Hlustið á "ræður" Ólafs Friðriks í borgarstjórn!

Ég hvet almenning til þess að hlusta á "ræður" Ólafs Friðriks í borgarstjórn Reykjavíkur.

Því miður getur almenningur ekki fylgst með málflutningi Ólafs Friðriks í nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar því fundir þeirra eru lokaðir.

Fréttatilkynningar Ólafs Friðriks og einstaka setningar sem blaðamenn kjósa að hafa eftir manninum gefa ekki rétta mynd af málflutningi mannsins - þótt oft megi glitta í eðli málflutnings hans í borgarstjórn gegnum fréttabrotin.

Fundir borgarstjórnar eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar og hefjast kl 14.

Útvarpsútsendingar eru frá fundunum á FM 98,3 og einnig er hægt að hlusta á fundina yfir netið.

Slóðin á netinu er: http://www.rvk.is/DesktopDefault.aspx/tabid-241/


mbl.is Ólafur F.: Framsóknarvæðing í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég hlustaði á "þinn mann", Óskar Bergsson, í Kastljósinu og varð ekki um sel. Maðurinn er gjörsamlega siðblindur! En Ólafur F. er auðvitað engum líkur.

Sigurður Hrellir, 19.2.2009 kl. 10:15

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Siggi!

Það kann að vera að það ætti að gerbreyta reglum og hefðum í móttökum Reykjavíkurborgar - reyndar er búið að draga all verulega úr þeim vegna efnahagsástandsins.

En staðreyndin er sú að vinnufundur Óskars - sem er formaður borgarráðs - með sveitarstjórnarmönnum Framsóknarflokksins í fundaraðstöðu borgarráðs í Ráðhúsinu - og hófleg móttaka í kjölfarið - er  fullkomlega í samræmi við reglur og hefðir borgarstjórnar.

Það skiptir ekki máli hvað Ólafur F. spriklar í því máli - hann breytir ekki þeirri staðreynd.

Reyndar hef ég meiri áhyggjur af einelti Ólafs gagnvart Salvöru Gissurardóttur, fulltrúa Framsóknarflokksins í mannréttindanefnd - en hatursbrölti hans gegn Óskari Bergssyni. Óskar Bergsson hefur þó vettvang til að verja hendur sínar - en Salvör ekki.

Hallur Magnússon, 19.2.2009 kl. 10:32

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Fundir í ráðum og nefndum eru lokaðir en fundargerðir eru birtar. Hér er brot úr fundargerð Mannréttindaráðs sem sýnir hvernig Ólafur kemur inn í ráð og nefndir. Þetta var á fundi sem fjallaði um stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda:

2. Áheyrnarfulltrúi F-lista, Ólafur F. Magnússon, leggur fram eftirfarandi fyrirspurn.

Í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins um sl. áramót kom fram sem álitsgjafi Salvör Gissurardóttir sem iðkar bloggskrif á netinu og situr í mannréttindaráði Reykjavíkur. Hún er annar tveggja fulltrúa Framsóknarflokksins í ráðinu. Í Kastljósþættinum áðurnefnda fullyrti Salvör Gissurardóttir, að allir sem hefðu fylgst með „ferli mínum“ hafi vitað að ég hafi verið „gersamlega óhæfur til að vera borgarstjóri“. Því er spurt hvort það stangist á við siðareglur kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar og tilgang mannréttindastefnu borgarinnar að Salvör Gissurardóttir hafi uppi ærumeiðandi fullyrðingar um störf mín í borgarstjórn Reykjavíkur án þess að rökstyðja það á nokkurn hátt.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.2.2009 kl. 10:34

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hvað sem svo sem má segja um Ólaf sem mér finnst reyndar vera kjáni mikill (eins og yfir 90 % borgarbúa), þá gæti verið eitthvað til í þessu hjá honum. Vísbendingin sem ég sé eru viðbrögð þín. Sérstaklega þegar reynt er að gera lítið úr Ólafi með því að benda fólki á hvað hann er kjánalegur (sem þarf ekki eins og ég hef nefnt áður). Þú ætlast eða vonast til að fólk afskrifi algjörlega orð Ólafs.

Það mætti halda að þú værir framsóknarmaður og að þú værir að auki í einhverri af þessum nefndum og ráðum sem Ólafur er að fjalla um.

En þú getur varla verið á leið á þing, annars værir þú búinn að gagnrýna þessa siðblindu til að sýna fram á (satt eða logið) að þú ætliðir að reyna að breyta framsóknarflokkinum úr einkavinaspillingabæli og yfir í eitthvað gott (flokkinn sem að Amma kaus um miðja síðustu öld kannski?)

Höskuldur Búi Jónsson, 19.2.2009 kl. 11:19

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Höski Búi.

Hvað varðar vinnufund og móttöku Óskars Bergssonar - þá ítreka ég að bæði vinnufundurinn og móttakan er  fullkomlega í samræmi við reglur og hefðir borgarstjórnar.

Ég get vel tekið undir að sé ástæða til að endurskoða þær reglur og hefðir.

En að draga Óskar Bergsson og Framsóknarflokkinn út sérstaklega vegna hóflegrar móttöku - sem NB kostaði ekki nema brot af því sem Ólafur F. heldur fram - en það skiptir kannske ekki öllu máli - finnst þér það ekkert sérstakt?

Ef þetta væri einsdæmi hjá borginni - og ef reglur og hefðir hefðu verið brotnar - þá væri þetta annað mál. En svo er það bara ekki!

Það er bara fjarri lagi að Framsóknarflokkurinn sé "einkavinaspillingabæli".

Þá er ég ekki að segja að Framsóknarmönnum hafi ekki orðið á í messunni í einhverjum tilfellum - en það er svo fjarri lagi að það sé einkennandi fyrir flokkinn.

Slíkt hefur reyndar verið miklu meira einkennandi hjá sumum öðrum flokkum - Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu - þótt það bæti ekki mistök Framsóknarmanna gegnum tíðina.

Það er ástæða til þess að bæta siðferði í íslenskum stjórnmálum almennt.

Það er alveg ljóst að Ólafur F er ekki í stöðu til þess að leiða þá siðbót - hvað þá að gagnrýna einkavinavæðingu!  Hann var ekki barnanna bestur í því sjálfur þegar hann ríkti í Ráðhúsinu. 

En ég hvet þig og aðra til þess að fylgjast með "ræðum" Ólafs F. 

Það er full ástæða til þess að almenningur heyri hvernig málflutningi hans er háttað.

Hallur Magnússon, 19.2.2009 kl. 11:45

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hann nafni minn Bergsson er siðlaus !  það þýðir ekkert að verja það Hallur.

Óskar Þorkelsson, 19.2.2009 kl. 12:54

7 identicon

Þegar ég sé þennan málflutning þinn, Hallur, dettur mér í hug máltækið:  "Árinni kennir illur ræðari".

Mér finnst auk þess að flokkurinn þinn eigi að taka sig til að borga þennan reikning í stað þess að láta okkur skattborgana greiða kostnað við skemmtun Framsóknarmanna með útsvarinu okkar.

Og ekki sýndi Óskar mikla yfirbót heldur fannst það bara í góðu lagi að við borgarbúar borgum skemmtanir Framsóknarmanna.

Er þetta hin "nýja" Framsókn..............eða hin "gamla góða".

Kveðja,
Gunnar

Gunnar Björnsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:03

8 Smámynd: Snorri Bergz

Nafni vor Óskar þjáist því miður af Bergsson-syndrome,  en hann orsakar einstaka siðblindu á hái stigi. Sjáið td. Guðna, sem spilaði með Spurs! Dýpra er nú varla hægt að sökkva.

S. Bergsson

Snorri Bergz, 19.2.2009 kl. 13:06

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Það yrði ekki mikill fjárhagslegur baggi að endurgreiða þessa þúsundkalla sem vinnufundur og móttaka Óskars kostaði.

En það gætu orðið dálítið mikil útgjöld fyrir hina flokkana í borgarstjórn að endurgreiða sambærilegar móttökur þeirra aftur tímannn.

En þeirra móttökur eru náttúrlega ekki "siðblinda" - enda eru gerðar meiri kröfur á siðferði Framsóknarmanna en annarra - virðist vera ef marka má taka á umræðunni.

En við Framsóknarmenn getum vel staðið undir því. En þjóðin gerir ekki ráð fyrir að aðrir get það og gerir því minni siðferðiskröfur til þeirra.

Hallur Magnússon, 19.2.2009 kl. 14:14

10 identicon

Ræður pólitíkusa eru misjafnar eins og þær eru margar enn er eitthvað siðlaust við lélegar ræður, ertu að réttlæta snittukreppueinkapartý Framsóknarflokksins hjá  borginni á kostnað okkar skattborgaranna ? Þó upphæðin 90.000 kall. sé ekki há í sjálfu sér þá ætla ég að benda þér á að stjórnmálamenn í siðuðum löndum hafa sagt af sér út af minna tilefni t.d  kaup á Toblerone á krítarkort ríkisins.

Þessar 90.000 krónur hefðu pottþétt gagnast meira einhverjum íbúum borgarinnar, eins og ástandið er, heldur enn í maga Framsóknarmanna ! 

Heiður (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 14:32

11 identicon

ÆÆÆ, það má vel vera að aðrir flokkar hafi látið borgina borga flokkssamkomur sínar, þessi fundur var ekkert annað en flokkssamkunda. Og þá á að koma með þær tölur fram og láta viðkomandi standa fyrir því. Ekki einu sinni í orrahríðinni að ISG (þegar R listinn í raun liðaðist í sundur vegna þess að Alfreð fór í fýlu) var ýjað að svona málum. En það má vel vera að svo hafi verið og þá þarf það að koma fram.

En að halda því fram að "enda eru gerðar meiri kröfur á siðferði Framsóknarmanna en annarra - virðist vera ef marka má taka á umræðunni." og  "þjóðin gerir ekki ráð fyrir að aðrir get það og gerir því minni siðferðiskröfur til þeirra"; Þjóðin gerir nákvæmlega engar siðferðiskröfur á Framsóknarflokkinn, búin að gefast upp á því.

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 14:35

12 Smámynd: Hallur Magnússon

Heiður.

Það yrði ansi fámennt borgarstjórn ef Óskar ætti að segja af sér vegna þessa vinnufundar og móttöku - sem er í fullu samræmi við reglur og hefðir Reykjavíkurborgar.

Ég geri ráð fyrir að þú gerir sömu kröfur á aðra flokka í borgarstjórn ekki satt?

En ég bið þig samt  - Heiður - að hlusta á "ræður" og málflutning Ólafs Friðriks í borgarstjórn.

Hallur Magnússon, 19.2.2009 kl. 14:51

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú ert ekki alveg búinn að ná því Hallur að almenningur er kominn með upp í kok af spillingu í stjórnkerfinu og þjóðfélaginu almennt.. þegar stjórnmálamenn koma fra meins og Óskar Bergsson gerir þá er hann stimplaður spilltur.. upphæðin skiptir ekki máli en ég get wagt þér það að ef þetta gerðist á norðurlöndunum væri Óskar ekki í frosvari fyrir framsókn í rvk.. pottþétt.. að fela sig bak við' það að aaðrir séu líka siðblindir er akkurat enginn afsökun enda viljum við losna við það siðblinda fólk líka úr stjórnkerfinu.. að þú skulir vera að verja þetta Hallur setur þig í svolítið slæmt ljós... 

Ólafur F er bara eins og hann er... og hann er að mínu mati vitleysingur sem aldrei hefði átt að fá umboð til eins eða neins frá almenningi.. sen svona hafa stjórnmálaflokkarnir komið sínum árum vel fyrir borð að menn eins og Ólafur og Óskar komast til valda... því miður.  

Óskar Þorkelsson, 19.2.2009 kl. 14:57

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

afsakið innsláttarvillur, ég er á laptop með litla takka og ég er með stóra fingur :)

Óskar Þorkelsson, 19.2.2009 kl. 14:58

15 Smámynd: Hallur Magnússon

Óskar.

Þú verður aðeins að lesa það sem ég segi.

Óskar braut ekki reglur né hefðir.

Ef hann á að segja af sér út af þessum vinnufundi og móttöku - eiga þá aðrir borgarfulltrúar sem gegnt hafa stöðu borgarstjóra, forseta borgarstjórnar og formanns borgarráðs þá ekki líka að segja af sér?

Já eða nei!

Hallur Magnússon, 19.2.2009 kl. 15:12

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jú þeir eiga allir að segja af sér Hallur, það er nákvæmlega það sem ég er að segja :)  við viljum alla spillingu burt. 

Óskar Þorkelsson, 19.2.2009 kl. 15:23

17 Smámynd: Hallur Magnússon

Óskar!

Þá erum við dús :)

Hallur Magnússon, 19.2.2009 kl. 15:50

18 identicon

Halló Hallur, er ekki allt í lagi hjá þér. Í fyrsta lagi bjóst ég ekki við að þú  tækir þetta upp, en fyrst þú ert svo vitlaus  þá bjóst ég við að þú myndir biðjast afsökuna á gjörningi Óskars.  En NEI, frambjóðandinn ver sinn mann með kjafti og klóm sama hvað á gengur. Skilur þú ekki Hallur að fólk er búið af fá upp í kok af þessari spillingu og þó  að " Óskar braut ekki reglur né hefðir" . Talandi um spillingu , hvar viltu byrja???   Baunamáli Steingríms ? kvótavinavæðingu Halldórs ?? Bitlinga til vina??  Spillingu Alfreðs m.a. í Orkuveitunni ?? Fatakaup Björns Inga ??  Sala ríkieigna til vildarvina Framsóknaflokksins?? Spor Finns Ingólfssonar, hvernig hann hefur hagað sér??  Hallur, ég er farin að hallast á það að þú eigir  að draga framboð þitt til baka, þú ert álíka siðblindur orðin og aðrir innan  Framsóknar .  Þetta er það síðasta sem fólk vill sjá, við viljum fá fólk sem sýnir auðmýkt og iðrast, en ekki "Óskara" sem vaða bara áfram og segja að þeir hafi alveg leyfi að sóa fjámunum borgarbúa í flokksfélaga.

thi (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 11:22

19 Smámynd: Hallur Magnússon

THI.

Þú verður að hafa þína skoðun á framboði mínu. Ég mun hér eftir sem hingað til segja það sem mér finnst.

Í þessu máli þá finnst mér galið að fara fram á afsögn manns sem fer fullkomlega eftir reglum og hefðum.  Annað væri hefði hann verið að brjóta reglur og hefðir.

Hins vegar er alveg ljóst að það þarf að breyta þessum reglum. Það er allt annað mál.

Það er með ólíkindum að fjölmiðlar hafi ekki skoðað sambærilegar móttökur annarra gegnum tíðina. Eða sóun og siðblindu í ýmsum verkum Ólafs F. þegar hann var borgarstjóri.

En það hentar ekki.

Enn og aftur - það eru bara gerðar ríkari siðferðilega kröfur á Framsóknarmenn en aðra.

Hallur Magnússon, 20.2.2009 kl. 15:59

20 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Í þessu máli þá finnst mér galið að fara fram á afsögn manns sem fer fullkomlega eftir reglum og hefðum.  Annað væri hefði hann verið að brjóta reglur og hefðir.

Þú meinar .. ef  hann hefði ekki haldið veisluna fyrir framsóknarmennina á minn kostnað ?

Hann nafni er gerspilltur Hallur, hans ferill hefur sýnt það hingað til og þá er það akkurat enginn afsökuna að einhver annar hafi gert viðlíka... 

Óskar Þorkelsson, 20.2.2009 kl. 17:01

21 identicon

Nei  það er rétt hjá þér Hallur hann gerði ekkert rangt, bara réttur maður á vitlausum stað eða þannig, eins og með alla aðra Framsóknarmenn. Og benda svo bara á einhvern annan og segja hann MIKLU VERRI, flott hjá þér. Þú verður góður þegar þú verður komin á þing, smellpassar þar.   En með Ólaf þá er ég  sammála að mörgu leyti, en með Laugaveg 5  -  7 þá  stóðu Sjálfstæðismenn með honum í meirihluta eins og þú ættir að muna, en það er bara allt annað mál, það var verk   þáverandi meirihluta. Þetta er spilling eins manns    Óskars Bergssonar

thi (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 17:46

22 Smámynd: Hallur Magnússon

THI

Enn einu sinni. Þá viltu gera meiri siðferðiskröfur á Framsóknarmenn en á aðra. Þú ert ekki einn um það.  Við Framsóknarmenn verðum bara að lifa við það.

Þegar ég er að benda á aðra "miklu verri" þá er ég að draga fram tvískinnungi þeirra sem gagnrýna Óskar - en ekki aðra sem hafa farið eftir sömu reglum og hefðum og hann var að fara eftir.

Alveg rétt hjá þér með Laugaveg 5 - 7.  Sjálfstæðismenn verða að lifa með þeim dýrkeyptu mistökum að hafa gert Ólaf F. að borgarstjóra.

Óskar.

Hvaða reglur og hefðir braut Óskar?

Hvað í ferli Óskars hefur sýnt spillingu?

Hallur Magnússon, 21.2.2009 kl. 12:34

23 identicon

Mér er spurn : Bentu mér á aðra sem eru jafnspilltir og Framsóknarmennirnir. Ég hef verið að rifja þetta upp með mér og öðrum, jú þar er hægt að finna einn og einn EN Hallur ekki einn flokk eins og Framsókn.  Út af spillingunni þá þarf að gera meiri siðferðikröfur á Framsókn Hallur minn, það er alveg rétt hjá þér.

thi (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband