Atlagan var hörð en við stóðumst hana

Atlagan að Íbúðalánsjóði var hörð. En við stóðumst hana. Eitt af vopnum bankanna var að síendurtaka ósannindin um að áætlanir um 90% lán Íbúðalánasjóðs til kaupa af hóflegu húsnæði væri vandamálið - þegar hið sanna var að óheft innkoma bankanna setti efnahagslífið í rúst.

Þessi ósannindi bankanna - sem fjölmiðlar tóku allt of oft undir með - varð síðan að vinællri þjóðsögu - þjóðsögu sem margir trúa enn í dag þótt hún hafi margoft verið hrakin.

Ef Framsóknarflokksins hefðui ekki notið við - þá værum við ekki með Íbúðalánasjóð í dag heimilunum í landinu til hagsbóta.


mbl.is Bankar litu á ÍLS sem óvininn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Flott hjá ykkur í Framsókn, hef RÁNFUGLINN hefði fengið sitt & Herforingjaráð Verzlunarmannafélagsins sitt, þá hefði þessi sjóður verið lagður niður og færður til bankanna, sem betur fer gerðist það ekki, en það vantaði ekki árrásir þessara aðila á Íbúðarlánasjóð.  Þessir aðilar hafa sýnt þjóð sinni í raun "ótrúlegan dónaskap & yfirgang" í flest öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur..!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 24.3.2009 kl. 16:51

2 Smámynd: Kristján B. Jónasson

Er þetta ekki full valkvæmt minni, Hallur? Þótt sannarlega megi klappa Framsóknarflokki á bakið fyrir stuðninginn við ÍLS þá má heldur ekki gleyma að 90% lánin voru óígrunduð ráðstöfun sem ekki reyndist vel.

Kristján B. Jónasson, 24.3.2009 kl. 17:09

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er furðulegt hvað sumir eiga erfitt með að skilja að 90% voru aldrei 90% vegna hámarks upphæðar .

Þessi lá komu landsbyggðinni fyrst og fremst til góða þar sem bankarnir lánuðu ekki fé þangað nema mjög takmarkað ef þeir hefðu beitt sömu reglu á höfuðborgarsvæðinu hefðu hlutirnir fari á annan veg.

Að bankarnir hafi lánað til 40 ára með láni sem þeir fengu til 5ára sínir það best hversu óábyrgir þeir voru.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 24.3.2009 kl. 20:24

4 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Eflaust má rökstyðja það eftir á að "slagorð" í kosningabaráttu geta á endanum snúist gegn mönnum. . . en þá fyrst og fremst ef þau fá kerfisbundna árás einhverra öflugra andstæðinga í áróðri - pólitík eða viðskiptalífi.

Þetta höfum við sannarlega séð með árásum Viðskiptaráðs og svokallaðra samtaka Banka og fjármálafyritækja - sem hafa áróðursmeistar á launum . . .

Það er ótrúlegt að skynsamt og öfgalaust fólk ljúgi því að sjálfum sér og öðrum að það hafi verið Framsóknarflokkurinn sem hóf innrás Kaupþings og hinna einkavæddu bankanna á íbúðalánamarkaðinn - með nær ótakmörkuð lán fyrir valda ´kúnna - fyrri hluta árs 2004 , , , þegar að hið rétta  er að Íbúðalánasjóður fékk ekki heimildir til að lána 90% af BRUNABÓTAMATI - með hámarksláni 16-18 milljónir fyrr en undir árslok 2004.

Auk þess sem brunabótamatsviðmiðið og hámarksfjárhæð lána - gerði það að verkum að hámarkslán Íbúðalánasjóðs nýttist nær eingöngu utan 50 km radíuss frá Reykjavík . . og fasteignaverðbólan varð auðvitað ekki til úti á landi . . .  að því er íbúðarhúsnæði varðar.

. . . .  bankarnir spenntu hins vegar landverðið upp  - - ásamt nokkrum athafnamönnum og útrásarvíkingum . . sérstaklega í Fljótshlíðum og Reykjadölum þessa lands . . ekki var það Íbúðalánasjóður . . .

Kristján B - - skoðaðu atburðrás og dreifingu 90% lána Íbúðalánasjóðs annars vegar - með hámark við 16 milljónir (85% á landsbyggðinni) og stórlán einkabankanna hins vegar . . 80-100% með fjárhæðum á bilinu 30-60 milljónir. . . .   og ræðum svo saman um það hvernig fasteignaverðbóla verður til . . . . Blessaður!

Benedikt Sigurðarson, 24.3.2009 kl. 21:05

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Varað var við því í upphafi hve hættulegt það væri að hafa lánshlutfallið svona hátt með tilliti til sveiflna í fasteignaverði sem gæti gert lánin hærri en eignirnar.

Framsókn getur ekki vikið sér undan því að hafa sett þessa röngu stefnu á flot á atkvæðaveiðum þar sem öll meðöl voru leyfileg.

Sjá mátti fyrir að bankarnir myndu veita samkeppni þótt fáa óraði fyrir þeim ósköpum sem þar dundu yfir og engin ástæða er til að gera lítið úr.

Þótt vel megi hæla Framsókn fyrir að hafa staðið vörð um íbúðalánasjóð má vel sjá af ýmsum línuritum og áliti frá kunnáttufólki svo sem hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum að kosningagjafir Framsóknar 2003, Kárahnjúkar og íbúðalánasprengingin komu af stað þenslunni sem að lokum fór úr öllum böndum.

Ómar Ragnarsson, 24.3.2009 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband