Blaðamönnum og þingmönnum mútað af bönkunum?

"Rannsóknarnefnd Alþingis, sem á að grafast fyrir um orsakir bankahrunsins, ætlar að rannsaka hvort stjórnmálamenn eða fjölmiðlamenn hafi fengið sérstaka fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, segir að ábending hafi komið innan úr bankakerfinu um að einhver eða einhverjir úr þessum hópi hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá bönkunum. Þetta eigi við þingmenn, fyrrverandi þingmenn og ýmsa fjölmiðlamenn. Kanna á tímabilið frá 2004 til 2008."

Svo hljóðar hluti fréttar á www.visir.is.

Þótt ég hafi oft verið undrandi á hlutdrægni fjölmiðlamanna þegar ég var að verjast rangfærslum bankanna gagnvart Íbúðalánasjóði á sínum tíma - þá hafði ég ekki hugmyndaflug til að láta mér detta í hug mögulega óeðlilega fyrirgreiðslu í bönkunum til handa fjölmiðlamönnum!

Heitir það ekki mútur á íslensku?


mbl.is Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jú, og á flestum öðrum tungumálum líka.

Ætli "óeðlileg fyrirgreiðsla" geti ekki líka átt við um "undralánin" frá Landsbankanum í Lúxemborg, þar sem viðskiptavinurinn fékk " 25% af láninu greitt út en afganginn átti bankinn að sjá um að ávaxta... ... ...þannig að viðskiptavinurinn þyrfti ekki að greiða lánið til baka"???

Og ég sem var farinn að trúa því að ég væri bara svona geðveikur og allt væri í fínu lagi með bankakerfið... ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2009 kl. 15:39

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Bank bank Hallur! Heil þjóð missir ekki efnahagslegt sjálfstæði sitt bara sona út í bláinn! Það þarf þó nokkra til.

Arinbjörn Kúld, 9.3.2009 kl. 15:54

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þetta er forvitnilegt og það verður athyglisvert að sjá niðurstöðuna - er kannski núna verið að múta þeim sem eiga að rannsaka þetta?

Gísli Foster Hjartarson, 9.3.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband