Eigum við að fá Christo til að pakka tónlistarhúsinu inn?

Eigum við að fá búlgarska listamanninn Christo til að pakka tónlistarhúsinu við höfnina inn á meðan við söfnum peningum til þess að klára framkvæmdirnar við húsið? Christo hefur pakkað inn mörgum byggingum - til dæmis þýska Reichstag.

Þannig hefði tónlistahúsið fullt listrænt gildi og drægi að ferðamenn þótt það sé hálfklárað!

101847-004-B8B7CBD0

Tónlistarhúsið við höfnina hefur verið í umræðunni enda kostnaður við að halda áfram byggingu þess mikill.

Ríkið og Reykjavíkurborg er í viðræðum við Landsbankann um áframhaldandi framkvæmdir.

Auðvitað þarf að klára tónlistarhúsið og ekki má gleyma að vinna við húsið er atvinnuskapandi - ekki veitir af - þótt við teldum kannske önnur verkefni brýnni um þessar mundir - nú þegar verið er að skera niður hvarvetna í opinbera geiranum.

En afhverju ekki að hinkra aðeins með framkvæmdirnar - og pakka húsinu inn - svona í eitt sumar eða svo!

Listamaðurinn Christo pakkaði inn þýska Reichstag - sjá mynd að ofan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Flott hugmynd - en stæðist það norðanáttirnar sem vart eru sterkari á höfuðborgarsvæðinu en einmitt þar sem hið nýja tónlistarhús er staðsett?

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 16.2.2009 kl. 15:54

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Hahaha, þetta er brilljant hugmynd. En pakkningarnar hans Christo eiga yfirleitt ekki að endast mjög lengi, það gæti náttúrlega verið atvinnuskapandi að lagfæra vindskemmdirnar sem hún Alma bendir á

Margrét Birna Auðunsdóttir, 16.2.2009 kl. 17:22

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Æi já af hverju ekki?

Arinbjörn Kúld, 16.2.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband