Siv þjarmar að ríkisstjórninni vegna IceSave klúðursins

Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins heldur áfram að þjarma að ríkisstjórninni egna IceSave klúðursins.

Það er með ólíkindum hvað leiðtogaparið í ríkisstjórninni hefur ekki vitað. Einhvern veginn treystir maður því ekki alveg að þau segi satt um þessi mál - þótt ég vilji ekki halda því fram að Geir sé að skrökva þegar hann segist ekki hafa vitað um tilboð breska fjármálaeftirlitsins um flytja IceSave yfir í breska lögsögu.

Enda ljóst að pólitísk framtíð Geirs Haarde er ekki björt ef upp kemst að hann hafi vitað af tilboðinu - en ekki getað lokað dæminu. Hætt við að almenningur verði pirraður út í Geir og Sólrúnu þegar afborganir af IceSave ævintrýrinu fara virkilega að bíta!


mbl.is Vissi ekki af tilboði FSA vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband