Klækjastjórnmálamaðurinn Dagur B. í stuði

Dagur B. Eggertsson er afar duglegur í fréttatilkynningum þessa dagana.

Efni þeirra er svona og svona - en þar er oft gefið í skyn að Samfylkingin hafi einhverja sérstöðu um hin ýmsu mál. Tillögur að siðareglum vill hann núna gera að sérstöku máli Samfylkingar og gefur í skyn að Framsóknarmenn dragi lappirnar - án þess að segja það beint.

Sannleikurinn er reyndar sá að við í borgarstjórnarflokki Framsóknar vorum að fá tillögu að siðareglum í hendurnar í dag og munum taka afstöðu til þeirra á vikulegum fundi okkar á mánudaginn næsta.

Þá er vert að minna á að það var Framsóknarflokkurinn sem gekk fram fyrir skjöldu á Alþingi á sínum tíma og birti opinberlega eignir og eignatengsl þingmanna sinna.

Reyndar er fyrirsögn fréttar mbl.is villandi - því það er verið að ræða siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg - en ekki siðareglur Framsóknarflokksins.

En það er vert að upplýsa að Framsóknarflokkurinn er með í undirbúningi siðareglur fyrir flokksmenn sína.

Eftirfarandi var samþykkt á síðasta flokksþingi:

Ályktun um siðareglur Framsóknarflokksins

Markmið

Að Framsóknarflokkurinn verði í fararbroddi í siðbót íslenskra stjórnmála.

Leiðir

Að Framsóknarflokkurinn setji siðareglur fyrir þá sem starfa í umboði flokksins.

Fyrstu skref

Framkvæmdastjórn flokksins skipi nefnd sem vinni drög að siðareglum Framsóknarflokksins.

Þeirri vinnu skal vera lokið fyrir næstu kosningar. Í nefndinni skulu eiga sæti 1 fulltrúi fyrir hvert kjördæmasamband, þó tveir fyrir Reykjavík, og einn fulltrúi frá hvoru sérsambandi flokksins.

Framkvæmdastjórn skipar sjálf formann nefndarinnar.


mbl.is Beðið eftir siðareglum Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallur !

Þið ætlið seint að skylja framsóknamenn, það eru breyttir tímar !

Þið sögðust meira að segja hafa kosið ,,nýja framsókn"  !

Það er ekkert að því að þið framsóknarmenn gefið flokksmönnum ykkar í glas, en þið verið bara að velja réttan tíma til þess.  Við þurfum að hafa efni á því !

Ég er ekkert að segja þér neinar fréttir erþað ?

JR (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 19:36

2 Smámynd: Rannveig H

Hallur er þetta trúverðugt Óskar má af því Dagur gerði svona eða Ólafur F er ruglaður og þá má Óskar.

Legðu það á borðið hvar og hvenær hélt flokksfólki sínu partý og hvað kostaði það. Allt upp á borðið Hallur.

Rannveig H, 23.2.2009 kl. 20:25

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Viltu ekki bara spyrja siðferðispostulan Dag B. þessarar spurningar?

Svandís er búin að svara fyrir flokksfélagaboð VG.

Finnst þér ekkert merkilegt að ekki einn einasti fjölmiðill hefur fylgt málinu eftir og óskað eftir upplýsingum um sambærilegar - og reyndar miklu stærri - móttökur annarra borgarfulltrúar gegnum tíðina - en þessa einu móttöku Óskars?

Það er hins vegar ekki málið. Það eru gerðar meiri siðferðilegar kröfur á Framsóknarmenn. Svo einfalt er það.

Hallur Magnússon, 23.2.2009 kl. 20:39

4 identicon

,,Það eru gerðar meiri siðferðilegar kröfur á Framsóknarmenn."

Hallur !

Hvers vegna heldur þú að það sé gert ?

JR (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:42

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það þarf ekki að rifja sögu siðspilltrar Framsóknar upp fyrir kjósendur. Það muna allir og sorglegt að Hallur sem er þokkalega laus við þetta reyni að verja flokkinn og fortíðina með að kasta rýrð á aðra.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.2.2009 kl. 23:36

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Jón Ingi

"Það þarf ekki að rifja upp sögu siðspilltar Framsóknar..."

Það er einmitt þetta. Rakalausir sleggjudómar. Í sjálfu sér er ég ekki að verja það sem miður kann að hafa farið hjá Framsókanrmönnum - en tvískinnungurinn sem ríkir hjá andstæðingum flokksins þegar rætt er um siðferði - það er hann sem ég er að gagnrýna.

Því fer fjarri að Framsóknarflokkurinn hafi verið og sé siðspilltari en aðrir flokkar! Við getum til dæmis farið yfir einkavinavæðingu formanns Samfylkingar og embættismannakerfi Sjálfstæðisflokksins!  Eða einkavinavæðingu og flipp fyrrum borgarstjóra F-listans!

Það er gagnrýnt að núverandi borgarfulltrúi Framsókanrflokksins - sem vill til að er húsasmiður og vann í 4 ár hjá ákveðnu byggingarfyrirtæki -  hafi fengið hóflegan stuðning frá því fyrirtæki í prófkjörsbaráttu.

Það er hins vegar talið í lagi að annað byggingarfyrirtæki hafi fjármagnað prófkjörsbaráttu varaborgarfulltrúa VG. Það er einnig talið á sama tíma í lagi að borgarfulltrúi VG rekur fyrirtæki sem hefur fengið tugmilljónir króna í greiðslur frá Reykjavíkurborg - fyrirtæki sem hefur væntanlega komið að fjármögnun prófkjörs borgarfulltrúans !

Ég tek það fram að ég geri engar athugasemdir við stuðning byggingarfyrirtækisins við varaborgarfulltrúar VG og rekstur fyrirtækis borgarfulltrúa VG.

En ég sé ekki af hverju hóflegur stuðningur við prófkjör Framsóknarmanns á að vera ósiðlegur, en stuðningur við VG siðlegur?

Sama um móttökurnar. Það er deginum ljósara að móttaka borgarfulltrúa Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarmenn flokksins orkar tvímælis þótt hún hafi verið innan reglna og hefða.

En af hverju orka fyrri móttökur Samfylkingar og VG fyrir flokksmenn sína ekki tvímælis?

Svona get ég haldið endalaust áfram.

Það eru gerðar meiri siðferðilegar kröfur á Framsóknarmenn. Það er að sumu leiti gott fyrir flokkinn. Nær undantekningalaust standa Framsóknarmenn undir þeim siðferðilegu kröfum - þótt eflaust megi finna eitt og eitt tilfelli þar sem Framsóknarmenn hafa misstigið sig.

En ég fullyrði að það er ekki algengar hjá Framsóknarflokknum en hjá öðrum flokkum - nema síður sé.

En munum - að við erum öll breisk!

Hallur Magnússon, 24.2.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband