Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Styðja Sjálfstæðismenn nú hugmynd Valgerðar Sverris um einhliða upptöku evru?

Hin öfluga Framsóknarkona Valgerður Sverrisdóttir starfandi formaður Framsóknarflokksins reið á vaðið á sínum tíma og vildi kanna hvort raunhæft væri að taka upp evru einhliða. Valgerður var í hópi þeirra fyrstu sem áttaði sig á því að íslenska krónan var búin að vera.

Valgerður varð fyrir aðkasti af hálfu Sjáflstæðismanna vegna þessarar hugmyndar á sínum tíma  - hugmyndar sem sýnir sig að átti fullan rétt á sér. Eins og Valgerður.

Sjálfstæðismenn virðast nú styðja hugmynd Valgerðar Sverrisdóttur um einhliða upptöku evru - enda langt síðan Sjálfstæðismenn fóru að sakna Valgerðar og ábyrgrar pólitíkur hennar - og fleiri Framsóknarráðherra - úr ríkisstjórninni.

Ég hef verið þeirrar skoðunnar að það sé afar erfitt að taka upp evru einhliða - það þurfi fyrst að ganga í Evrópusambandið. En á undanförnum vikum hef ég aðeins linast í þeirri afstöðu. Ég er farinn að hallast að því að það sé unnt að taka strax upp evru einhliða - en þó þannig að það fylgi yfirlýsing um að upptaka evru einhliða og án inngöngu í Evrópusambandið sé nauðvörn Íslendinga - og að Íslendingar stefni að aðildarviðræðum við Evrópusambandið í kjölfarið.

Ég er ekki viss - en finnst þetta vænlegri kostur nú en áður - vegna þeirrar sérstöku stöðu sem við erum í - hreinlega "force major" ástand!

Útkoman úr aðildarviðræðunum ráða síðan því hvort við göngum  í Evrópusambandið eða ekki.


mbl.is Einhliða upptaka gjaldmiðils
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirmyndar fjárhagsáætlun Kópavogs - minnihlutinn á hrós skilið fyrir ábyrgð!

Það er til fyrirmyndar að allir bæjarfulltrúar allra flokka í Kópavogi hafi snúið bökum saman á þessum erfiðu tímum og sameinast um fjárhagsáætlun sem þar að auki er samþykkt með 200 milljón króna rekstrarafgangi.

Ég veit að það hefði verið freistandi fyrir bæjarfulltrúa minnihlutans að svíkjast undan merkjum á síðustu metrunum og gera ágreining um einhver atriði fjárhagsáætlunar með bókunum þar sem fram kæmu hefðbundin yfirboð í einstökum, vinsælum málaflokkum.

En það gerðist ekki og ég tek ofan fyrir minnihlutanum í bæjarstjórn Kópavogs fyrir að hafa staðið með meirihlutanum í ábyrgri fjárhagsáætlunargerð sem kristallast í fjárhagsáætlun án halla.

Þá er það einnig jákvætt að þrátt fyrir að oft sé tekist afar hart um ákveðin málefni í bæjarastjórn Kópavogs að meirihlutinn hafi leitað á þennan hátt eftir samstarfi minnihlutans.

Svona eiga sveitarsjórnir að vinna á erfiðum tímum.

Reyndar hafa sömu vinnubrögð verið viðhöfð í Reykjavík og því spennandi að sjá hvort einhverjir hlaupa út undan sér á síðustu metrunum. Það mun væntanlega koma í ljós á þriðjudaginn.

Ég em varaformaður Velferðaráðs hef allavega lagt mitt af mörkum sem starfandi formaður Velferðaráðs í forföllum vinkonu minnar Jórunnar Óskar sem er formaður - og að sjálfsögðu í góðu samstarfi við hana og aðra fulltrúa meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks - með því að leitast eftir því við minnihlutann að sameinast í bókunum um ákveðin atriði sem okkur öllum finnst mikilvæg - það er að hækka hámarksfjárhæð fjárhagsaðstoðar og verja grunnþjónustu Velferðasviðs.

Við náðum einmitt saman um slíka bókun á fundi Velferðaráðs á þriðjudag. Ég er minnihlutanum þakklátur fyrir það!


mbl.is Fjárhagsáætlun samþykkt með 200 milljóna kr. rekstrarafgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirbúningur fjárlaga í Evrum?

Það er einsýnt að það verður að undirbúa fjárlög vegna ársins 2010 í evrum. Ætli Geir Haarde geri sér grein fyrir því?

Ég held það reyndar...

... meira um það síðar!


mbl.is Undirbúa ný fjárlög eftir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært sjálfboðastarf í mannúðarmálum í borginni!

Það er starfrækt alveg frábært sjálfboðastarf í mannúðarmálum víða í borginni.  Fjöldi fólks kemur að slíku starfi og á mikinn heiður skilið.

Við í Velferðaráði borgarinnar kunnum vel að meta þetta mikla starf þannig að ég sem varaformaður ráðsins og Jórunn Ósk Frímannsdóttir formaður ráðsins heimsóttum nokkra staði í morgun þar sem fram fer frábært starf.  Við vildum koma þakklæti okkar í Velferðarráði beint til þeirra sem eru á frjálsum félagagrunni að vinna mikið og gott starf að mannúðarmálum í borginni fyrir þá sem minna mega sín.

Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossin vinna nú saman að fataúthlutunum   í Sjálfsbjargarhúsinu og eru einnig með afar viðamiklar matarúthlutanir í Borgartúni 25. Þar voru á milli 30 og 40 sjálfboðaliðar að störfum við að undirbúa og afhenda jólaúthlutun. Gleðilegt að sjá kraftinn í starfinu og einnig hve mörg fyrirtæki leggja þessi hjálparstarfi lið.

Þaðan héldum við í súpueldhús Samhjálpar sem er neðar í Borgartúninu. Þar var búið að bera á borð smurt brauð, kaffi og álegg og undirbúningur að hádegisverði fyrir þá sem til Samhjálpar leita var á fullu. Rólegt og gott andrúmsloft.

Fjölskylduhjálpin er við Miklatorg. Þar voru skjólstæðingar Fjölskylduhjálparinnar að koma að þótt klukkustund væri í að Fjölskylduhjálpin opnaði fyrir úthlutanir í dag.

Hjálpræðisherinn rekur afar merkilegt og gott dagsetur  fyrir útigangsmenn vestur á Granda í næsta húsi við Seglagerðina Ægi. Þar gefst fólki tækifæri að fá sér að borða, fara í sturtu, hvílast, fá fótsnyrtingu, þvo fötin sín og ræða málin sín. Við ættum að hafa þetta merka starf í huga næst þegar við sjáum hermann úr Hjálpræðishernum selja Herópið.

Við enduðum þennan heimsóknardag okkar vestur á Granda í dagsetrinu, Eins og alltaf var afar vel og elskulega tekið á móti okkur af starfsfólki og sjálfboðaliðum Hjálpræðishersins - eins og reyndar á öllum stöðunum!

Hafið öll þökk fyrir frábært og ósérhlífið starf í mannúðarmálum í borginni.


Dönsk gjaldþrot Íslendingum að kenna?

Miðað við málflutning í dönskum blöðum undanfarnar vikur - þá bíð ég bara eftir því að dönsku blöðin kenni Íslendingum um öll dönsku gjaldþrotin!

En þótt einstaka Dani hafi hreitt ónotum í Íslendinga í Danmörku - þá virðist mér þeir Danir sem ég hef verið í sambandi við fyrst og fremst finna til með okkur almúganum á klakanum - en ekki verið neikvæðir gagnvart Íslendingum.

En þeir hafa líka haft áhyggjur af Danmörku - og þá ekki vegna viðskipta Íslendinganna sérstaklega - heldur vegna þeirra danskra kaupsýslumanna sem farið hafi og geyst - eins og Íslendingarnir.


mbl.is Nálgast met í gjaldþrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vildi Valgerður líka!

Það vildi Valgerður líka - en lét undan Sjálfstæðisflokknum illu heilli. Framsóknarmaðurinn Obama þarf hins vegar ekki að dröslast með Sjálfstæðisflokkinn - og mun því væntanlega efla eftirlit með fjármálastofnunum í Bandaríkjunum.

Það er soldið framsóknarlegt - ekki satt?


mbl.is Vill efla eftirlit með fjármálastofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer ekki að verða komið nóg af farsa Ólafs Friðriks?

Fer ekki að verða komið nóg af þessum farsa Ólafs Friðriks!

Hvernig getur 1 borgarfulltrúi sakað hina 14 lýðræðislega kjörnu fulltrúana í borgarstjórn aftur og aftur um ólýðræðisleg vinnubrögð - einungis af því að þessir 14 fulltrúar sem hafa að baki sér öll atkvæði Reykvíkinga - nema hin frægu rúmlega 6000 sem oddvitinn F-listans tönglaðist svo á - eru borgarfulltrúanum ekki sammála?

Reyndar sakar Ólafur Friðrik alla 5 borgarráðsfulltrúa af 5 kjörnum borgarráðsfulltrúum um ólýðræðisleg vinnubrögð af því að þeir voru allir 5 sammála!

Hef hef ég eitthvað misskilið grunnlögmál lýðræðisins?

Auðvitað er það lýðræðislegur réttur borgarfulltrúans að bóka hverja vitleysuna á fætur annarri í borgarráði og borgarstjórn - en fer þetta ekki að vera nóg?

Er ekki eitthvað fólk í Frjálslyndaflokknum og F-listanum sem getur - á lýðræðislegan hátt - stoppað þennan farsa?


mbl.is Afgreiðslu fjárhagsáætlunar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raggeitur eða má Hótel Mamma ekki vita um rúðubrotin?

Það er einkennandi fyrir lítinn hóp mótmælenda sem fer um borgina með skemmdarverkum og léttu snjókasti að margir þeirra kjósa að dylja andlit sitt.

Er það vegna þess að þau eru slíkar raggeitur að geta ekki staðið fyrir máli sínu eins og almennilegt fólk og undir nafni eða er þetta til þess að forráðamenn á Hótel Mömmu taki ekki í lurginn á þeim?

Þetta er móðgun við þau hundruð eða þúsundir íslenskra mótmælenda sem á heiðarlegan hátt hafa mótmælt á undanförnum vikum.


mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni svefn - meira kynlíf!

Lyfjaafgreiðslunefnd hefur tekið stefnuna í kreppunni með verðlagningu sinni: Minni svefn - meira kynlíf!

Fréttin: Svefnlyf hækka í verði – stinningarlyf lækka


mbl.is Svefnlyf hækka í verði – stinningarlyf lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðarleiki Framsóknarþingmanna of stór biti fyrir Fréttablaðið?

Var heiðarleiki Framsóknarþingmanna of stór biti fyrir Fréttablaðið? 

Var það of góð útkoma að allir nema einn þingmaður Framsóknarflokksins svöruðu spurningum Fréttablaðsins um um styrki til þeirra vegna prófkjara? 

Er það ástæðan fyrir því að Fréttamaður "gleymdi" að telja fram svar hins unga og efnilega nýja þingsmanns Framsóknarflokksins - Eygló Harðardóttur?

Reyndar er  það athyglisvert að það er nú staðfest að 6 af 7 þingmönnum Framsóknarflokksins svaraði spurningum blaðamanns um styrki sem þeir hefðu mögulega þegið vegna prófkjörsbaráttu - á meðan einungis 7 af 18 þingmönnum Samfylkingar svara spurningunni - en sá Samfylkingin hefur víða á blogginu verið sökuð um að þiggja fé af Baugi og þeim sem að því ágæta fyrirtæki standa - og einungis 2 af 25 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins svara spurningunni!

Hverjir ætli hafi fjármagnað prófkjörskostnað þingmanna ríkisstjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar?

Það fáum við greinilega ekki að vita!

Aftur að svarinu sem blaðamaður Fréttablaðsins "gleymdi". Á vefsíðu Eyglóar birtir hún tölvupóst sinn til blaðamannsins:

From: Eygló Þóra Harðardóttir
Sent: 5. desember 2008 10:53
To:
jse@frettabladid.is
Subject: Svar við fyrirspurn

Sæll Jón,

hér er svarið mitt:

Prófkjörsbarátta mín í Suðurkjördæmi kostaði á milli 700-800 þús. kr. Ég greiddi sjálf stærsta hluta kostnaðarins auk þess sem fjölskylda mín studdi mig fjárhagslega. Lítill hluti kom frá einstaklingum og fyrirtækjum mér ótengd, eða innan við 100 þús. kr.

bkv. Eygló
-------------------
Eygló Harðardóttir

þingmaður

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband