Þar fór samstaða Samfylkingar - en væntanlega kemur hún aftur!

Þar fór samstaða Samfylkingarinnar sem ég var að hrósa fyrir ábyrgð í blogginu: Frumvarp að fjárhagsáætlun borgarfulltrúum öllum til sóma!

Stend þó við fyrra bloggið þar til annað kemur í ljós - því ég held það hafi verið sálarhjálparatriði fyrir Dag B. að geta baðað sig í sviðsljósinu með einhvers konar gagnrýni á meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks!

 Vænti þess að hann og Samfylkingin haldið áfram samvinnunni um meginatriði fjáragsáætlunarinnar - enda er Dagur B. og hans fólk í Samfylkingunni þrátt fyrir allt oftast ábyrgt.

Spái því að Vinstri grænir heimti skattahækkanir og halla á fjárhagsáætlun - svona til þess að geta aðeins talað til sinna helstu stuðningsmanna - en treysti því að Svandís haldi einnig í megeinatriðum áfram samvinnunni um helstu atriði fjárhagsáætlunarinnar. Enda Svandís afar ábyrgur stjórnmálamaður.

Þegar ég lít yfir oddvita ábyrgu flokkanna í borgarstjórn, Hönnu Birnu, Óskar Bergs, Svandísi og Dag B. þá undrar mig á hve lágt plan borgarmálin komust á tímabili - en mér finnst þau öll hafa snúið við blaðinu og séu að endurheimta aftur traust og trúnað með samvinnu sinni undanfarið - þótt auðvitað verði minnihlurinn að gera ágreining í einhverjum málum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Enda er pólítík víst alltaf pólítík!


mbl.is Gagnrýna stórfelldan flatan niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband