum á starfi unglingasmiðja.
Þessi svör mín - og svarpósta stúlkunnar - hafði ég sjálfkrafa sent á þá sem stúlkan hafði sent upphaflega póst sinn - það er fulltrúa í Velferðaráði.
Þorleifur hefur tjáð mér að hann hafi ekki fengið þessa pósta. Það staðfestist þegar póstsamskiptin eru skoðuð - einhverra hluta vegna fékk Þorleifur ekki svarskeytin eins og aðrir meðlimir Velferðaráðs. Væntanlega vegna þess að einungis nafn hans - en ekki netfang - var ritað í haus tölvuskeytisins með bréfi stúlkunnar og ég fékk sent með tölvupósti.
Ég gagnrýndi Þorleif á bloggi mínu fyrir að hafa ekki látið svör mín fylgja fyrst hann ákvað að senda tölvupóst stúlkunnar á fjölmiðla.
Sú gagnrýni mín var ekki réttmæt þar sem hann var ekki með svör mín undir höndum.
Ég bið Þorleif því afsökunar á því að hafa sakað hann um að hafa vísvitandi skilið svör mín eftir þegar hann áframsendi tölvupóst stúlkunnar. Það var greinilega ekki vísvitandi gert.
Hins vegar afsakar það á engan hátt framferði Þorleifs - að senda til fjölmiðla í pólitískum tilgangi persónulegt bréf 16 ára barns til fulltrúa í Velferðaráði.
EKki veit ég hvernig Þorleifur og Vinstri grænir ætla að taka á þessum alvarlegu mistökum. Það er þeirra mál.
En ég get fullvissað lesendur að ef um Framsóknarmann hefði verið að ræða - þá væri málið litið afar alvarlegum augum og við í borgarmálahóp Framsóknarflokksins myndum að minnsta kosti biðja fulltrúa okkar í sambærilegri stöðu að íhuga að segja af sér. Enda hefð að myndast í Framsóknarflokknum að flokksmenn taki ábyrgð á mistökum sínum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Á ekki líka að afskrifa einhver gjöld á Öddu á Útvarpi Sögu?
15.12.2008 | 18:51
Á ekki líka að afskrifa einhver gjöld sem Adda á Útvarpi Sögu skuldar ríkinu? Mér finnst það við hæfi!
Þá finnst mér að ríkið eigi að kaupa tilkynningar og auglýsingar hjá Öddu á Útvarpi Sögu til jafns við þær tilkynningar og auglýsingar sem ríkið kaupir af RÚV ohf.
Hvað finnst ykkur?
Afskrifa 123 milljóna skuld RÚV við ríkissjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fæðisgjald á fastandi sjúklinga?
15.12.2008 | 09:45
Var að pæla í því hvort maður þurfi að borga fæðisgjald ef maður er fastandi?
En á án gríns - þá er upptaka fæðisgjalda á heilbrigðisstofnunum ekki eins einföld og hún virðist í fyrstu.
Á að taka gjald af öllum - líka fastandi sjúklingum?
Mega menn sleppa því að borga - en fá sendan mat að heiman?
Hvernig á að taka á þeim sem ekki hafa efni á fæðisgjöldum?
Tja, í það minnsta verða úrlausnarefnin mörg ef taka á upp fæðisgjald.
Fyrir utan pólitíkina um grundvallarspurninguna - er það réttlætanlegt að sjúklingar greiði sérstaklega fyrir matinn!
Upptaka fæðisgjalda hugsanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
En ætlar Gulli gegn Geir - næst?
15.12.2008 | 08:01
Hinn knái heilbrigðisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar ekki gegn Þorgerði varaformanni Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi flokksins. En ætlar hann gegn Geir - næst?
Það er nefnilega hætt við að staða Geirs getið orðið afar veik á þarnæsta landsfundi flokksins, þannig að ef hann hættir þá ekki af sjálsdáðum - þá verði farið gegn honum.
Þá gæti tími Gulla verið kominn - og að baráttan verði við Bjarna Benediktsson. Styrkleiki Guðlaugs er að hann hefur unnið sig upp af miklum dugnaði og baráttuhug án öflgugra ættartengsla - en styrkur Bjarna er að hann kemur úr aðlinum í Sjálfstæðisflokknum - og hefur einnig staðið sig vel sem þingmaður.
Ætlar ekki gegn Þorgerði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Unglingsstúlkunni hafði verið svarað í tvígang. Hvað vakti fyrir Þorleifi?
14.12.2008 | 16:14
Ágætu bréfi stúlkunnar var svarað af mér sem varaformanni Velferðaráðs í tvígang þar sem málin voru skýrð og réttum upplýsingum um ýmislegt sem stúlkan hafði áhyggjar af komið á framfæri.
Þorleifur hafði þau póstsamskipti undir höndum.
Af hverju ætli Þorleifur hafi ekki sent svörin og póstsamskiptin í heild sinni?
Ætli það hafi komið honum illa - því þar komu fram skýringar á breytingunum - sem felast EKKI í skertri þjónustu heldur breytingum og þróun þjónustunnar!
Var Þorleifur að hafa í huga velferð unglinga í borginni - eða var hann að reyna að fella pólitískar keilur?
Ég get ekki eðli málsins ekki birt tölvusamskiptin enda bundinn trúnaði og veit ekki hver stúlkan og foreldrar hennar eru.
Get þó sagt að bréf stúlkunar voru afar greinargóð og ljóst að þar er um efnilega stúlku að ræða.
En vegna málsins og rangtúlkana Þorleifs og fulltrúar minnilutans í Velferðaráði virti ég hér bókun fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Velferðaráði við afgreiðslu málsins:
"Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Velferðaráði telur mikil sóknarfæri í þróun þjónustu við unglinga sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda vegna félagslegrar einangrunar.
Slíkt starf hefur meðal annars farið fram í unglingasmiðjunumTröð og Stíg með góðum árangri.
Með stofnun sérfræðiteymis verður byggt á starfi unglingasmiðjanna en lögð áhersla á að tengja betur starf félagsmiðstöðva ÍTR og einstaklingsbundins stuðningsúrræði við sértækt starf, fleiri unglingum til hagsbóta.
Með vinnu teymisins verður einnig hægt að styrkja starf félagsmiðstöðvamiðstöðva ÍTR og einstaklingsbundin stuðningsúrræði, eins og persónulega ráðgjafa og liðveislu á sviði Velferðasviðs.
Meirihluti Velferðaráðs leggur áherslu á að innihald þjónustunnar er það sem fyrst og fremst skiptir máli en ekki það húsnæði sem starfsemin er rekin í.
Meirihluti Velferðaráðs telur að það fjármagn sem til verkefnisins er ætlað og önnur stuðningsúrræði Velferðaráðs og borgarinnart tryggi að þjónusta skerðist ekki.
Við útfærslu á starfi teymisins verður meðal annars nýtt ráðgjöf og stuðningur frá ADHD samtökunum, en ljóst er að hluti af þeim sem nýtt hafa þjónustu unglingasmiðjanna eru börn sem greinst hafa með ADHD."
PS.
Í LJÓS HEFUR KOMIÐ AÐ ÞORLEIFI BARST EKKI ÞESSI SVARPÓSTUR FRÁ MÉR ÞÓTT ALLIR AÐRIR Í VELFERÐARÁÐI HAFI FENGIÐ HANN. ÉG BIÐ ÞORLEIF ÞVÍ AFSÖKUNAR Á AÐ HAFA SAKAÐ HANN UM AÐ HAFA VÍSVITANDI EKKI SENT ÞAU SVÖR MEÐ ÞEGAR HANN SENDI BRÉF STÚLKUNNAR. ÞAÐ BREYTIR ÞÓ EKKI AÐ ÞAÐ ER AFAR ALVARELGT AÐ ÞORLEIFUR SEM FULLTRÚI Í VELFERÐARÁÐI SENDI FJÖLMIÐLUM PERSÓNULEGR BRÉF 16 ÁRA STÚLKU SEM SENT VAR EINSTÖKUM FULLTRÚUM Í VELFERÐARÁÐI.
´
NÁNAR UM ÞAÐ Á BLOGGINU: http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/745782/
Álasa ekki Þorleifi fyrir bréfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.12.2008 kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)