Er HB Grandi að gera grín að Vopnfirðingum - eða er þeim alvara?

Man ég það ekki rétt að HB Grandi hafi boðað mikla uppbyggingu á Akranesi fyrir ekki svo löngu síðan?  Hvar standa Skagamenn nú með 100 ára fyrirtækið sitt?

Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las bjartsýnislega frétt frá fyrrum sveitungum mínum á fréttavefnum Vopnafjörður.is þar sem sagt er frá göfugum fyrirætlunum HB Granda á Vopnafirði. Vonandi standa þeir við orð sín fyrir austan - þótt þeir hafi illilega gengið bak orða sinna á Akranesi.

En fréttin hljóðar svo:

"Í dag var boðað til borgarafundar í tilefni hugmynda sem Grandamenn eru með í samandi við nýja fiskmjölverksmiðju á Vopnafirði. Héldu þeir kynningu á 1000 tonna verksmiðju ásamt mjölgeymslum sem taka um 10 þúsund tonn af mjöli. Ef af verður eru þetta gríðarlegar framkvæmdir en áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í vor og ný verksmiðja verði tekin í notkun í maí 2009:

Það sem verður byggt:

Verksmiðjuhús verður endurnýjað og stækkað. Stór hluti búnaðar í verksmiðjunni verður endurnýjaður. 2.        Mjölsíló verða flutt frá Reykjavík og endurbyggð á Vopnafirði. 3.        Gert verður ráð fyrir að hægt verði að fjölga sílóum seinna. 4.        Byggð verður mjölskemma sem tengist mjölsílóum 5.        Byggt verður flutningskerfi (dragari) að mjölsílóum.

Byggt verður flutningskerfi (dragari) fyrir mjöl til skips (útskipun)."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

yfirlýsingar og orðin stór.
ætli fái að standa?
herpingur og hreðjatök.
hallelúja fyrir HB Granda

Brjánn Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 00:46

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Vid skulum vona ad teim se alvara.

Tad er buid ad vera mikill uppbygging a Vopnafirdi sidan HB Grandi kom austur.

Vonandi heldur tetta afram.

Jens Sigurjónsson, 24.1.2008 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband