Að sjálfsögðu og löngu ljóst að evran hefði mildað kerfishrunið!

Að sjálfsögðu hefði verið betra að Íslendingar væru búnir að taka upp Evru fyrir löngu og það er löngu ljóst að þá hefði kerfishrunið á Íslandi ekki orðið!  Það þurfti ekki Wall Street Journal til að fatta það!

En það er verið að fjalla um Ísland og kerfishrunið okkar í Wall Street Journal í dag. Greianrhöfundar komast að þeirri niðurstöðu - ekki óvænt - að evran hefði  getað dregið úr falli íslensku bankanna.

Klikkið hefði hisn vegar verið að með því að höfða til þjóðarstolts hafi Davíð Oddsson hinsvegar lengi spornað við því að þjóðin gengi í Evrópusambandið og tæki upp evruna.

Við værum betur sett ef meirihluti Framsóknarmanna á flokksþingi 2003 sem vildi prófa aðildarviðræður við Evrópusmambandið hefði sett hagsmuni þjóðarinnar umfram hagsmuni flokksins - og sett á oddinn að Ísland gengi til aðilfarviðræðna við Evrópusambandið - og að þjóðin tæki síðan afstöðu til niðurstöðu viðræðna þegar þær lægju fyrir!

 En Evrópuviðræðuarmurinn lét undan minnihlutanum - til að viðhalda einingu í flokknum!

Ekki varð það til þess að sameina flokkinn - þannig það hefði verið betra að faraí aðildarviðræður þá - þótt einhverjir Framsóknarmenn hefðu farið í fýlu!

Þetta kennir okkur að flokkar - hvaða nafni sem þeir nefnast - eiga að hætta að hugsa fyrst og fremst um mögulegan eigin hag - en að taka hagsmuni þjóðarinnar fram fyrir sína eigin.

Það skilar þeim árangri til lengri tíma!

Þannig var Framsókanrflokkurinní áratugi - þótt andstæðingarnir hafi snúið út úr því - en flokkurinn klikkaði á því í Evrópuaðildarviðræðutillögnni á sínumtíma. Það hefur bæði skaðað flokkin sem er ekki stórmál - en miklu frekar skaðað þjóðina - sem er stærra mál.

Hins vegar er það gott fyrir Framsóknarflokkin að aðrir hafa hugsað enn frekar um eigið skinn - og bannað umræður um Evrópusambandsaðildarviðræður - eða þóst vilja viðræður en ekki haft fullt umboð til þess!

Enginn hefur hins vegar tekið af skarið og gert það eina rétta - að láta þjóðina velja!

Skrítin pólitíkin á Íslandi!

 


mbl.is Evran hefði dregið úr fallinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er átt við með "dregið úr fallinu"?

Greinarhöfundurinn kemst að þeirri niðurstöðu að aðild að Evrópusambandinu sé eitt af því sem kannski hefði getað komið í veg fyrir fall bankanna.

Þetta með að "draga úr fallinu" (væntanlega að milda afleiðingarnar) er hinsvegar eitthvað sem Morgunblaðsmenn bættu inn í fréttina.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Það er of auðvelt að segja: Ef að þetta hefði gerst og hitt hefði ekki gerst þá væri allt í fínu lagi í dag... T.d. ef Ísland hefði aldrei fengið sjálfstæði frá Danmörku værum við ekki í þessu klúðri í dag, værum bara ligeglad með den danske krone... Ef ég man rétt hefur IMF ekki sagt að ef Lettland hefði ekki gengið nýlega í ESB og farið á risa lánafyllerí þá væri þeirra efnahagur ekki að hrynja í dag?

Róbert Viðar Bjarnason, 28.12.2008 kl. 02:44

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

En sem betur fer er Guð almáttugur að gefa okkur tækifæri á að snúa bankakerfi okkar við núna.

ég verð að segja að þeir pólitíkusar sem eru með þessa evru pælingar og setningar um að þetta hefi nú erðið svona og svon a ef þetta hefði verið gert þarna.Þá hefði þetta ekki farið svona og við værum ekki í þessu veseni núna.

Flestir sem tjá sig svona eru ekki að sjá raunverulegu ástæður fyrir hruni bankana.

Og flestir hagfræðingar og bankastjórar eru að vinnaí því að byggja upp sama kerfið.

Og ærtla svo að taka upp evru og sumir tala um dollar.

En svo eru sumir sem vilja krónu með betri flotgengishagfæði. Allt er þetta langt frá þeirri lausn sem allir eru að bíða eftir.

Lausn sem afnemur verðtryggingu nánast strax þannig að á engann hallar, leggur af verðbólgu, og lækkar vexti til viðráðanlegra marka.

Þú trúir kanski ekki að sú lausn sé til og að hún sé framhvæmanleg.

En hún er framhvæmanleg og miklu fljótlegri en evruleiðin. Og útilokar ekki ESB seinna.

Ég er búinn að liggja yfir skýrslum og fræðum síðustu 6 vikurnar og ég er um það bil að fara að að presentera hana í fjölmiðlum. Ef við hefðum farið í evrópusambandið og tekið upp evru fyrir tveim árum hefði enginn séð ástæðu til að fara þessa leið.

Ps. ef ég er með lán hjá frjálsa get ég fært það yfir til þín.

Vilhjálmur Árnason, 28.12.2008 kl. 02:47

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eiginhagsmunapot Framsóknarmanna hefur löngum skaðað þjóðina Hallur minn, eins og kemur fram í þessum pistli þínum. Þetta hefur verið viðloðandi alla tíð og allt fram á þennan dag.

Haraldur Bjarnason, 28.12.2008 kl. 09:23

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hmmm? Hvar kemur guð almáttugur inn í þetta dæmi Vilhjálmur??

Jón Steinar Ragnarsson, 28.12.2008 kl. 10:46

6 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Afsakið Jón Steinar ..forsáin eða lukkuhjólið eða hvað sem þér þóknast. Sama er mér.

Vilhjálmur Árnason, 28.12.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband