Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Klækjastjórnmálamaðurinn Dagur B. í stuði

Dagur B. Eggertsson er afar duglegur í fréttatilkynningum þessa dagana.

Efni þeirra er svona og svona - en þar er oft gefið í skyn að Samfylkingin hafi einhverja sérstöðu um hin ýmsu mál. Tillögur að siðareglum vill hann núna gera að sérstöku máli Samfylkingar og gefur í skyn að Framsóknarmenn dragi lappirnar - án þess að segja það beint.

Sannleikurinn er reyndar sá að við í borgarstjórnarflokki Framsóknar vorum að fá tillögu að siðareglum í hendurnar í dag og munum taka afstöðu til þeirra á vikulegum fundi okkar á mánudaginn næsta.

Þá er vert að minna á að það var Framsóknarflokkurinn sem gekk fram fyrir skjöldu á Alþingi á sínum tíma og birti opinberlega eignir og eignatengsl þingmanna sinna.

Reyndar er fyrirsögn fréttar mbl.is villandi - því það er verið að ræða siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg - en ekki siðareglur Framsóknarflokksins.

En það er vert að upplýsa að Framsóknarflokkurinn er með í undirbúningi siðareglur fyrir flokksmenn sína.

Eftirfarandi var samþykkt á síðasta flokksþingi:

Ályktun um siðareglur Framsóknarflokksins

Markmið

Að Framsóknarflokkurinn verði í fararbroddi í siðbót íslenskra stjórnmála.

Leiðir

Að Framsóknarflokkurinn setji siðareglur fyrir þá sem starfa í umboði flokksins.

Fyrstu skref

Framkvæmdastjórn flokksins skipi nefnd sem vinni drög að siðareglum Framsóknarflokksins.

Þeirri vinnu skal vera lokið fyrir næstu kosningar. Í nefndinni skulu eiga sæti 1 fulltrúi fyrir hvert kjördæmasamband, þó tveir fyrir Reykjavík, og einn fulltrúi frá hvoru sérsambandi flokksins.

Framkvæmdastjórn skipar sjálf formann nefndarinnar.


mbl.is Beðið eftir siðareglum Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákveðið fast hlutfall tekna fari í afborganir íbúðalána

Það er ljóst að greiðslubyrði almennings af lánum hefur stóraukist og fjölmörg heimili eru að sligast.  Fjölomörg heimili eru að greiða miklu meira en fjórðung innkomu sinnar í afborganir og vextir af lánum.

Ég hef sett fram aðgerð sem getur skipt sköpum fyrir heimilin sem eru að sligast undan greiðslubyrðinni.

Hef talað fyrir þessari leið frá því í haust - meðal annars á blogginu. Setti hugmyndina í minnisblað þegar ljóst var að ný ríkisstjórn væri að komast á koppinn. Birti þetta enn einu sinni:

Aðgerðir vegna greiðslubyrði íbúðalána

 Há greiðslubyrði íbúðalána ógnar stöðu fjölmargra íslenskra heimila í þeirri efnahagslægð sem nú gengur yfir.  Hættan á greiðsluþroti fjölda heimila sem leiðir af sér greiðslufall vegna íbúðalánas ógnar stöðu Íbúðalánasjóðs og annarra fjármálafyrirtækja. Markmið stjórnvalda í þessari stöðu hlýtur að vera sú að tryggja heimilum bærilegri greiðslubyrði vegna íbúðalána svo heimilin komist ekki í greiðsluþrot og jafnframt að tryggja Íbúðalánasjóði og öðrum fjármálafyrirtækjum sem veitt hafa heimilunum íbúðalán öruggt greiðsluflæði til að stöðu þeirra sé ekki ógnað. Það er ljóst að framtíðarfyrirkomulag íbúðalána og húsnæðisbóta getur ekki verið verkefni minnihlutastjórnar sem starfar nánast sem starfsstjórn fram að kosningum þar sem þjóðin mun endurnýja pólitískt umboð Alþingis. Hér á eftir koma tillögur að bráðabirgðaaðgerðum sem tryggja hóflega greiðslubyrði heimilanna og tryggja öruggt fjárstreymi til fjármálafyrirtækja vegna íbúðalána á næstu mánuðum og misserum. 

Greiðslubyrði fast hlutfall af brúttó innkomu

 Greiðendum íbúðalána verði gefinn kostur á að greiða ákveðið fast hlutfall brúttó innkomu sinnar  20% sem greiðslu af íbúðalánum sínum.. Íbúðalánasjóði, ríkisbönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum sem lánað hafa íbúðalán verði gert skylt að heimila lántakendum að velja tímabundið slíkt fast greiðsluhlutfall.  Gengið verði síðar frá uppgjöri á greiðslu mismunar lægri greiðslu vegna hins fasta hlutfalls og fjárhæðar hefðbundinnar afborgunar íbúðalánsins. 

Hefðbundin vísitölutryggð lán

Mismunur á greiðslu vegna hins fasta hlutfalls og fjárhæðar hefðbundinnar afborgunar íbúðalánsins verði fryst og bætist við höfuðstól lánsins um áramót. Ákvörðun um meðferð mismunarins til lengri tíma verði tekin að 3 árum liðnum.  Möguleika á meðhöndlun hærra láns gera þá orðið lenging láns ef greiðslubyrði er og há og í einhverjum tilfellum möguleg afskrift hluta lánsins. Ákvörðun um slíkt verði í höndum nýrrar ríkisstjórnar.

Gjaldeyrislán

Haldið verði utan um greiðsluflæði vegna gjaldeyrislána í íslenskum krónum. Uppgjör á greiðslum vegna gjaldeyrisláns verði um hver áramót. Ákvörðun um  hvort miðað verði við þá gengisvísitölu sem ríkir um áramót eða að uppgjör verði gert á sérstaklega ákveðinni gengisvísitölu verðu tekin þegar þar að kemur enda er ekki um endurgreiðslu ríkisbankanna á fjármögnun gjaldeyrislánanna að ræða fyrr en síðar.  

Hefðbundin vísitölutryggð lán

Ríkisbönkum verði gert skylt að veita viðskiptavinum sínum sambærilega greiðsluerfiðleikaaðstoð og hefðbundin greiðsluerfiðleikaaðstoð Íbúðalánasjóðs.


mbl.is Fjórðungur tekna í afborganir og vexti af lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrásarvíkingana á válista...

... enda eru þeir í útrýmingarhættu ekki satt?
mbl.is Útrásarvíkingana á válista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarkúrsar í háskóla í stað sumarvinnu sem ekki fæst!

Í núverandi atvinnu- og efnahagsástandi er ástæða til þess að menntamálaráðherra taki höndum saman með rektorum háskólanna á Íslandi um að stórauka framboð á sumarkúrsum svo stúdentar geti nýtt dýrmætan tíma til menntunar meðan skortur er á atvinnu fyrir skólafólk.

Þá ætti einnig gefa háskólanemum kost á að vinna að verkefnum á fagsviðum sínum fyrir fyrir ríki og borg, verkefnum sem geta gefið háskólaeiningar og orðið stúdentum dýrmæt í ferilskrá þeirra.

Menntamálaráðherra verður náttúrlega að fá félaga sinn í fjármálaráðuneytinu í fjármögnun sumarkúrsa, þrátt fyrir þörf á niðurskurði í ríkisútgjöldum.

Það er unnt að skipuleggja þetta ef menn fara strax af stað!


mbl.is Háskólar kynna námsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabær breyting á stjórnun Landspítalans

Það er blóðugt eftir margra ára raunaukningu á fjárframlögum til Landspítalans í tíð heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins að nú þurfi að skera hastarlega niður á spítalanum og grípa til uppsagna.

En sú skipulagsbreyting sem fyrirhugað er að gera á skipulagi og stjórnun á einstökum sviðum Landspítalans er löngu tímabær. Tvíhöfðastjórnun sviða þar sem annars vegar læknar hafa séð um einn þátt stjórnunar og hjúkrunarfræðingar aðra hefur aldrei verið fullkomlega í lagi.

Framsóknarráðherrarnir áttu fyrir löngu að vera búnir að breyta því fyrirkomulagi.

Skipulagssbreytingin á að verða til markvissari og betri stjórnunar sem feli í sér sparnað.

Það verður hins vegar athyglisvert að sjá hverjir verða ráðnir sem stjórnendur sviðanna. Væntanlega og vonandi blanda heilbirgðisstétta með góða stjórnunarmenntun samhliða heilbrigðismenntuninni. Þar er staðreyndin reyndar sú að stétt hjúkrunarfræðinga stendur líklega betur í stjórnunarfræðunum en stétt lækna, en hjúkrunarfræðingar hafa verið mjög duglegir að sækja sér viðbótarmenntun á sviði stjórnunar.

Fyrst ég er farinn að tala um stjórnunarmenntun og heilbrigðiskerfið - þá er vert að minna á mjög athyglisvert nám í Háskólanum á Bifröst í stjórnun heilbrigðissþjónustu!


mbl.is Uppsagnir fyrirhugaðar á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frederic S. Mishkin og Tryggvi Þór eru öruggleg gáttaðir

Frederic S.  Mishkn og frambjóðandinn Tryggvi Þór Herbertsson eru öruggleg ennþá gáttaðri en aðrir sérfræðingar, en fræg skýrsla þeirra var til þess á sínum tíma að þagga niður gagnrýnisraddir á stefnu íslensku bankanna og styrk efnahagslífsins.

Það má jafnvel leiða rökum að því að skýrslan hafi ollið enn dýpri kreppu á Íslandi enn annars hefði orðið.

Tryggvi Þór þarf að halda vel á spöðunum til að verjast slíkri gagnrýni.

Það er reyndar athyglisvert að skoað til dæmis Fréttabréf Fjármálaráðuneytisins þegar skýrslan kom út:

Út er komin ný skýrsla um fjármálastöðugleika á Íslandi eftir Frederic S. Mishkin og Tryggva Þór Herbertsson þar sem tekið er undir margt af því sem fjármálaráðuneytið hefur látið frá sér fara um ástand íslenskra efnahagsmála um þessar mundir.

Því miður höfðu hvorki fjármálaráðuneytið né þeir félagar Frederic S. Mishkin og Tryggvi Þór Herbertsson rétt fyrir sér.

Skýrslan: Financial Stability in Iceland


mbl.is Jafnvel sérfræðingar eru gáttaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþýðubankinn hefði verið betra nafn

Alþýðubankinn hefði verið miklu betra nafn á Glitni - enda bankinn kominn í eigu íslenskrar alþýðu gegnum ríkið.

Það stakk mig reyndar markaðssetning Glitnis/Íslandsbanka - sem reynir - eins og Kaupþing áður - að láta sem bankinn sé af góðsemi sinni að fella niður uppgreiðslugjald af íbúðalánumsínum.

Sannleikurinn er nefniæega sá að bankinn stórgræðir á uppgreiðslum, eing og ég rakti í bloggi mínu: Kaupþing stórgræðir á uppgreiðslu lána


mbl.is Glitnir breytist í Íslandsbanka á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

600 störf og uppbygging hafnarsvæðisins skiptir máli!

600 störf og uppbygging hafnarinnar skiptir miklu máli. Vissulega hefði getað verið æskilegra að nota þetta fé í mannaflsfrekar og arðsamar framkvæmdir annars staðar en við tónlistarhús. En tónlistarhúsið er komið vel á veg, fjárhagslegar skulbindingar Landsbanka upp á milljarða þegar frágengnar. Ef ekki hefði verið haldið áfram eru líkur á að það fé væri alfarið glatað.

Ég stakk upp á því um daginn að við fengjum búlgarska listamanninn Christo til að pakka inn húsinu á meðan við biðum af okkur kreppuna. Það hefði mögulega dregið að ferðamenn með dýrmætar gjaldeyristekjur.

Þótt það hafi verið sett fram á gamansaman hátt, þá var í tillögunni alvarlegur undirtónn. Það skýtur svolítið skökku við að setja framkvæmd við tónlistarhús framar öðrum arðsömum verkefnum í kreppunni þegar lánsfé er takmarkað.

En staðan var bara þannig að það er betra að halda áfram með verkefnið, skapa þessi 600 störf og fá tónlistar- og ráðstefnuhöllina í gagnið sem fyrst svo unnt sé að nýta það fyrir erlenda gesti sem gefa okkur dýrmætan gjaldeyri.

Því styð ég þessa ákvörðun - en skil sjónarmið sem telja að bíða hefði átt með verkið - annað væri brýnna. Það voru mín fyrstu viðbrögð - en þegar ég skoðaði málið í kjölinn skipti ég um skoðun.

Eigum við að fá Christo til að pakka tónlistarhúsinu inn?


mbl.is Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustið á "ræður" Ólafs Friðriks í borgarstjórn!

Ég hvet almenning til þess að hlusta á "ræður" Ólafs Friðriks í borgarstjórn Reykjavíkur.

Því miður getur almenningur ekki fylgst með málflutningi Ólafs Friðriks í nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar því fundir þeirra eru lokaðir.

Fréttatilkynningar Ólafs Friðriks og einstaka setningar sem blaðamenn kjósa að hafa eftir manninum gefa ekki rétta mynd af málflutningi mannsins - þótt oft megi glitta í eðli málflutnings hans í borgarstjórn gegnum fréttabrotin.

Fundir borgarstjórnar eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar og hefjast kl 14.

Útvarpsútsendingar eru frá fundunum á FM 98,3 og einnig er hægt að hlusta á fundina yfir netið.

Slóðin á netinu er: http://www.rvk.is/DesktopDefault.aspx/tabid-241/


mbl.is Ólafur F.: Framsóknarvæðing í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandsaðildarviðræðulangavitleysan

Ætli Evrópumálin verði til þess að ríkisstjórn Samfylkingar og VG standi einungis í 80 daga? Eða mun Samfylkingin fórna Evrópustefnu sinni fyrir VG? Eða mun VG fórnar Ekki-Evrópustefnu sinni fyrir Samfylkinguna?  Verða Samfylking og Framsókn einu flokkarnir sem vilja aðildarviðræður við Evrópusambandið? Eða mun Sjálfstæðisflokkurinn breyta um stefnu í Evrópumálunum? Mun Sjálfstæðisflokkurinn kannske klofna út af Evrópumálunum og Evrópusinnarnir fara í ríkisstjórn með Samfylkingu og Framsókn?

Allavega tel ég að við eigum að fara í aðildarviðræður að Evrópusambandinu og taka ákvörðun um inngöngu í kjölfar niðurstaðna þeirra viðræðna.

Samningsmarkmið Framsóknarflokksins er besti grunnurinn að slíkum viðræðum og Framsóknarflokkurinn best til þess fallinn að leiða slíkar viðræður sem verða að vera eitt af fyrstu viðfangsefnum nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar.


mbl.is Evrópustefna VG skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband