Vonandi velur ráðherrann ekki vitleysu Vegagerðarinnar - þegar hann fær málið!

Vonandi velur ráðherrann ekki vitleysu Vegagerðarinnar - þegar hann fær málið á ný! 

Þrátt fyrir þögnina þá vænti ég þess að samgönguráðherra gangi í takt við borgaryfirvöld í þessu máli og láti Vegagerðina ekki glepja sér sýn. Til lengri tíma er algjör della að leggja Sundabraut EKKI í göng - hvað sem sendiboði Vegagerðarinnar segir.  Að öðru leiti vísa ég í fyrri blogg mín um þetta mikilvæga byggðaverkefni.

Ég er ekki viss um að staðhæfing Morgunblaðsins:

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær er Vegagerðin hlynnt svokallaðri eyjalausn sem talin er níu milljörðum króna ódýrari en að leggja hluta Sundabrautar í jarðgöng.

sé rétt. Eins og fram hefur komið er kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar um Sundagöng reiknuð upp í topp miðað við allra ströngustu og nýjustu skilyrði EB - en veit ekki til þess að það sama hafi verið gert með gamalt kostnaðarmat óskaleiðar Vegagerðarinnar um eyjaleið.

En hvað varðar þessa pólitísku þögn - þá er hún afar hvimleið.

Sjá nánar Hefjið útboðsferli Sundabrautar í göngum strax! og Ráðherrar vanhæfir hægri vinstri? 


mbl.is Vill ekki tjá sig um Sundabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Sundabraut í göng er ekkert annað en 101 byggðarstefna og er ekki nema hálfur sannleikurinn um kostnað, það á að byggja önnur göng frá 101 og út í Garðabæ, allt þetta á að gera fyrir óbyggða glerkastala í gamla bænum, síðan eiga borgarbúar að eyða eldsneyti og tíma í að ferðast í gegnum þetta.

Lausnin er innrileið og nýr miðbær við Elliðaárósa, allt annað er fjársóun. 

Sturla Snorrason, 19.1.2008 kl. 19:29

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Innri leið er ekkert annað breikkun á Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.1.2008 kl. 19:38

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Sturla.

Hugmynd þín um nýjan miðbæ við Elliðaárósa er athyglisverð. Hins vegar er jafn ljóst að forsenda þess að hafa miðbæ þar er að leggja EKKI eyjaleiðina - því sú leið myndi þrengja allt of mikið að slíkum miðbæ. Sundagöng er eina vitræna lausnin - fyrir landsbyggðina og Reykjavík!

... og já - að sjálfsögðu á að halda áfram með göng undir Öskjuhlíð - og áfram undir Kópavoginn.  Jafnframt að leggja METRO í Reykjavík.

Tím klárhestanna er löngu liðinn!

Hallur Magnússon, 19.1.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband