Mun borgarstjóri svíkja Reykvíkinga um Sundabrautargöng?

"Sundabraut. Staðarvali og undirbúningi ljúki sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist."

Þýðir þetta að nýr meirihluti ætli að breyta samþykktri afstöðu borgarráðs til legu Sundabrautar? Ætlar nýr meirihluti ekki að leggja áherslu á að Sundabraut liggi í göngum - eða ætlar hann að ganga á eftir vitleysunni í Vegagerðinni og velja hina vitlausu eyjaleið?

Vonandi velja menn skynsemina og berjast áfram fyrir lagningu brautarinnar í göng. Ef ekki - þá er þessi nýi meirihluti mikil ótíðindi fyrir bæði landsbyggð og höfuðborgarsvæði.

En ég treysti í þessu máli á skynsemi Vilhjálms Þ. sem er með yfirburðaþekkingu í skipulagsmálum - þótt hann hafi samþykkt að hafa Reykjavíkurflugvöll óbreyttan á teikningum út kjörtímabilið.

Mér þætti reyndar gaman að heyra í Valsmönnum um það áhersluatriði - og um byggingu nýrrar flugstöðvar í túnjaðrinum á Hlíðarenda.


mbl.is Engin áhrif á stjórnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Miðað við hvernig ólafur hefur borið sig eftir byltinguna hef ég nákvæmlega enga trú á honum enda er hann argasta afturhald.

Óskar Þorkelsson, 22.1.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Sturla Snorrason

22.01.2008Spegillinn í dag

Fjörutíu þúsund bílar aka nú Geirsgötuna í miðborg Reykjavíkur daglega. Sá umferðarþungi mun enn aukast, meðal annars vegna þess að innan fárra ára mun umferð til og frá Reykjavík færast yfir á norðurströnd borgarinnar þegar Sundabraut kemst í gagnið og ekki síst ef sú braut verður neðanjarðar frá Laugarnesi í Gufunes. Marga dreymir um göng undir höfnina.

Var að hlusta á þetta áðan,  þetta 101 rugl er alveg botnlaust. Þeir minntust líka á Öskjuhlíðargöng en gleymdu göngunum undir Þingholtin og Kópavogin. Ég skil ekki svona byggðarstefnu sem skapar ekkert nema vandræði.

Eins er þetta rugl með flugvöll á Hólmsheiði, það ætti að bjóða fyrrverandi meirihluta laus sæti í norðan ókyrrð þar, ef það er ekki þoka eða allt á kafi í snjó.

Sturla Snorrason, 22.1.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Sturla minn.

Göng eru eina leiðin til að leysa umferðavanda höfuðborgarsvæðisins - hvort sem þér líkar betur eður verr.

Hallur Magnússon, 22.1.2008 kl. 22:38

4 identicon

Af hverju eru þau eina leiðin? Ég skora á þig að fella þau rök sem finna má í þessum pistli:

http://www.deiglan.com/index.php?itemid=11748

Árni (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 23:47

5 Smámynd: Sturla Snorrason

Það er ekki von að ég skilji það, ég ek úr Grafavogi niður í 101 á hverjum degi þar sem ég vinn við skipulags verkefni og er með allar nýjustu hugmyndir í skipulagi höfuðborgarinnar upp á borði hjá mér, fyrir utan það flýg ég og mynda ég öll helstu verkefnin fyrir tölvuvinnslu og módelsmíði.

Sturla Snorrason, 22.1.2008 kl. 23:57

6 identicon

Við Valsmenn viljum flugvöllinn burt.  Það á nú reyndar við um fleirri

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 00:55

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Vonandi svíkur hæstvirtur borgarstjóri verktakana ekki um göngin. Það var sko mikið grætt á Hringbrautardraslinu. Þó einfaldara og ódýrara hefði verið að laga þá sem fyrir var. Mamma borgar.

Ólafur Þórðarson, 23.1.2008 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband