Dönsk gjaldþrot Íslendingum að kenna?

Miðað við málflutning í dönskum blöðum undanfarnar vikur - þá bíð ég bara eftir því að dönsku blöðin kenni Íslendingum um öll dönsku gjaldþrotin!

En þótt einstaka Dani hafi hreitt ónotum í Íslendinga í Danmörku - þá virðist mér þeir Danir sem ég hef verið í sambandi við fyrst og fremst finna til með okkur almúganum á klakanum - en ekki verið neikvæðir gagnvart Íslendingum.

En þeir hafa líka haft áhyggjur af Danmörku - og þá ekki vegna viðskipta Íslendinganna sérstaklega - heldur vegna þeirra danskra kaupsýslumanna sem farið hafi og geyst - eins og Íslendingarnir.


mbl.is Nálgast met í gjaldþrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef átt leið í Danaveldi nokkrum sinnum á seinni árum og var skemmt yfir því hve óskaplega uppteknir þeir voru af uppgangi Íslendinga. Einkum og sér í lagi fór Jón Ásgeir í taugarnar á þeim. Þá gat ég ekki annað en verið ánægður með Jón Ásgeir. Auðvitað hlakkar í Dönum. Við erum búnir að vera eins og vandræðakrakkar á leikvellinum, pissandi í sandkassana og reytandi dönsku hárlubbana, og nú fáum við maklega ráðningu.

Baldur Hermannsson, 19.12.2008 kl. 09:17

2 Smámynd: Valdimar Birgisson

"Auðvitað hlakkar í Dönum. Við erum búnir að vera eins og vandræðakrakkar á leikvellinum, pissandi í sandkassana og reytandi dönsku hárlubbana, og nú fáum við maklega ráðningu"

Þetta er vægast sat undarlegt komment frá Baldri en lýsandi fyrir bloggheima núna.

Eru það ekki Danir sem fyrst og síðast hagnast á viðskiptum í Dannmörku? Það er látið eins og Íslendingar hafi komið á "leikvöll" sem þeir áttu ekki erindi á og gert þeim eitthvað. Ef ég geng inn á bílasölu í Dannmörku með pening sem íslenskur banki lánaði mér. Staðgreiði bíl þar er ég þá að gera bílasalanum grikk? Eða öllum Dönum?

Valdimar Birgisson, 19.12.2008 kl. 09:44

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Hallur brandarakall!

Hvað áttu við með þessu blokki? Hvað ertu að gefa í skyn? Eða ertu bara svona bloggglaður að þú getur ekki tekið pásu?

Birgir Þór Bragason, 19.12.2008 kl. 14:27

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað ertu að þvæla, Valdimar? Uppgangur Íslendinga fór óskaplega í taugarnar á Dönum og ekki hvað síst vegna þess hve mjög þeir bárust á. Svo ég vitni í einn danskan kollega: "...og svo koma þessir andskotar í sjónvarpið, íklæddir einhverjum blússum með hárið niður á herðar og þykjast eiga allt.....". Dönsk blöð veittust að þeim, báru brigður á fjöröflun þeirra, blóðug málaferli voru í gangi, Glitnir stal undan milljarðagreiðslum í Ósló............vaknaðu!

Baldur Hermannsson, 19.12.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband