Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Pakk sem vinnur gegn málstaðnum

Það er rétt hjá Ingibjörgu Sólrún Gísladóttur, formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, þegar hún efast um að þeir sem mótmæltu fyrir utan Hótel Borg væru fulltrúar íslensku þjóðarinnar.

Það er líka rétt hjá henni að það eigi að gera skýran greinarmun á þessum mótmælum og friðsamlegum fjöldamótmælum á Austurvelli undanfarnar vikur.

Þetta er pakk sem vinnur gegn góðum málstað - og margir fekki hugaðir en að þeir þora ekki að koma fram á heiðarlegan hátt - heldur hylja andlit sitt í skrílslátunum.


mbl.is Beitti piparúða á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bylting í heimahjúkrun og heimaþjónustu í Reykjavík

Þegar ég vann hjá reynslusveitarféalginu Hornafirði fyrir rúmum áratug vann ég að því að sameina á einni hendi heilsugæsluna, félagsþjónustuna, heimaþjónustuna, heimahjúkrun og þjónustu við fatlaða. Árangurinn við þá sameiningu og samþættingu fullvissaði mig um að þessir þjónustuþættir ættu að vera á einni hendi - í höndum sveitarfélaganna.

Það var alveg ljóst í þessu reynsluverkefni okkar fyrir austan að þetta var módel sem ætti að taka upp á landsvísu.

Það kom mér því á óvart þegar ég kom inn í Velferðaráð Reykjavíkur í haust sem varaformaður að þetta skref hafði ekki verið tekið í Reykjavík - einmitt þar sem mesta hagræðingin og bestu möguleikar á bættri þjónustu með slíkri samþætttingu gætuorðið.

Því fannst mér frábært þegar við í Velferðaráði fengum borgarstjóra og heilbirðisráðherra að undirrita viljayfirlýsingu um að Reykjavíkurborg tæki að sér heimahjúkrun í Reykjavík nú í haust.

Ennþá gleðilegra varð það í dag að vera viðstaddur þegar Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í dag samning um að flytja rekstur Miðstöðvar heimahjúkrunar höfuðborgarsvæðisins frá ríkinu til borgarinnar.

Með þjónustusamningnum hefst tilraunaverkefni til þriggja ára sem felst í að reka heimahjúkrun og sameina hana rekstri félagslegrar heimaþjónustu í Reykjavík. Þannig verður til þjónustukerfi, sem myndar eina heild gagnvart notanda og er markmiðið að gera fleiri íbúum kleift að búa heima þrátt fyrir öldrun, fötlun, veikindi eða skerta getu til daglegra athafna. Með því að sameina og samþætta starfsemina er stefnt að því ná fram bættri nýtingu mannafla og fjármuna.

Þarna er um að ræða verkefni sem ég hef séð ganga vel í litlu sveitarfélkagið - og sé mikla möguleika á þróun þjónsutunnar í stærsta sveitarfélagi landsins.

Það er á dögum sem þessum sem maður áttar sig á því af hverju maður er að stússast í samfélagsverkefnum eins og að vera varaformaður Velferðaráðs Reykjavíkur. Það er gott að geta gert gagn!


Haarde klaufi!

Geir Haarde er réttnefndur Haarde klaufi. Auðvitað átti Geir að auglýsa embætti skrifstofustjóra nýrrar efnahags- og alþjóðafjármálaskrifstofu hjá ráðuneytinu - þótt hann hefði leitað til Björns Rúnars um að taka starfið að sér. 

Björn Rúnar er náttúrlega af því kaliberi að það hefði engu máli skipt hver annar hefði sótt um - viðkomandi hefði aldrei getað verið metinn hæfari - en auðvitað nokkrir mögulega jafn hæfir.

Haarde klaufi er með klaufaskap sínum búinn að skaða Björn Rúnar - sem þeir sem til þekkja vita að er í hópi okkar allra öflugustu hagfræðinga með mikla reynslu úr Þjóðahagsstofnun um langt árabil, sem starfsmaður OECD, fjármálaráðuneytisins, greiningardeildar Búnaðarbankans og greiningardeildar Landsbankans.

En það er hins vegar jafn ljóst að ekki er um einkavinavæðingu að ræða - enda var Björn Rúnar klárlega ekki með Geir Haarde í Heimdalli!


mbl.is Var óheimilt að ráða án auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef þá ekki verið enn oftar seinn en ég hélt!

Ég hef þá verið enn oftar seinn en ég hélt!

"Þeir, sem bíða eftir því að skála fyrir nýju ári, eiga eftir að verða fyrir dálitlum vonbrigðum og þó. Ástæðan er sú, að nýtt ár gengur ekki í garð þegar klukkan slær tólf á miðnætti, heldur einni sekúndu síðar.

Hlaupár er á fjögurra ára fresti eins og allir vita en hlaupsekúndum er hins vegar bætt við eftir þörfum. Það verður nú í 24. sinn síðan sá háttur var tekinn upp árið 1972. Það er vegna þess, að tíminn er annars vegar mældur af atómklukku, sem skeikar innan við milljarðasta úr sekúndu á degi hverjum, og hins vegar af  snúningi jarðar um eigin öxul. Misræmið stafar af því, að snúningurinn er óreglulegur og það er margt, sem hefur áhrif á hann, m.a. þyngdarafl sólar og mána, sjávarföllin, sólvindar, geimryk og segulstormar. Jafnvel loftslagsbreytingarnar margumtöluðu hafa sín áhrif vegna þess, að heimskautaísinn minnkar."


mbl.is Áramótunum seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískt klókt hjá Svandísi - Framsókn tryggir atvinnu - enn einu sinni!

Það er pólitískt klókt hjá Svandísi Svavarsdóttur að ganga af fundi þegar rætt var um orkuverð Orkuveitu Reykjavíkur til fyrirhugaðs álvers í Helguvík.

Enn klókara að bóka að almenningur ætti að eiga: „lögvarða kröfu á því að fá verðið uppgefið þar sem í þeim upplýsingum liggja miklir hagsmunir almennings. Jafnframt mun fulltrúinn áfram berjast fyrir því að raforkuverð til stóriðju verði gert opinbert."

Þetta er í takt við það sem þjóðin vill - en erfitt getur verið að fá fram - ekki endilega vegna þess að Orkuveitan vilji ekki gefa upp verðið - heldur vegna þess að um er að ræða viðskiptalegar upplýsingar sem viðsemjandi Orkuveitunnar vill náttúrlega ekki gefa upp.

Svandís sýnir hér enn einu sinni að hún er öflugur og klókur stjórnmálamaður - eins og hún á kyn til - og er á því sviði langtum fremri helsta keppinauti sínum - Degi B. Eggertssyni núverandi leiðtoga Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur.

En einu sinni sýnir það sig að þegar Framsóknarflokkurinn er við stjórnvölinn - þá tryggir það atvinnu. Annað en þegar kratar og íhald vinna saman. Meira um það á bloggi mínu:


mbl.is Sala á orku hefjist 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkuveitan með mikilvæga atvinnusköpun á erfiðum tímum

Orkuveita Reykjavíkur hefur væntanlega tryggt mikilvæga fjármögnun svo þetta öfluga fyrirtæki í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar geti lagt sitt af mörkum í viðreisn íslensks efnahagslífs með áframhaldandi framkvæmdum á Hellisheiði.

Þá mun Reykjavíkurborg væntanlega tryggja framkvæmdir á árinu 2009 sem munu tryggja mikilvæga atvinnu sem annars hefði ekki verið fyrir hendi. Forsenda þess er hins vegar fjármögnun á ásættanlegum kjörum sem ég trúi að Reykjavíkurborg nái.

Á meðan sveitarfélagið Reykjavíkurborg leggur sitt af mörkum við atvinnusköpun á erfiðum tímum, þá fer minna fyrir slíku hjá ríkisvaldinu - sem ætti að leiða atvinnusköpun á krepputímum.

Það er vert að minna á að við stjórnvölinn í Reykjavík - bæði í borgarstjórn og í Orkuveitunni - eru Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn - sem náð hafa góðri samvinnu við minnihlutann í borginni. Minnihlutinn á hrós skilið fyrir að leggja sitt af mörkum í þeirri samvinnu. 

Þá er einnig vert að hafa í huga að við stjórnvölinn í ríkisstjórninni er Samfylking og Sjálfstæðisflokkur. Þau hafa enga samvinnu við minnihlutann á Alþingi.

Munið að það hefur verið Framsóknarflokkurinn sem byggt hefur upp atvinnu á Íslandi eftir að ríkisstjórnir krata og íhalds hafa skilið við með miklu atvinnuleysis. Það borgar sig að hafa Framsóknarflokkinn við stjórnvölinn - þótt mörgum svíði það! En þannig er það bara!


mbl.is OR tekur fimm milljarða króna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Götustrákurinn" Jón Ásgeir setti Ísland ekki á hausinn - einsamall

Þótt ég hafi talið að Jón Ásgeir hafi verið einn þeirra sem eigi þátt í íslenska efnahagshruninu þá hefur það verið ljóst jafn ljóst í mínum huga að þáttur hans hefur verið verulega ofmetinn, enda gat hann ekki borið ábyrgð á sífelldum mistökum seðlabanka og ríkisstjórnar, sem meðal annars fólust í því að gjaldeyrisforð Íslendinga var ekki efldur.

Líklega hefur óbeit seðlabankastjóra á Jóni Ásgeiri leikið stærra hlutverk í bankahruninu en Jón Ásgeir sjálfur. Það er deginum ljósara að aðförin að Glitni - sem meðal annars varð til þess að íslenska bankakerfið hrundi - hefði ekki verið gerð ef Jón Ásgeir og fyrirtæki hans hefðu ekki verið tengd Glitni. Hætt við að Glitnir hefði fengið lánafyrirgreiðslu í seðlabankanum ef persónur og leikendir hefðu verið aðrir.

En nóg í bili af hefðu og ef!

Las grein Jóns Ásgeirs. Hún er trúverðug - en eðli málsins vegna endurspeglar hún náttúrlega hans hlið á málunum.

Það sem kom mér mest á óvart í henni er hve lágt hlutfall útlána Glitnis var til félaga í hans eigu. Hafði í ljósi umræðunnar talið að það væri miklu hærra!

Það verður gaman að sjá við brögð hörðustu andstæðinga Jóns Ásgeirs við henni. Vonast eftir rökum en ekki upphróðunum frá þeim.


mbl.is Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni Ágústsson næmari í efnahagsmálunum en Geir Haarde

Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins hafði miklu næmari skilning á stöðu efnahagsmála en hagfræðingurinn Geir Haarde - (já, þótt það sjáist ekki í störfum Geirs þá er hann hagfræðingur!).

Þetta kemur fram í úttekt Rúv um efnahagsumræðuna á árinu, Umræðan um efnahagsmál var tvískipt 

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagði um miðjan janúar að óveðurský væru á lofti.

Geir Haarde, forsætisráðherra, aftók að íslensku bankarnir væru of stórir fyrir hagkerfið.

Er ekki rétt að Geir fylgi Guðna í langa fríið frá stjórnmálunum?


Hryðjuverkaárás á Palestínu

Hvað gengur Ísraelum eiginlega til með þessari hryðjuverkaárás á Palestínu? 
mbl.is Hóta að senda hermenn til Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu og löngu ljóst að evran hefði mildað kerfishrunið!

Að sjálfsögðu hefði verið betra að Íslendingar væru búnir að taka upp Evru fyrir löngu og það er löngu ljóst að þá hefði kerfishrunið á Íslandi ekki orðið!  Það þurfti ekki Wall Street Journal til að fatta það!

En það er verið að fjalla um Ísland og kerfishrunið okkar í Wall Street Journal í dag. Greianrhöfundar komast að þeirri niðurstöðu - ekki óvænt - að evran hefði  getað dregið úr falli íslensku bankanna.

Klikkið hefði hisn vegar verið að með því að höfða til þjóðarstolts hafi Davíð Oddsson hinsvegar lengi spornað við því að þjóðin gengi í Evrópusambandið og tæki upp evruna.

Við værum betur sett ef meirihluti Framsóknarmanna á flokksþingi 2003 sem vildi prófa aðildarviðræður við Evrópusmambandið hefði sett hagsmuni þjóðarinnar umfram hagsmuni flokksins - og sett á oddinn að Ísland gengi til aðilfarviðræðna við Evrópusambandið - og að þjóðin tæki síðan afstöðu til niðurstöðu viðræðna þegar þær lægju fyrir!

 En Evrópuviðræðuarmurinn lét undan minnihlutanum - til að viðhalda einingu í flokknum!

Ekki varð það til þess að sameina flokkinn - þannig það hefði verið betra að faraí aðildarviðræður þá - þótt einhverjir Framsóknarmenn hefðu farið í fýlu!

Þetta kennir okkur að flokkar - hvaða nafni sem þeir nefnast - eiga að hætta að hugsa fyrst og fremst um mögulegan eigin hag - en að taka hagsmuni þjóðarinnar fram fyrir sína eigin.

Það skilar þeim árangri til lengri tíma!

Þannig var Framsókanrflokkurinní áratugi - þótt andstæðingarnir hafi snúið út úr því - en flokkurinn klikkaði á því í Evrópuaðildarviðræðutillögnni á sínumtíma. Það hefur bæði skaðað flokkin sem er ekki stórmál - en miklu frekar skaðað þjóðina - sem er stærra mál.

Hins vegar er það gott fyrir Framsóknarflokkin að aðrir hafa hugsað enn frekar um eigið skinn - og bannað umræður um Evrópusambandsaðildarviðræður - eða þóst vilja viðræður en ekki haft fullt umboð til þess!

Enginn hefur hins vegar tekið af skarið og gert það eina rétta - að láta þjóðina velja!

Skrítin pólitíkin á Íslandi!

 


mbl.is Evran hefði dregið úr fallinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband