Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Aðildarviðræður að Evrópusambandinu strax
26.4.2009 | 16:02
Aðildarviðræður að Evrópusambandinu geta hafist strax ef Samfylgingin vill. Ef VG leggst gegn slíkum viðræðum þá hefur Samfylkingin þann kost að mynda ríkisstjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni. Þótt meirihlutinn sé lítill trúi ég ekki öðru en einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu tryggja að ríkisstjórnin gæti gengið til slíkra viðræðna nú þegar.
Aðildarviðræður að Evrópusambandinu ætti að vera lokið næsta vor þegar kosið verður til sveitarstjórna. Þá er unnt að leggja samninginn í dóm þjóðarinnar.
Boltinn er hjá Samfylkingunni og nú mun koma í ljós hvort Evrópustefna Samfylkingarinnar sé bara upp á punt fyrir kosningar eða hvort Samfylkingin meinar eitthvað með henni.
Þingað um nýja stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ný Framsókn í framsókn!
25.4.2009 | 12:36
Ný Framsókn hefur verið í framsókn á undanförnum dögum. Nú er bara að sjá hversu langt flokkurinn næsr í kosningunum - en það er að verða deginum ljósara að rödd nýrrar Framsóknar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins verður að hljóma á Alþingi.
Það er greinileg að andstæðingar Framsóknar eru farnir að ókyrrast og grípa til örþrifaráða. Þar veigra menn sér ekki við að misnota aðstöðu sína nóttinga fyrir kosningar og hætta þverpólískri samstöðu í þágu Samfylkingarinnar eins og hér má sjá
Kjörsókn með ágætum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsóknarmaðurinn Þór Jakobsson benti á þetta fyrir 25 árum!
22.4.2009 | 12:49
Framsóknarmaðurinn og veðufræðingurinn Þór Jakobsson benti á þessa miklu möguleika okkar á öflugri uppskipunarhöfn á Íslandi fyrir hartnær 25 árum - þegar vísbendingar um hlýnun jarðar voru fyrst að ryðja sér til rúms. Þór benti á að Ísland gæti orðið miðdepill samganngna mulli Norður-Atlantshafs og Kyrrahafs.
Þetta mál hefur alla tíð síðan verið mér ofarlega í huga og fagna því að utanríkisráðherra sé með á nótunum. Þarna eru tækifæri fyrir framtíðina!
Góð skilyrði fyrir umskipunarhöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Djarft skref í friðarátt hjá Framsóknarmanninum
21.4.2009 | 23:29
Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur tekið djarft skref í friðarátt með því að bjóða leiðtogum Ísraela, Eygypta og heimastjórnar Palestínumanna í Hvíta húsið í sumar. Obama gefur þannig skýr skilaboð um að hann sé reiðubúinn til að leggja mikið á sig til að ná fram friði í Miðausturlöndum.
Hvort það tekst er aftur á móti annað mál. En það geristi ekkert ef menn reynda ekki!
Leiðtogum Miðausturlanda boðið í Hvíta húsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Björgvin styrkir stöðu Steingríms J. sem forsætisráðherraefnis!
21.4.2009 | 11:22
Björgvin Guðmundsson styrkti verulega stöðu Steingríms J. sem forsætisráðherraefnis í mögulegri vinstri stjórn með því að setja aðildarviðræður að Evrópusambandinu sem ófrávíkjanlegt skilyrði Samfylkingar fyrir stjórnarsamstarfi við VG.
VG þarf því ekki að verða stærri en Samfylking - sem vel gæti orðið - til þess að fá forsætisráðherraembættið fyrir Steingrím J. VG getur sett það sem skilyrði ef flokkurinn samþykkir að fara í aðildarviðræður.
O-listi fengi fjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Steingrímur J og VG vinna gegn garðyrkjubændum
19.4.2009 | 15:46
VG og Steingrímur J segja eitt en gera annað. Í síðustu viku hafnaði Steingrímur að framlengja samkomulag sem Framsóknarráðherran Valgerður Sverrisdóttir beitti sér fyrir og fól í sér niðurgreiðslu raforku til garðyrkjubænda.
VG og Steingrímur eru því væntanlega að sjá til þess að garðykrjubændur slökkvi á lýsingu sinni í íslenskum gróðurhúsum með ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir íslenska neytendur - og efnahagslífið - því slíkt eykur á þörf fyrir innflutning grænmetis.
Var ekki nóg að vinna gegn atvinnuuppbyggingu með því að berjast gegn álveri á Bakka - nú er einnig ráðist að íslenskum garðyrkjubændum!
Þetta var fínn fundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enn flýr Jóhanna Sigurðardóttir umræðu við pólitíska andstæðinga
19.4.2009 | 12:26
Enn flýr Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar umræðu við pólitíska andstæðinga sína. Sendi nú Árna Pál fyrir sig í umræðu leiðtoga stjórnarflokkanna á RÚV í morgun.
Þetta er reyndar skynsamleg stefna hjá Samfylkingunni - enda ljóst að Jóhanna myndi eiga verulega undir högg að sækja í slíkri umræðu. ´
Betra að hafa hana þar sem hún talar ein og sér og er ekki gagnrýnd - eins og á aðalfundi Seðlabankans - í stað þess að þjóðin átti sig á því að myndin af Jóhönnu er glansmynd sem fölnar örugglega í umræðu Jóhönnu við pólitíska andstæðinga hennar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það grænkar hratt í Reykjavík
19.4.2009 | 10:18
Frekar hlýtt í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enn eitt klúður Jóhönnu og ríkisstjórnar
18.4.2009 | 21:04
Við erum að horfa upp á enn eitt klúður Jóhönnu og ríkisstjórnarinnar. Þýðir ekkert fyrir þau að fela sig á bak við bankaráðin,
Annars er það með ólíkindum hversu fælin Jóhanna er á að ræða við andstæðinga sína um pólitík!
Jóhanna hefur vit á að boða forföll þegar hún er ekki ein með sviðið - og slær síðan um sig á fundum þar sem hún þarf ekki að svara fyrir ekki aðgerðir sínar. Gott dæmi er aðalfundur Seðlabankans þar sem Jóhanna getur slegið fram hverju sem er - án þess að þurfa að svara fyrir það. Eða ASÍ fundurinn þar sem hún ræðst að pólitískum andstæðingum sínum - með órökstuddum dylgjum - í trausti þess að þurfa ekki að svara fyrir sig.
Skynsamleg kosningabarátta hjá Samfylkingu - fela Össur algerlega - forða Jóhönnu frá pólitískri umræðu við aðra - en hampa henni þar sem hún hefur ein sviðið og þarf ekki að svara gagnrýnum spurningum - enda pólitík Jóhönnu á þunnum ís...
Minnir svolítið á forseta Venesúela ...
.. en verst af öllu er að Jóhanna hefur ekki áhuga á atvinnulífinu - sjá hér
Ítrekar að kaupum sé aflýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Nýr leiðtogi Norðausturkjördæmis stígur fram með stæl!
17.4.2009 | 13:17
Þótt Steingrímur hafi rétt fyrir sér þegar hann ræðir skemmdarverk og ofbeldi Sjálfstæðisflokksins þá kom það berlega í ljós í kosningaþætti RÚV í Norðausturkjördæmi - að pólitísk sól Steingríms J. sem oft hefur skinið skært - er að hníga til viðar. Aftur á móti var það staðfest að nýr leiðtogi Norðausturkjördæmis er kominn á sviðið - Birkir Jón Jónsson varaformaður Framsóknarflokksins.
Birkir Jón bar af í þættinum og er nú fullur sjálfstrausts sem leiðtogi en hann fyrir Framsóknarflokknum þar í fyrsta skipti.
Steingrímur var einnig fínn - en áberandi að hann er á síðustu metrunum.
Með fullri virðingu fyrir hini ágæta fólki sem var með þeim í þættinum - þá var það langt að baki - ljóst að þar er enginn alvöru forystumaður fyrir kjördæmið á ferð!
Ofbeldi og skemmdarverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)