Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Grunaði mig ekki Vinstri Gvend - skattahækkanir og hallarekstur!
22.12.2008 | 20:44
Grunaði mig ekki Vinstri Gvend - skattahækkanir og hallarekstur!
Vinstri grænir eru svo skemmtilega "ótengdir veruleikanum". Gera sér ekki grein fyrir því hve mikilvægt er að hafa borð fyrir báru í skattamálum - og að það skiptir afar miklu máli að reka borgarsjóð án halla.
Var reyndar búinn að sjá þetta fyrir eins og sjá má í bloggi mínu Þar fór samstaða Samfylkingar - en væntanlega kemur hún aftur!
Ítreka að ég trúi því að Svandís hafi vit fyrir félögum sínum - og vinni af ábyrgð til framtíðar með samvinnu allra oddvita alvöru flokka í borgarstjórn að leiðarljósi!
En eins og ég hef áður sagt - VG þurftu náttúrlega að tala til kjósenda sinna - sem eru ekki allir eins ábyrgir og Svandís - og boða uppháhald Vinstri grænna - hallarekstur og hærri skatta!
Segja meirihlutann í borgarstjórn ótengdan veruleikanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
... fyrr en eftir landsfund!
22.12.2008 | 19:35
Engar ráðherrabreytingar fyrirhugaðar...
... fyrr en eftir landsfund!
Enda verða menn að fá að takast á og fá stuðningsmælingu fyrst!
Breytt ríkisstjórn í febrúar - það er nokkuð klárt!
Geir: Engar ráðherrabreytingar fyrirhugaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þar fór samstaða Samfylkingar - en væntanlega kemur hún aftur!
22.12.2008 | 17:47
Þar fór samstaða Samfylkingarinnar sem ég var að hrósa fyrir ábyrgð í blogginu: Frumvarp að fjárhagsáætlun borgarfulltrúum öllum til sóma!
Stend þó við fyrra bloggið þar til annað kemur í ljós - því ég held það hafi verið sálarhjálparatriði fyrir Dag B. að geta baðað sig í sviðsljósinu með einhvers konar gagnrýni á meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks!
Vænti þess að hann og Samfylkingin haldið áfram samvinnunni um meginatriði fjáragsáætlunarinnar - enda er Dagur B. og hans fólk í Samfylkingunni þrátt fyrir allt oftast ábyrgt.
Spái því að Vinstri grænir heimti skattahækkanir og halla á fjárhagsáætlun - svona til þess að geta aðeins talað til sinna helstu stuðningsmanna - en treysti því að Svandís haldi einnig í megeinatriðum áfram samvinnunni um helstu atriði fjárhagsáætlunarinnar. Enda Svandís afar ábyrgur stjórnmálamaður.
Þegar ég lít yfir oddvita ábyrgu flokkanna í borgarstjórn, Hönnu Birnu, Óskar Bergs, Svandísi og Dag B. þá undrar mig á hve lágt plan borgarmálin komust á tímabili - en mér finnst þau öll hafa snúið við blaðinu og séu að endurheimta aftur traust og trúnað með samvinnu sinni undanfarið - þótt auðvitað verði minnihlurinn að gera ágreining í einhverjum málum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Enda er pólítík víst alltaf pólítík!
Gagnrýna stórfelldan flatan niðurskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frumvarp að fjárhagsáætlun borgarfulltrúum öllum til sóma!
22.12.2008 | 16:20
Frumvarp að fjárhagáætlun Reykjavíkurborgar er borgarfulltrúum öllum til sóma, því við fjárhagsáætlunarvinnuna sneru oddvitar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna bökum saman og unnu saman að vinnslu frumvarpsins.
Hver hefði trúað því fyrr á þessu ári að oddvitar þessara flokka næðu að vinna náið saman að vinnslu fjárhagsáætlunar, náð saman um erfiðar hagræðingaraðgerðir í borgarkerfinu í erfiðu efnahagsástandi og skila frá sér frumvarpi að fjárhagsáætlun sem gerir ráð fyrir hallalausum rekstri borgarsjóðs?
Það er hins vegar raunin og eiga allir hrós skilið.
Ég sem varaformaður Velferðaráðs er sérstaklega ánægður með að þrátt fyrir erfitt efnahagsástand þá næst að verja mikilvæga grunnþjónustu Velferðasviðs, því Velferðarsvið veitir borgarbúum mikilvæga grunnþjónustu og leikur lykilhlutverki í stuðningi við íbúa borgarinnar á erfiðum tímum.
Það er nefnilega ljóst er að fjárþörf vegna fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar mun aukast í því efnahagsástandi sem nú ríkir, enda er í fjárhagsáætluninni gert ráð fyrir verulegri aukningu í fjárhagsaðstoð.
Fulltrúar allra flokka í Velferðaráði lögðu mikla áherslu á að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar Velferðaráðs og heimildargreiðslur vegna barna yrðu hækkaðar frá því sem verið hefur þótt meginregla í forsendum fjárhagsáætlun borgarinnar hafi verið að taka ekki tillit til vísitöluhækkanna,
Að frumkvæði fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var brotið var blað í samvinnu meirihluta og minnihluta í Velferðaráði með sameiginlegri bókun alls ráðsins vegna þessa.
Það gleður mig sérstaklega að þrátt fyrir erfitt efnahagsástand þá urðu allir fulltrúar í borgarráði við áskorun Velferðasviði hvað hækkun hámarksfjárhæðar varðar. Þessi samheldni Velferðaráðs varð væntanlega til þess að hækkun hámarskfjárhæðar er tryggð í frumvarpinu sem nú liggur fyrir.
Ég vil sérstaklega þakka fulltrúum Samfylkingar, óháðra og Vinstri Grænna að verða þeirri ósk minni sem starfandi formanns Velferðaráðs í veikindaleyfi formanns ráðsins, að taka höndum saman með okkur fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og tryggja því fólki sem þarf á fjárhagsaðstoð Velferðaráðs hærri greiðslum en verið hefur.
Borgarsjóður verði rekinn hallalaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Siv þjarmar að ríkisstjórninni vegna IceSave klúðursins
22.12.2008 | 13:57
Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins heldur áfram að þjarma að ríkisstjórninni egna IceSave klúðursins.
Það er með ólíkindum hvað leiðtogaparið í ríkisstjórninni hefur ekki vitað. Einhvern veginn treystir maður því ekki alveg að þau segi satt um þessi mál - þótt ég vilji ekki halda því fram að Geir sé að skrökva þegar hann segist ekki hafa vitað um tilboð breska fjármálaeftirlitsins um flytja IceSave yfir í breska lögsögu.
Enda ljóst að pólitísk framtíð Geirs Haarde er ekki björt ef upp kemst að hann hafi vitað af tilboðinu - en ekki getað lokað dæminu. Hætt við að almenningur verði pirraður út í Geir og Sólrúnu þegar afborganir af IceSave ævintrýrinu fara virkilega að bíta!
Vissi ekki af tilboði FSA vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gjaldafyllirí ríkisstjórnarinnar ekki til bóta!
22.12.2008 | 11:18
Gjaldafyllirí ríkisstjórnarinnar sem kynnt hefur undir verðbólguna með mikilli hækkun á áfengi og með auknum álögum meðal annars á bensín og olíu er ekki til bóta.
Þá má ekki gleyma því að ríkisstjórnin kynnti heldur betur undir verðbólguna með undarlega heimskulegri 20% útgjaldaaukningu í fjárlögum fyrir árið 2008.
Verðbólgan mælist 18,1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ánægður með frænda minn Gísla Martein!
22.12.2008 | 01:03
Ég er ánægður að ágætur frændi minn Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi hafi tekið þá ákvörðun að taka sér launalaust leyfi frá borgarstjórn á vormánuðum meðan hann vinnur af miklum krafti í meistaranámi sínu.
Mér fannst alltaf frekar frekar vafasamt fyrir hann sem stjórnmálamann að flytja af landi brott í nám og halda áfram að starfa í sveitarstjórn Reykjavíkur. Veit reynda að hann hefur staðið sig afar vel í vinnu fyrir borgarbúa frá því í haust - eins og mætingarlisti í borgarstjórn sýnir - en stjórnmálamenn eiga ekki að gefa höggstað á sig eins og Gísli Marteinn hefur gert.
Væntanlega mun vinkona mín úr Velfarðarráði - Sif Sigfúsdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks nú taka sæti Gísla Marteins. Þar er úrvalskona á ferð - þótt við séum ekki alveg sammála í pólitík! En samstarf okkar hefur alltaf byggt á heilindum - enda er Sif afar vönduð kona.
Gísli Marteinn tekur sér launalaust leyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsóknarmaðurinn Obama lærir af íslenska Framsóknarflokknum í atvinnuuppbyggingu!
21.12.2008 | 22:12
Það er skemmtileg tilviljun að Framsóknarmaðurinn Obama skuli leggja áherslu á að bæta við nýjum störfum þegar hann tekur við stjórnartaumunum í Bandaríkunum eftir að Bush ríkisstjórnin skilur landið eftir í efnahagslegri lægð - jafnvel kreppu - og atvinnuleysið hefur aukist.
Minnir á þegar Framsóknarflokkurinn kom inn í ríkisstjórn 1995 og lofaði 12 þúsund nýjum störfum á kjörtímabilinu - enda atvinnuleysið mikið eftir samstjórn íhalds og krata - atvinnuleysi eins og við erum reyndar að upplifa nú í sama stjórnarmynstri!
Þá gerðr andstæðingar Framsóknarflokksins grín að flokknum fyrir "óraunhæf" markmið. Hins vegar urðu til vel rúmlega 12 þúsund störf þetta kjörtímabil þegar Framsóknarflokkurinn kom inn í ríkisstjórn.
Vonandi mun Framsóknarmanninum Obama ganga eins vel og íslensku Framsóknarmönnunum árið 1995 og árin þar á eftir!
Obama kynnir efnahagsaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Æðislegur skíðadagur í frábæru færi og mildu veðri Bláfjöllum
21.12.2008 | 15:26
Það var æðislegt að komast skíði með fjölskylduna í Blájöllum í dag. Frábært færi og milt veður. Þegar upp var komið sást Snæfellsnesið baðað gullnu sólarljósi meðan Akrafjallið var dimmblátt og hafið silfrað. Verður varla fallegra.
Það er vonandi að snjórinn haldist í Bláfjöllum í vetur - enda fátt eins slakandi og að skjótast með fjölskyldna á skíði, reyna dálítið líkamann og njóta útiverunnar. Maður gleymir kreppunni og öllu amstrinu á meðan!
Opið í Bláfjöllum og í Hlíðarfjalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menningarsögulegt slys á Hólmavík!
20.12.2008 | 23:35
Ég fæ ekki betur séð en að menningarsögulegt slys hafi orðið á Hólmavík í vikunni - og það fyrir tilstuðlan sveitarfélagsins!
Eftirfarandi las ég á fréttavefnum www.eyjan.is sem sótti fréttina á www.strandir.is :
"Rúmlega sextíu og fimm ára gamall eikarbátur, Hilmir ST-1, sem staðið hefur í tólf ár ónotaður á landi á Hólmavík á Ströndum var rifinn með stórvirkri vinnuvél í vikunni samkvæmt ákvörðun stjórnar sveitarfélagsins"
Ég á erfitt með að skilja þessa ráðstöfun. Er ekki allt í lagi í sveitarstjórninni - hjá þessu ágæta fólki á Hólmavík - bæ sem skartar einu merkilegasta safni á Íslandi - galdrasafni sem er heitið Strandagaldur.
Ég hélt að safnavitundin væriríkari en þetta. Var reynt að selja bátinn fyrst þeir vildu ekki hafa hann á Hólmavík?
Á fréttavefjunum segir einnig:
"Hilmir var smíðaður árið 1942 og hafði smíðanúmer 1 úr dráttarbrautinni í Keflavík. Hann kom til Hólmavíkur tveimur árum árum seinna, á Sjómannadaginn á lýðveldisárinu, og á honum var sóttur sjórinn frá Hólmavík í hálfa öld."
Nánar um þetta á slóðinni: Hólmavík: Rifu 65 ára gamlan eikarbát. Illa komið fyrir sjávarplássi þegar sagan er afmáð
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)