Grunaði mig ekki Vinstri Gvend - skattahækkanir og hallarekstur!

Grunaði mig ekki Vinstri Gvend - skattahækkanir og hallarekstur!

Vinstri grænir eru svo skemmtilega "ótengdir veruleikanum". Gera sér ekki grein fyrir því hve mikilvægt er að hafa borð fyrir báru í skattamálum - og að það skiptir afar miklu máli að reka borgarsjóð án halla.

Var reyndar búinn að sjá þetta fyrir eins og sjá má í bloggi mínu Þar fór samstaða Samfylkingar - en væntanlega kemur hún aftur!

Ítreka að ég trúi því að Svandís hafi vit fyrir félögum sínum - og vinni af ábyrgð til framtíðar með samvinnu allra oddvita alvöru flokka í borgarstjórn að leiðarljósi! 

En eins og ég hef áður sagt - VG þurftu náttúrlega að tala til kjósenda sinna - sem eru ekki allir eins ábyrgir og Svandís - og boða uppháhald Vinstri grænna - hallarekstur og hærri skatta!


mbl.is Segja meirihlutann í borgarstjórn „ótengdan veruleikanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Telur þú virkilega Hallur að það hafi verið innistæða fyrir þeim skattalækkunum sem hafa verið gerðar síðustu árin?

Telur þú að hálaunafólk og eignamenn geti ekki lagt meira að mörkum til að takast á við tjónið af hruninu heldur en lagt var á þá hópa meðan "góðæris-glýjan" villti mönnum sýn?

Hverjir eiga að borga kostnaðinn sem skapst hefur af því ömurlega viðskiptamódeli græðginnar sem hefur eyðilagt og laskað meira og minna alla verðmætasköpun og viðskiptatækifæri til langrar framtíðar?´

Ertu virkilega að mæla með því að veruleg skerðing verði gerð til lengri tíma á grunnþjónustu og viðhaldi á almanna kerfi sem allir þurfa á að halda?

Eða ertu alveg búinn að afneita þinni annars ágætu skynsemi í þeim örvæntingarleik sem þið Framsóknarmenn rekið um þessar mundir - í þeirri von að þið komist aftur á blað?  

Hélt satt að segja að endurnýjun félagshyggjunnar og samábyrgðar og hófsemdar væri líklegri til þess - heldur eintóm tækifærismennska á grundvelli fyrirliggjandi harmsögu Framsóknarflokksins úr samstarfinu við Sjálfgræðisflokkinn

Benedikt Sigurðarson, 22.12.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Alveg er ég þér sammála um að skattalækkanir sem Sjálfstæðisflokkurinn setti á oddin á síðasta kjörtímabili - og Samfylkingin boðaði reyndar líka fyrir þarsíðustu kosningar - voru afar illa tímasettar. Minni á að Framsókn varaði við þeim.

En að hækka útsvar á okkur núna - þegar tekjur okkar eru að lækka - er ekki það sem þarf. Mögulega mun Reykjavíkurborg neyðast til þess að nýta sér aukið svigrúm til hækkunar útsvars - en er ekki rétt að bíða og sjá?

Jú - auðvitað!

Hallur Magnússon, 22.12.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband