Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Atlagan var hörð en við stóðumst hana
24.3.2009 | 10:00
Atlagan að Íbúðalánsjóði var hörð. En við stóðumst hana. Eitt af vopnum bankanna var að síendurtaka ósannindin um að áætlanir um 90% lán Íbúðalánasjóðs til kaupa af hóflegu húsnæði væri vandamálið - þegar hið sanna var að óheft innkoma bankanna setti efnahagslífið í rúst.
Þessi ósannindi bankanna - sem fjölmiðlar tóku allt of oft undir með - varð síðan að vinællri þjóðsögu - þjóðsögu sem margir trúa enn í dag þótt hún hafi margoft verið hrakin.
Ef Framsóknarflokksins hefðui ekki notið við - þá værum við ekki með Íbúðalánasjóð í dag heimilunum í landinu til hagsbóta.
![]() |
Bankar litu á ÍLS sem óvininn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Byrja smátt - eins og íhaldið - en með betri samvizku!
23.3.2009 | 20:19
Íhaldið ætlar að byrja afar smátt í að greiða til baka það sem það hefur fengið frá hinum minnstu í samfélaginu. Ég persónulega er því betur mað afar góða samvizku þegar skoðaður er jöfnuður frá mér til þeirra sem þurfa á aðstoð að halda - og framlaga þeirra til mín!
En ég er samt að hugsa um að feta í fótspor íhaldsins og byrja smátt - en í mínu tilfelli í blogginu.
Ég er mættur aftur - með góða samvizku - miklu betri samvizku en fjáröflunarnefnd íhaldsins!
Heyrumst á morgun!
![]() |
Skilar framlagi Neyðarlínunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af toppnum hjá Mogganum í blogghlé
9.3.2009 | 22:45
Undanfarna fjóra daga hef ég verið í efsta sæti yfir mest lesnu bloggara á mbl.is. Það var svoldið skemmtilegur áfangi að ná. Náði hins vegar ekki efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Það var svoldið leiðinlegt að ná ekki þeim áfanga.
Hef núna bloggað nær daglega í 16 mánuði. Hef fengið rúmlega 300 þúsund heimsóknir.
Er orðinn dálítið þreyttur og þurrausinn.
Ætla því að taka mér frí frá blogginu út þessa viku.
Legg vonandi eitthvað gáfulegt í umræðuna í næstu viku. Eða ekki.
Hvers vegna er rétt að framleiða ál á Íslandi ?
9.3.2009 | 22:44
Eitt svarið við efnahagsvandanum gæti verið að finna á afar athyglisverðri bloggsíðu Þrastar Guðmundssonar þar sem hann bloggar: Hvers vegna er rétt að framleiða ál á Íslandi ?
![]() |
Svör við efnahagsvandanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimild til hópmálssóknar mikil réttarbót
9.3.2009 | 22:11
Heimild til hópmálssóknar er nú loks í augsýn á Íslandi, en fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingu á lögum um meðferð einkamála sem opnar fyrir hópmálsóknir. Þetta er mikil réttarbót fyrir íslenska neytendur - enda hefur Talsmaður neytenda lagt áherslu á þessa lagabreytingu.
Það eru allar líkur á að frumvarpið verði samþykkt á næstu dögum enda þverpólitísk samstaða nú um málið.
Blaðamönnum og þingmönnum mútað af bönkunum?
9.3.2009 | 15:22
"Rannsóknarnefnd Alþingis, sem á að grafast fyrir um orsakir bankahrunsins, ætlar að rannsaka hvort stjórnmálamenn eða fjölmiðlamenn hafi fengið sérstaka fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, segir að ábending hafi komið innan úr bankakerfinu um að einhver eða einhverjir úr þessum hópi hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá bönkunum. Þetta eigi við þingmenn, fyrrverandi þingmenn og ýmsa fjölmiðlamenn. Kanna á tímabilið frá 2004 til 2008."
Svo hljóðar hluti fréttar á www.visir.is.
Þótt ég hafi oft verið undrandi á hlutdrægni fjölmiðlamanna þegar ég var að verjast rangfærslum bankanna gagnvart Íbúðalánasjóði á sínum tíma - þá hafði ég ekki hugmyndaflug til að láta mér detta í hug mögulega óeðlilega fyrirgreiðslu í bönkunum til handa fjölmiðlamönnum!
Heitir það ekki mútur á íslensku?
![]() |
Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jóhanna formaður forsenda stjórntækrar Samfylkingar
9.3.2009 | 07:56
Jóhanna Sigurðardóttir verður að gefa kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar við núverandi ástæður. Það er forsenda þess að Samfylkingin verði stjórntæk í kjölfar kosninga.
Tvíhöfða þurs í forystu Samfylkingar er ekki það sem þjóðin þarfnast.
Jóhanna er óumdeildur leiðtogi Samfylkingarinnar um þessar mundir. Borgarfulltrúi eða fyrrum bæjarstjóri geta aldrei verið trúverðugir eða traustir formenn þessa dagana. Þess vegna á hún að taka kaleikinn - strákarnir verða að bíða í 2-3 ár í viðbót.
![]() |
Þrýstingur á Jóhönnu vex |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sigurður Ingi og Eygló öflugt pólitískt par
8.3.2009 | 15:13
Sigurður Ingi og Eygló Harðardóttir eru öflugt pólitískt par sem hafa víða skírskotun á Suðurlandi. Suðurnesjamaðurinn Eysteinn Jónsson klárar það sem klára þarf hvað það varðar. Sem "gamall tímabundinn Hornfirðingur" bíð ég eftir þingmannsefni úr Austur-Skaftafellsýslu - en hann kemur bara síðar!
Framsóknarflokkurinn á að ná góðum árangri á Suðurlandi með þennan lista.
En ég vil minna Sigurð Inga og aðra frambjóðendur Framsóknarflokksins á að þau hafa verið valin til þess að framfylgja stefnu Framsóknarflokksins sem ákvörðuð var á síðasta flokksþingi. Þar er mikilvægt að hafa í huga það sem ég bloggaði um í morgun: Evrópustefna Framsóknar skýr - aðildarviðræður með skýrum markmiðum
![]() |
Sigurður Ingi í fyrsta sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Evrópustefna Framsóknar skýr - aðildarviðræður með skýrum markmiðum
8.3.2009 | 09:21
Evrópumál og gjaldmiðilsmál munu verða eitt af stóru kosningamálunum. Frambjóðendur Framsóknarflokksins hafa skýra stefnu í þeim málum eftir glæsilegt flokksþing á dögunum.
Framsóknarmenn vilja aðildarviðræður með skýrum markmiðum.
Leiðtogar allra framboðslista Framsóknarflokksins ber skylda til þess að berjast fyrir aðildarviðræðum við Evrópusambandið á grunni eftirfarandi ályktunar flokksþings Framsóknarflokksins:
Ályktun um aðildarviðræður við Evrópusambandið
Markmið
Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.
Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum. Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.
Skilyrði
Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings.
Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.
Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.
Fyrstu skref
Þessi helstu samningsmarkmið, sem og önnur sem skilgreind verða í samvinnu hagsmunaaðila og stjórnvalda, með sem víðtækastri samstöðu, verði lögð til grundvallar því umboði sem samninganefnd Íslendinga fari með í samningaviðræður við Evrópusambandið.
![]() |
Siv efst í SV-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Verð ekki í framboði eins og ég stefndi að
7.3.2009 | 17:40
![]() |
Sigmundur í Reykjavík norður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |