Af hverju ekki ráðuneytin úr 12 í 7?

Af hverju ekki að fækka ráðuneytum úr 12 í 7? Það ætti að spara peninga - ekki hvað síst í eftirlaunum ráðherra og þaulsætinna ráðuneytisstjóra!
mbl.is Fastanefndir verði 7 í stað 12
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Benedikt!

2 og 3 ganga líka upp í 6!

Kannske við fækkum bara í 6?

Hallur Magnússon, 22.12.2008 kl. 21:51

2 identicon

Það má auðveldlega fækka ráðuneytum um tvö strax. Sameina dóms- og samgönguráðuneyti í innanríkisráðuneyti og iðnaðarráðuneyti  landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti í atvinnumálaráðuneyti. Það þýðir strax 2 ráðherrar og 3 ráðuneytisstjórar. Gera landið að einu kjördæmi og fækka þingmönnum um leið og kosið verður í sambandi við EB.

Annar sparnað er líka hægt að finna á sviði sveitastjórnarmála. Sameina sveitarfélög t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu. Hvað skyldi það hafa kostað okkur íbúana öll endemis vitleysan í sambandi við lóðakapphlaupið undanfarin ár og þúsundir tómra og ófullgerða íbúða svo ekki sé talað um allar lóðirnar sem búið er að skila. Við erum aðeins 320 þús. sálir með kerfi fyrir miljóna þjóð. Ég þori nú varla að minnast á sjúkrahúskerfið. En vitað er að aukið framboð á þjónustu þýðir aukin eftirspurn. Erum við svona lasin? Er ekki bara vitlaust raðað eða alltof margir aðilar með jokera upp í erminni, nema hvorutveggja sé.       

Jón Tynes (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 23:18

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Fækkun - hlyntur henni - það verður þó að sína skynsemi í henni -

Jón Tynes - e e já þú segir nokkuð - fyrir fjölda mörgum árum var sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu umræðuefni hjá JC. þá kom margt fróðlegt upp á borðið í gagnaöflun félaganna.  Það væri fróðlegt að sjá sparnaðartölur í þessu máli sem og sparnað af hagræðingunni - það eru líka gallar - en þeir voru ekki stórvægilegir á þeim tíma. En Það kostar landsmenn líka fé þegar smá samfélög útum land neita að sameinast öðrum - oftast ræður hrepparígur för - stundum virðast einkahagsmunur svietarstjóranna hafa áhrif.

Látum skoða þetta mál í fullri alvöru.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.12.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband