Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Evran eini raunhæfi valkosturinn

Evran er eini valkostur okkar Íslendinga í gjaldmiðilsmálum. Norðmenn hafa útilokað norsku krónuna. Danir naga á sér handabökin yfir að hafa ekki takið upp Evruna enda tapa þeir verulegum fjármunum og greiða mun hærri vexti en þörf er á.

Við verðum að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið strax í kjölfar kosninga í vor og stefna á Evru.


mbl.is Telja gjaldeyrissamstarf Íslands og Noregs óraunhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vetrarfrí og sveitarsæla

Vetrarfrí hjá strákunum. Gott að fá aukadaga með börnunum. Farinn í sveitina vestur í Hnappadal. Vonandi komumst við á hestbak. Allavega náum við að gefa fénu og fá okkur frískt fjallaloft.

Sjálfstæðisflokkurinn er óstjórntækur og Kata er flott!

Sjálfstæðisflokkurinn er óstjórntækur í augnablikinu og Katrín Jakobsdóttir er að standa sig afbragðs vel. Þar erum við Birkir Jón sammála!

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er að líkindum sú versta í sögu lýðveldisins. Sú eiturblanda er ekki góð fyrir þjóðina.

Samfylkingin þarf að taka sig á til að verða stjórntæk - (hef ég einhverntíma sagt þetta áður?).

Lykillinn að farsælli stjórn er Framsóknarflokkurinn. Hvort sem mönnum líkar það betur eður verr!

Ég vona að Samfylkingin nái að vinna sig út úr núverandi innanflokkserfiðleikum sínum.

Ég vona líka að Sjálfstæðisflokkurinn sinni kalli tímans um endurnýjun.

Við þurfum nefnilega - þjóðarinnar vegna - að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur séu starfhæfir flokkar - hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn óstjórntækur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg viðbót við Seðlabankafrumvarpið

Tveggja daga bið skilaði skynsamlegri viðbót við Seðlabankafrumvarpið. Skynsamlegri viðbót sem kom í kjölfar lesturs skýrslu ESB.

Það þurfti ekki að fara af saumunum út af þessari frestun - en því er ekki að neita að umhverfið um Seðlabankann breyttist í millitíðinni þegar Seðlabankastjóri í Kastljósi undirstrikaði enn klúður Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í síðustu ríkisstjórn.

Reyndar var ýmislegt fleira athuglisvert sem kom fram...

... en frumvarpið verður eflaust afgreitt sem lög á morgun.


mbl.is Peningastefnunefnd skal gefa út viðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfall fyrir ríkisstjórnina - en ég er til að taka að mér þetta fórnfúsa starf fyrir þjóðina!

Það hlýtur að vera áfall fyrir ríkisstjórnina að Gunnar Örn Kristjánsson hafi ekki treyst sér til að sitja nema í örfáar klukkustundir í bankaráði Kaupþings.

Hefði ekki átt að undirbúa málið betur og ganga frá því fyrirfram að starf hans í bankaráðinu sé ekki "viðameira og fela í sér meiri bindingu en hann hefur aðstöðu til að inna af hendi."

Ef ríkisstjórnin er í vandræðum þá hefur aðeins hægst um hjá mér í ráðgjöfinni undanfarna daga þannig að ég hef svigrúm til að taka að mér stjórnarsetu í Kaupþingi.  Mér væri það sönn ánægja að taka að mér það fórnfúsa starf fyrir þjóðina!


mbl.is Gunnar Örn hættir í bankaráði Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samþykkir minnihlutastjórnin hryðjuverkalög á Ísland?

Má skilja niðurstöðu minnihlutastjórnar Íslands þannig að ríkisstjórnin samþykki hryðjuverkalögin á Ísland? Höfðu breskt stjórnvöld ástæðu til þess að setja hryðjuverkalög á Ísland?

Ef svo er krefst ég að fá þær upplýsingar upp á borðið.

Ef ekki - þá mæli ég með að Framsóknarflokkurinn hætti að verja ríkisstjórnina falli!


mbl.is Hætt við málssókn gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víst hefði aukin bindiskylda dregið úr þenslu og íbúðalánum bankanna

Víst hefði aukin bindiskylda og harðari lausafjárreglur orðið til þess að draga úr hömlulausum fasteignatryggðum útlánum bankanna haustið 2004. Með slíkum aðgerðum hefði Seðlabankinn dregið úr þenslu og stórhækkunar íbúðaverðs.

Við værum í annarri stöðu með íbúðalánin og eignastöðu heimilanna ef Seðlabankinn hefði staðið sig í stykkinu 2003 og 2004.

Þá væri óþarfi að færa niður íbúðalánaskuldir bankanna um 20%.


mbl.is Aukin bindiskylda hefði engu máli skipt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarmóttaka vegna nauðgana lamast Ögmundur!

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra!

Þú getur ekki liðið slíka aðför að Neyðarmóttöku vegna nauðgana sem nú er í gangi!

Svo virðist vera að öllum sérþjálfuðum hjúkrunarfræðingum sem hafa sinnt Neyðarmóttöku vegna nauðgana, á Landsspítalanum, verði sagt upp störfum frá og með næstu mánaðarmótum. Það þýðir í raun endalok Neyðarmóttöku vegna nauðgana í þeirri mynd sem hún hefur verið.

Neyðarmóttakan var upphaflega hugsuð þannig að sérþjálfað teymi lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa tæki á móti fórnarlömbum nauðgana. Félagsráðgjöfunum var hins vegar sagt upp fyrir nokkrum árum og þá áttu hjúkrunarfræðingar að taka við starfi þeirra.  Nú er búið að segja hjúkrunarfæðingunum upp!

Hvaða skilaboð eru þetta til fórnarlamba nauðgana?

Á þeim 15 árum sem móttakan hefur starfað hafa tæplega 1.700 konur og nokkrir karlar leitað til móttökunnar. Þar hefur verið unnið frábært starf með fórnarlömbum nauðgunar, ekki hvað síst það andlega áfall sem nauðgun veldur. Með uppsögnunum er tapast mikil reynsla sérhæfðra hjúkrunarfræðinga.

Hver á þá að aðstoða fórnarlömb nauðgana?


Rangfærslur á forsíðu Morgunblaðsins um lán Íbúðalánasjóðs

Það var sláandi að sjá rangfærslur á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Rangfærslur sem ég sé ekki hvort eru Morgunblaðsins eða ASÍ.

Á forsíðunni er tafla þar sem sett eru upp dæmi um 25 milljón króna 100% lán frá Íbúðalánasjóði.

Vandamálið er bara að hámarsklán Íbúðalánasjóðs er 20 milljónir og sjóðurinn hefur aldrei lánað 100% lán.

Við fyrstu sýn virðist þetta smámál - en ef það er sett í samhengi við alvarlegar ranghugmyndir sem margir hafa um meintan þátt Íbúðalánasjóðs í þenslu áranna 2004-2006 - þá horfir málið öðruvísi við.

Á þeim tíma voru það bankarnir sem lánuðu óhófleg lán - allt að 100% af markaðsvirði eigna og án hámarkslánsfjárhæðar. Óhóflegur austur lánsfjár frá bönkunum inn á íbúðalánamarkaðinn á ekki hvað sístan þátt í bankahruninu og núverandi ástandi efnahagslífsins.

Íbúðalánasjóður var hins vegar með hófleg hámarkslán og eftir að bankarnir höfðu boðið óheft allt að 100% íbúðalán af markaðsvirði - hóf Íbúðalánasjóður að bjóða hófleg lán allt að 90% af verði íbúðar - sem reyndar náðist sjaldnast þar sem lánið takmarkaðist af brunabótamati og lágri hámarksfjárhæð.

Reyndar áttu 90% lán til kaupa á hóflegu húsnæði ekki að hefjast fyrr en vorið 2007 - ef efnahagsástandið leyfði - en þar sem bankarnir höfðu þegar sprengt allt efnahagslíf í loft upp með allt að 100% láni án hámarksfjárhæðar - skipti 90%  lán Íbúðalánasjóðs engu til eða frá efnahagslega.


mbl.is Með húseignir í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnin er að bíða í tvo daga

Lausnin er einföld fyrst meirihluti viðskiptanefndar vill bíða eftir skýrslu ESB. Bíða í tvo daga. Davíð tveimur dögum lengur í Seðlabankanum munar ekki öllu úr því sem komið er. Óþarfi að fara af límingunum.


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband