Framsóknarmaður valinn maður ársins hjá Time!

Það er skemmtilegt að Framsóknarmaðurinn Barack Obama hafi verið valinn maður ársins hjá stórtímaritinu Time!

Ekki er verra að valið er meðal annars vegna "sjálfstraust til að rissa upp metnaðarfulla framtíðarsýn á erfiðum tímum.“

Það er vonandi að ný forysta Framsóknarflokksins taki félaga sinn til fyrirmyndar og hefji stjórnmálabaráttuna á nýju ár með "sjálfstraust til að rissa upp metnaðarfulla framtíðarsýn á erfiðum tímum.“  

Ekki veitir af - og ekki er slíkt að gerast hjá Sjálstæðisflokknum og Samfylkingunni - systurflokki Verkamannaflokksins sem hefur verið í fararbroddi í aðförinni að Íslandi!


mbl.is Obama valinn maður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskir  Framsóknarmenn hafa  frábæra  kímnigáfu! 

Nú er  Obama  Framsóknarmaður.

John F. Kennedy var líka   Framsóknarmaður   að því er    flokksmálgagnið  Tíminn sagði á  sinni  tíð. 

  Á bréfhaus  Tímans   stóð þá  á  ensku "The  Times of Iceland". Sem   sagt  jafnoki Lundúnablaðsins   Times.

Miklir menn erum við Hrólfur minn.

Vikuritið  heitir  annars Time  en  ekki Times !

Með  góðri  kveðju.

Eiður (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Takk Eiður fyrir að benda á prentvilluna mína - sem ég leiðrétti - og takk fyrir að undirstrika áratuga samband Framsóknarflokksins og Demókrataflokksins í Bandaríkjunum.

En það var rétt skrifað í fyrirsögninni!

 Sakna reyndar "The  Times of Iceland"!

(Reyndar einnig Þjóðviljans og Alþýðublaðsins - en það er annað mál)

Hallur Magnússon, 17.12.2008 kl. 14:52

3 identicon

hmmm... var ekki framsóknarmaðurinn Adolf Hitler valinn maður ársins í Time á sínum tíma, þegar Hriflu-Jónas var uppá sitt besta?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 15:43

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er nú hálf asnalegt að vera að standa í svona samanburði. Obama er t.d. fylgjandi dauðarefsingum og á móti félagslegu sjúkrakerfi. Það má vera að ég hefi ekki heyrt um stefnubreytingar í Framsókn undanfarið og rúmlegur er Framsóknarflokkurinn sjálfsagt til að rúma mismunandi skoðanir en ég á samt erfitt með að sjá að hann eigi eitthvað heima með ykkur.

Héðinn Björnsson, 17.12.2008 kl. 16:08

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Jú, einmitt Hilmar. Adolf Hitler.

Bergur Thorberg, 17.12.2008 kl. 18:00

6 Smámynd: Nonni

Þetta eru hvorutveggja úlfar í sauðagæru, það er satt. Tækifærissinnar dauðans.

Nonni, 17.12.2008 kl. 18:08

7 identicon

Eru nú framsóknarmenn loksins að fella grímuna? Því á ísl. mælikvarða er Barack Hussein Obama nefnilega mikill hægrimaður! Loksins að framsóknarflokkurinn gengst nú við því opinberlega við því sem samvinnufólk (sem komið er í Samfylkingu eða Vinstri græna) hefur vitað lengi að framsókn var og er enn bara undirdeild í Íhaldsflokki Íslands. Þess vegna er fylgið ykkar svona lítið.

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 19:10

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Hilmar!

Nei, Hitler var ekki Framsóknarmaður.

Væri væntanlega í Samfylkingunni frekar en VG í dag - en er þó ekki viss í hvorum flokknum  hann væri!

Flokkur hans hét Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei - sem við gætum útlagt Þýzki þjóðernisjafnaðarverkamannaflokkurinn!

Ekki gleyma að Jónas frá Hriflu hafði mikla andúð á Hitler - annað en sumir í sumum öðrum stjórnmálaflokkum.

Eygló!

Ánægður að þú minnist á samvinnuhugsjónirnar - sem er ein grunnstoð Framsóknarflokksins -eins og reyndar hjá Demókrötum í Bandaríkjunum!  Minni á að líklega er hvergi í hinum vestræna heimi eins hátt hlutfall samvinnufélag eins og í Bandaríkjunum! 

Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei,

Hallur Magnússon, 17.12.2008 kl. 19:23

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Eftir að hafa velt málinu aðeins betur fyrir mér - þá hygg ég að Hitler væri í hinum nýja Framfaraflokki sem var að fá listabókstafin A

Hallur Magnússon, 17.12.2008 kl. 19:31

10 identicon

Skelfing ertu nú orðinn röksnauður!

Fylgishrun framsóknar stafar af því að flokkurinn var og er hægri flokkur. Hann hætti að vera samvinnuflokkur Í VERKI. Hann er EKKI samvinnuflokkur fyrir 5 aura með gati. Var það einu sinni en hefur ekki verið það í lengri tíma.  Samvinnufólkið fór úr framsókn því að flokkurinn varð hægri flokkur. Þið náið engu fylgi aftur fyrr en ykkur skilst þetta og hættið að villa á ykkur heimildir og farið að kroppa fylgi af Sjálfræðisflokknum og frjálslyndum. Því þar eigið þið hljómgrunn. Sorry, en þetta er nú ástæðan fyrir fylgishruninu ykkar.

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 19:32

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Maður á auðvitað ekki að láta draga sig út í svona umræður.. en ég stenst ekki freistinguna því bullið í þessum þræði er svakalegt.

Hallur, ef jafna á nasionalsocialist party Hitlers við einhvern flokk á íslandi í dag þá stendur honum næst frjálslyndi flokkurinn enda með eindæmum þjóðhollir og útlendingafjandsamlegir, en það er samt langur vegur á milli þar, svo allur samanburður við jafnaðarmannaflokk íslands er út í hött.. en ég reikna með að þú hafir komið með þessa samlíkingu í hálfkæringi.

En það er gott að vita að ef demokratarnir bandarísku eru framsóknarmenn þá hlýtur framsókn að standa lengst til hægri á íslandi og því fjandsamlegastir alþýðu og bændum þessa lands.. gott að fá þetta svona beint í æð umbúðalaust frá frammámanni innan framsóknarflokksins. Takk fyrir það Hallur.

Óskar Þorkelsson, 17.12.2008 kl. 20:11

12 Smámynd: Hallur Magnússon

Eygló!

Mikið ertu eitthvað reið!

Ég efast ekki um að það er margt gott samvinnufólk í Samfylkingunni og Vinstri grænum.

En það er náttúrlega yfirgengilegur hroki að halda því fram að Framsóknarflokkurinn sé ekki samvinnuflokkur. Hef reyndar lítið séð til samvinnunnar í Samfylkingunni - og allra síst hjá formanninum - en það er annað mál.

Þú ættir að hlusta á unga fólkið í Framsóknarflokknum! Hvet þig til að mæta á Hverfisgötuna á aðventukaffi þeirra á laugardaginn! Þá færðu að hitta alvöru samvinnufólk sem er að vinna af hugsjón í pólitík!

Þú ættir til dæmis að horfa á nöfnu þína Harðardóttur í síðasta Silfri tala um samvinnustefnuna!

Hallur Magnússon, 17.12.2008 kl. 20:56

13 Smámynd: Hallur Magnússon

Óskar!

Auðvitað var ég að mæla Hitler inn í núverandi íslenskra pólitík í hálfkæringi! Þótt það sé ýmislegt skrítið í íslenskri pólitík í dag - þá er himinn og haf á milli allra stjórnmálaflokka á Íslandi og þýska nasistaflokksins á sínum tíma!

Hallur Magnússon, 17.12.2008 kl. 20:59

14 identicon

Já, ég er fjúkandi reið, eins og þjóðin er öll. Ég er reið framsóknarflokknum fyrir að hafa stutt við últrafrjálshyggjuna í íhaldinu og leyft því að leika landið svona.  Það er ekki við neinu öðru að búast frá íhaldinu, en fólk var að vonast til að framsókn stæði í lappirnar og stæði við í orði, ekki bara í (marklausum) stefnuskrám við eitthvað af því sem xB setti á blað.

Ég horfi á Silfrið, og heyri talið, en rétt eins og allur landslýður, þá hef ég EKKERT séð af því koma fram í "stjórnar"tíð Framsóknar. Þar var eingöngu stutt við últrafrjálshyggjuna. Og það er meira að segja svo að þeir framsóknarmenn sem voru nú í forystusveitinni leggur ekki lengur í forystuhlutverk hjá framsókn, tja, nema þá Siv greyið. Hinir eru flúnir af vettvangi eða vilja ekki láta fólk tengja sig við framsóknarforystu lengur, greinilega stolt af verkum sínum eða hvað?.  Samvinnufólkið (sem þú segir að sé enn til í Framsókn) þarf þá að láta VERKIN tala til að fólk fái aftur einhverja smá trú á að framsókn sé eitthvað annað en hægri flokkur.

Ég er í Samfylkingunni og til að ég kjósi xS aftur, þarf Samfylkingin að sýna að hún ætli sér að verða eitthvað annað en taka 2 á Framsókn í samstarfinu við íhaldið. Og ég held nú barasta að íhaldið sé að snúa af sinni braut vegna þrýstings frá Samfylkigunni. Það er þá meira en framsókn gat nokkurn tímann gert.  En mér dettur ekki í hug að treysta framsókn fyrir mínu atkvæði.

Vísa annars í fyrri komment um Samfylkinguna (við öðrum innslögum).

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 21:09

15 Smámynd: Róbert Björnsson

Sæll Hallur -  Þar sem ég þekki aðeins til Amerískra demókrata (sem félagi í Democratic Farmer-Labor Party of Minnesota) langar mig að benda á að "framsóknarstefnan" þeirra, þ.e. "Progressivism" (og pragmatismi) er aðallega bendluð við þá sem eru lengst til vinstri innan demókrataflokksins (t.d. Dennis Kucinich, Mike Gravel, Bernie Sanders, Howard Dean, Al Franken og Paul Wellstone heitinn) og þeirra helstu stefnumál eru jafnréttismál (social justice), stuðningur við verkalýðsfélög (og litla manninn í þjóðfélaginu), húsnæðismál, umbætur á heilbrigðiskerfinu og social security, umhverfismál og græn orka.

Ef þetta eru allt í einu orðin stefnumál Framsóknarflokksins þá fagna ég því...en eitthvað fannst mér fara lítið fyrir þessum hugsjónum á meðan flokkurinn sat í ríkisstjórn síðustu árin.  Því miður tók ég meira eftir einkavinavæðingu, spillingu (t.d. S hópurinn, SíS og brask með lífeyrissjóði), stórfurðulegri landbúnaðar-og byggðarstefnu, einangrunarstefnu í Evrópumálum og úreldum moldarkofa-þjóðernis gildum, endalausum álvers áformum og svo mætti lengi telja.

Engu að síður óska ég ykkur alls hins besta í framtíðinni og vona að með róttækri endurnýjun og naflaskoðun færist þið nær þeim gildum sem stefnuskrá ykkar kveður á um, ekki bara í orði heldur á borði.  Vonandi tekst ykkur, rétt eins og hinum flokkunum að breyta um hugsunarhátt og taka upp raunverulega framfarastefnu.  Ykkar er valið, að þurrkast endanlega út úr íslenskum stjórnmálum eða taka þátt í að byggja upp nýtt og betra Ísland.  Oft er þörf en nú er nauðsyn.

Bestu kveðjur frá Minnesota.

Róbert Björnsson, 18.12.2008 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband