Framsóknarmaðurinn Obama lærir af íslenska Framsóknarflokknum í atvinnuuppbyggingu!

Það er skemmtileg tilviljun að Framsóknarmaðurinn Obama skuli leggja áherslu á að bæta við nýjum störfum þegar hann tekur við stjórnartaumunum í Bandaríkunum eftir að Bush ríkisstjórnin skilur landið eftir í efnahagslegri lægð - jafnvel kreppu - og atvinnuleysið hefur aukist.

Minnir á þegar Framsóknarflokkurinn kom inn í ríkisstjórn 1995 og lofaði 12 þúsund nýjum störfum á kjörtímabilinu - enda atvinnuleysið mikið eftir samstjórn íhalds og krata - atvinnuleysi eins og við erum reyndar að upplifa nú í sama stjórnarmynstri!

Þá gerðr andstæðingar Framsóknarflokksins grín að flokknum fyrir "óraunhæf" markmið. Hins vegar urðu til vel rúmlega 12 þúsund störf þetta kjörtímabil þegar Framsóknarflokkurinn kom inn í ríkisstjórn.

Vonandi mun Framsóknarmanninum Obama ganga eins vel og íslensku Framsóknarmönnunum árið 1995 og árin þar á eftir!


mbl.is Obama kynnir efnahagsaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Það var leitt að Obama skuli læra þetta af framsókn þá verður fylgið hans um 8% í næstu kosningum eða þar um bil. Var það ekki ykkar hlutskipti Hallur?

Þorvaldur Guðmundsson, 21.12.2008 kl. 22:21

2 identicon

Hallur!

Er svo þreyttur í kvöld að ég get engu mótmælt þessu endalausa rugli í þér.

 En   GLEÐILEG JÓL. Megi Guð blessa þig og þína.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 22:27

3 identicon

og 90% íbúðarlán í næstu kosningum þar á eftir.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 22:29

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

og finnur fann bankana.. en við finnum ekki finn !

Óskar Þorkelsson, 21.12.2008 kl. 22:34

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Hörður!

Takk fyrir þetta!

Gleiðileg jól :)

Hallur Magnússon, 21.12.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband