Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Íslendingar vilja afdráttarlaust að ríkið styðji við eignalitla og tekjulága einstaklinga við húsnæðiskaup. Þetta kemur fram í sömu viðhorfskönnun sem sýndi afgerandi stuðning almennings og fasteignakaupenda við Íbúðalánasjóð sem Capacent Gallup gerði fyrir sjóðinn í desember.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ætti því að hafa sterka stöðu í að efla félagslegan þátt íbúðalánakerfisins.
Hvorki meira en minna en 87,5% þeirra sem svöruðu spurningunni: "Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að ríkið styðji við eignalitla og tekjulága einstaklinga við húsnæðiskaup?" voru því hlynntir. Einungis 8,3% voru því andvígir.
Þá er jafn ljóst að almenningur vill að slíkur stuðningur sé í formi húsnæðisbóta í einhverri mynd en sé ekki í formi niðurgreiddra vaxta. Tveir af hverjum þremur töldu húsnæðisbætur réttu leiðina.
Niðurstöður skoðanakannananna er að finna á vef Íbúðalánasjóðs www.ils.is en í þeim er margt athyglisvert að finna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er HB Grandi að gera grín að Vopnfirðingum - eða er þeim alvara?
23.1.2008 | 21:46
Man ég það ekki rétt að HB Grandi hafi boðað mikla uppbyggingu á Akranesi fyrir ekki svo löngu síðan? Hvar standa Skagamenn nú með 100 ára fyrirtækið sitt?
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las bjartsýnislega frétt frá fyrrum sveitungum mínum á fréttavefnum Vopnafjörður.is þar sem sagt er frá göfugum fyrirætlunum HB Granda á Vopnafirði. Vonandi standa þeir við orð sín fyrir austan - þótt þeir hafi illilega gengið bak orða sinna á Akranesi.
En fréttin hljóðar svo:
"Í dag var boðað til borgarafundar í tilefni hugmynda sem Grandamenn eru með í samandi við nýja fiskmjölverksmiðju á Vopnafirði. Héldu þeir kynningu á 1000 tonna verksmiðju ásamt mjölgeymslum sem taka um 10 þúsund tonn af mjöli. Ef af verður eru þetta gríðarlegar framkvæmdir en áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í vor og ný verksmiðja verði tekin í notkun í maí 2009:
Það sem verður byggt:
Verksmiðjuhús verður endurnýjað og stækkað. Stór hluti búnaðar í verksmiðjunni verður endurnýjaður. 2. Mjölsíló verða flutt frá Reykjavík og endurbyggð á Vopnafirði. 3. Gert verður ráð fyrir að hægt verði að fjölga sílóum seinna. 4. Byggð verður mjölskemma sem tengist mjölsílóum 5. Byggt verður flutningskerfi (dragari) að mjölsílóum.Byggt verður flutningskerfi (dragari) fyrir mjöl til skips (útskipun)."
Ímynd Íbúðalánasjóðs afar sterk!
23.1.2008 | 09:54
Ímynd Íbúðalánasjóðs er afar sterk enda er um og yfir 80% Íslendinga jákvæður gagnvart sjóðnum. Ég er ánægður með þessa niðurstöðu sem fram kemur í viðhorfskönnunum sem Capacent Gallup gerði í desember, annars vegar meðal fasteignakaupenda og hins vegar meðal almennings.
Ég er stoltur að sjá þessa jákvæðu niðurstöðu hjá Íbúðalánasjóði þar sem ég starfaði af lífi og sál í 8 ár og mér líður vel að skilja við sjóðinn í svo góðru stöðu, nú þegar ég hef skipt um vettvang og hafið störf hjá Spesíu, eigin ráðgjafafyrirtæki.
Það eykur enn ánægjuna að sjá að matsstuðull sem mælir jákvæðni var 4,1 meðal fasteignakaupenda, en 4,0 meðal almennings. Báðar niðurstöðurnar eru hærri en hæsta gildi sem mældist í sértækum ímyndarkönnunum Capacent á árinu 2007, en þar var hæsta gildi 3,9 og meðaltalsgildið 3,8.
Í báðum skoðanakönnunum kemur fram mjög skýr vilji fólks fyrir því að Íbúðalánasjóður starfi áfram í óbreyttri mynd og hefur hlutfallið aldrei áður verið svo hátt. Meðal fasteignakaupenda vill 87,4% óbreytta starfsemi en það hlutfall var 82,8 % í desember 2006. Í almennu könnuninni var þetta hlutfall 85,5% í desember 2007 á móti 74,2% í desember 2006.
Því miður er ekki víst að stjórnvöld geti rekið Íbúðalánasjóðs áfram í óbreyttri mynd - þótt þau vildu - því líkur eru á að Eftirlitsstofnun EFTA muni þrengja eitthvað að möguleikum Íbúðalánasjóðs til að þjóna hlutverki sínu - möguleikum sem reyndar eru allt of takmarkaðir í dag.
Hámarkslánið í dag er einungis 18 milljónir þegar það ætti að vera 24 milljónir miðað við fyrri viðmið félagsmálaráðuneytis á sama tíma og úrelt viðmið við brunabótamat hamlar mjög möguleikum sjóðsins að lána þeim sem eru að kaupa minni íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.
Þá hefur sjóðnum ekki verið gefin heimild til að lána myntlán þótt ljóst sé að vextir sjóðsins á slíkum lánum yrðu til muna lægri en vextir bankanna.
Það er nefnilega athyglisvert að í skoðanakönnunum kom fram að 42,6% þeirra sem telja sig munu festa kaup á íbúðarhúsnæði á næstu misserum telur sig muni taka íbúðalán í erlendri mynt. Þá kemur fram að 38,7% þeirra sem endurfjármögnuðu íbúðalán sín á árinu 2007 tóku slík lán í erlendri mynt samanborið við 9,7% í könnuninni í desember 2006.
Um 80% ánægð með Íbúðalánasjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mun borgarstjóri svíkja Reykvíkinga um Sundabrautargöng?
22.1.2008 | 13:22
"Sundabraut. Staðarvali og undirbúningi ljúki sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist."
Þýðir þetta að nýr meirihluti ætli að breyta samþykktri afstöðu borgarráðs til legu Sundabrautar? Ætlar nýr meirihluti ekki að leggja áherslu á að Sundabraut liggi í göngum - eða ætlar hann að ganga á eftir vitleysunni í Vegagerðinni og velja hina vitlausu eyjaleið?
Vonandi velja menn skynsemina og berjast áfram fyrir lagningu brautarinnar í göng. Ef ekki - þá er þessi nýi meirihluti mikil ótíðindi fyrir bæði landsbyggð og höfuðborgarsvæði.
En ég treysti í þessu máli á skynsemi Vilhjálms Þ. sem er með yfirburðaþekkingu í skipulagsmálum - þótt hann hafi samþykkt að hafa Reykjavíkurflugvöll óbreyttan á teikningum út kjörtímabilið.
Mér þætti reyndar gaman að heyra í Valsmönnum um það áhersluatriði - og um byggingu nýrrar flugstöðvar í túnjaðrinum á Hlíðarenda.
Engin áhrif á stjórnarsamstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óstabíll meirihluti!
22.1.2008 | 08:04
Nýr meirihluti í borgarstjórn er óstabíll - á sama hátt og fyrri meirihluti hefur verið óstabíll allt frá því Ólafur F. tók við af Margréti Sverrisdóttur. Það kom mér ekki á óvart að Ólafur F. hafi hlaupið undan merkjum - en hélt hann myndi lafa örlítið lengur.
Mér hefði liðið betur að sjá Vilhjálm Þ. strax sem borgarstjóra. Það þarf að vera öflugur og traustur maður sem borgarstjóri - og það er VIlhjálmur þótt hann hafi aðeins lentí ógöngum vegna REI.
Málefnasamningurinn er hvorki fugl né fiskur - og lítið skárri en ekki málefnasamngur fyrri stjórnar. Greinileg friðþæging fyrir Ólaf F. Kosturinn sá að Sjálfstæðisflokkurinn fær sjálfdæmi um stjórn - ef Ólafur F. hleypur ekki undan merkjum.
Ólafur og Vilhjálmur stýra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ísland eitt kjördæmi eykur jafnrétti kynjanna!
21.1.2008 | 08:51
Ísland á að vera eitt kjördæmi. Það eykur ekki einungis jafnræði kjósenda - það eykur jafnrétti kynjanna! Það er sá lærdómur sem við getum dregið af niðurstöðu nýliðinna kosninga í Færeyjum þar sem konum - sem fram að þessu hafa átt verulega erfitt uppdráttar í færeyskum stjórnmálum - fjölgaði verulega.
Ástæðan fyrir því að þetta eykur jafnrétti kynjanna er sú að þrátt fyrir að sterkar konur hafi náð að komast í fremstu röð og leitt lista í einstökum kjördæmum - konur eins og Valgerður Sverrisdóttir, Ingibjörg Sólrún, Þorgerður Katrín, Siv Friðleifsdóttir og Kolbrún Harðardóttir - þá er staðan yfirleitt sú að karlmenn leiða listana.
Lítum á síðustu kosningar. Þar bar Framsóknarflokkurinn reyndar af - þar sem konur skipuðu efsta sætið í helmingi kjördæmanna. "Kvenfrelsisflokkurinn" Vinstri grænir komu í humátt á eftir með tveir konur sem leiddu lista á móti fjórum körlum. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking úti á þekju - aðeins ein kona leiddi lista hvors flokks!
En vegna jafnréttissjónarmiða koma konur oft í sætunum á eftir körlunum. Það gerir það að verkum að hlutfall karla verður alltaf hærra en kvenna við núverandir kjördæmaskipan - því yfirleitt er það tryggt að karlarnir í fyrst sæti komast inn - jafnvel er karl í öðru sæti - en konurnar sitja eftir sem varaþingmenn.
Með því að gera Ísland að einu kjördæmi - þá eru allar líkur á því að listarnir verði betur blandaðir - kynjahlutföll í efstu sætum jöfn - þótt karlar leiði þá lista. Það mun væntanlega skila sér í því að fleiri konur ná kjöri.
Já, það er jafnréttismál að gera Ísland að einu kjördæmi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óvirðiligt fyri Føroyar at vera hjáland
20.1.2008 | 10:55
»Eg ikki eri nakar serfrøðingur í føroyskum politikki, men eg haldi, at tá eg komi frá einum landi, ið hoyrdi til Danmark í 600 ár, og sum hevur verið sjálvstøðugt í 60 ár, so eri eg heldur ikki fullkomiliga óvitandi um evnið,« staðfestir íslendska heimsstjørnan Björk, sum seinasta hálvárið hevur tosað eldhugað fyri føroyskari loysing á konsertferð sínari kring heimin.
Þetta kemur fram í viðtlali í helgarblaði Dimmalættings við Björk okkar Guðmundsdóttur sem talað hefur fyrir sjálfstæði Færeyja undanfarna mánuði.
Afstaða Bjarkar fellur ágætlega að úrslitum kosninganna á færeyska lögþingið þar sem Tjóðveldið er orðinn stærsti flokkurinn - þvert á skoðanakannanir! Hvort það haggar landstýrinu verður bara að koma í ljós - en núverandi stjórnarflokkar, Fólkaflokkurinn, Sambandsflokkurinn og Javnaðarflokkurinn- héldu velli þrátt fyrir sigur Tjóðveldisins - en töpuðu allir fylgi.
Það er jákvætt að konum fjölgar á færeyska Lögþinginu - ekki veitti af - frekar en hér heima.
Kosningarnar í gær voru þær fyrstu þar sem Færeyjar eru eitt kjördæmi. Það virðist fullkomlega hafa gengið upp - og ástæða fyrir okkur Íslendinga að skoða það fyrirkomulag af fullri alvöru.
Konum fjölgar á færeyska Lögþinginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vonandi velur ráðherrann ekki vitleysu Vegagerðarinnar - þegar hann fær málið á ný!
Þrátt fyrir þögnina þá vænti ég þess að samgönguráðherra gangi í takt við borgaryfirvöld í þessu máli og láti Vegagerðina ekki glepja sér sýn. Til lengri tíma er algjör della að leggja Sundabraut EKKI í göng - hvað sem sendiboði Vegagerðarinnar segir. Að öðru leiti vísa ég í fyrri blogg mín um þetta mikilvæga byggðaverkefni.
Ég er ekki viss um að staðhæfing Morgunblaðsins:
Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær er Vegagerðin hlynnt svokallaðri eyjalausn sem talin er níu milljörðum króna ódýrari en að leggja hluta Sundabrautar í jarðgöng.
sé rétt. Eins og fram hefur komið er kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar um Sundagöng reiknuð upp í topp miðað við allra ströngustu og nýjustu skilyrði EB - en veit ekki til þess að það sama hafi verið gert með gamalt kostnaðarmat óskaleiðar Vegagerðarinnar um eyjaleið.
En hvað varðar þessa pólitísku þögn - þá er hún afar hvimleið.
Sjá nánar Hefjið útboðsferli Sundabrautar í göngum strax! og Ráðherrar vanhæfir hægri vinstri?
Vill ekki tjá sig um Sundabraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fleiri einki valkort fingið
18.1.2008 | 20:14
Það eru því miður einhverjir hnökrar í framkvæmd landsþingskosninganna í Færeyjum ef marka má frétt Dimmalættings:
Fleiri veljarar í Tórshavnar kommunu hava ikki fingið valkortini til løgtingsvalið enn. Tey mugu tí biðja um valkort, tá tey møta á valstaðnum leygardagin, sigur kommunan
Fleiri í Tórshavnar kommunu hava ikki fingið valkort. | |
Tað eru fleir veljarar, sum hava vent sær til Tórshavnar kommunu og boðað frá, at tey ikki hava fingið valkortið við postinum.
Av tí, at valdagurin er leygardagur, verður postur ikki borin út hendan dag, og tískil skulu tey, sum mangla valkort, men kortini halda seg standa á vallistanum, biðja um valkort, tá tey koma á valstaðið at velja. Tað er Tórshavnar kommuna, sum boðar frá.
Vonandi kemur þetta ekki að sök!
En meðfylgjandi teikning Óla P í Sósíalurin lýsir stemmingunni ágætlega, en teikningin var undir fyrirsögninni "Gott val!" Við erum greinilega bræðraþjóðir! | ||
Sambandsflokkurinn sigurstranglegur í Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ökum frekar undir Réttarholtsveginn
18.1.2008 | 07:51
Það eru ekki góð tíðindi að umferð um Réttarholtsveg aukist enda umferð gangandi barna og unglinga mjög mikil yfir þessa götu sem er í miðju íbúðahverfi og slítur sundur skólahverfi. Það er hins vegar jákvætt að borgaryfirvöld hyggist bregðast við með undirgöngum fyrir gangandi vegfarendur eða að setja akandi umferð í göng.
Ég mæli með því að akandi umferð um Réttarholtsveg verði sett í göng frekar en að byggð verði undirgöng fyrir gangandi vegfarendur. Þannig er einnig hægt að gera meira úr umhverfi svæðisins við Réttarholt, en á þessu svæði eru tveir grunnskólar, leikskóli og félagsaðstaða fyrir aldraða.
Ég óttast reyndar að umferðamannvirkin á horni Réttarholtsvegar og Sogavegar muni ekki anna aukinni umferð - en ég er reyndar ekki sérfræðingur á þessu sviði.
Umferð um Réttarholtsveg aukist um 10% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)