Sumarkúrsar í háskóla í stað sumarvinnu sem ekki fæst!

Í núverandi atvinnu- og efnahagsástandi er ástæða til þess að menntamálaráðherra taki höndum saman með rektorum háskólanna á Íslandi um að stórauka framboð á sumarkúrsum svo stúdentar geti nýtt dýrmætan tíma til menntunar meðan skortur er á atvinnu fyrir skólafólk.

Þá ætti einnig gefa háskólanemum kost á að vinna að verkefnum á fagsviðum sínum fyrir fyrir ríki og borg, verkefnum sem geta gefið háskólaeiningar og orðið stúdentum dýrmæt í ferilskrá þeirra.

Menntamálaráðherra verður náttúrlega að fá félaga sinn í fjármálaráðuneytinu í fjármögnun sumarkúrsa, þrátt fyrir þörf á niðurskurði í ríkisútgjöldum.

Það er unnt að skipuleggja þetta ef menn fara strax af stað!


mbl.is Háskólar kynna námsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þessu er ég innilega sammála. Ég er búin að tala fyrir því í talsverðan tíma að þetta verði gert í framaldsskólum landsins. Það er að mínu mati ekki nóg að gera þetta bara í háskólum landsins heldur þurfa mennta- og fjölbrautaskólarnir líka að gera þetta eins og kostur er.

Ég tel að jafnvel þó ríkissjóður geti ekki sett auka pening í þetta þá sé skynsamlegt að gera þetta með því að láta námsmennina greiða kostnaðinn. Þó aðeins hluti námsmanna geti greitt þann kostnað þá eru þeir þá ekki að leita sér að vinnu á meðan og því verða færri um hituna um þau störf, sem þó standa til boða í sumar. Best væri þó að sjálfsögðu að námsmenn þurfi ekki að greiða umfram það, sem þeir þurfa að gera í námi á veturna.

Sennilega væri betra að hafa nám í sumar í nokkrum stuttum einingum, jafnvel tveggja til þriggja vikna, með fáum greinum en marga tíma í viku í hverri grein. Þannig væri auðveldara að fá kennara ef þeir þurfa aðeins að ráða sig hluta sumarsins og einnig geta námsmenn þá tekið sér frí hluta sumarsins en verið í námi hluta þess. Sérstaklega væri það heppilegt ef það þarf að láta námsmennina greiða stórar upphæðir fyir þetta aukanám. Þá er meira val um það hversu mikið nám menn taka og því hægt að velja það eftir því hversu miklir peningar eru til ráðstöfunar til að greiða fyrir námið.

Sigurður M Grétarsson, 22.2.2009 kl. 04:41

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Þetta er góð hugmynd hjá þér Hallur.

Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég upplifi það að vera verulega óviss um að ég muni fá vinnu í sumar og það er ekki góð tilfinning .

Bestu kveðjur frá Árósum og gangi þér vel í baráttunni!

Þú átt sko erindi inn á þing kæri vinur.

Kristbjörg Þórisdóttir, 22.2.2009 kl. 09:26

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Hallur þetta er ágæt hugmynd fljótt á litið en þarf ekki að skoða hvað þessir skólar hafa verið að kenna í hag og viðskiptum og setja  þá sem þar kenndu í endurhæfingu og endurmeta launin hjá þeim miðað við gæði hugmyndana sem hafa verið kenndar.

Einar Þór Strand, 22.2.2009 kl. 10:08

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Einar. Ég lærði viðskiptafræði í Háskóla Íslands og ég get alveg lofað þér því að sú pýramítastarfsemi og það brask, sem var viðhaft með hlutabréf hjá íslenskum aðilum í aðdraganda kreppunnar var ekki kennd þar. Þetta var brask en ekki viðskipti.

Sigurður M Grétarsson, 22.2.2009 kl. 14:09

5 Smámynd: Einar Þór Strand

En þar eru/voru kenndar hugmyndir um hámarksarðsemi/ávöxtun og það er í raun þúfan sem veldur kreppum, vegna þess að það veldur því að menn fara að verðleggja hluti eins og nafn og viðskiptavild, hluti sem í raun geta aldrei verið neins virði.  Þar hefur heldur aldrei verið minnst á stefnu sem kennd er við George-isma sem segir að hagnaður megi aldrei verða of mikill né vextir of háir vegna þess það þessir þættir séu sníkjudýr á hagkerfinu. 

Og til gamans má geta þess að hægri og vinstrimenn á hér á landi tóku sig saman ásamt öflum í Framsóknarflokknum og ófrægðu og losuðu sig við frægasta Gorge-ista landsins Jónas frá Hriflu sem hvað eftir annað bent á að græðishagfræði hvort sem hún byggist á hreinum eða ríkis kapítalisma gæti aldrei gengið til lengdar það kæmi alltaf kreppa og því dýpri sem græðgin væri meiri.

Einar Þór Strand, 22.2.2009 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband