Steingrímur J og VG vinna gegn garðyrkjubændum

VG og Steingrímur J segja eitt en gera annað. Í síðustu viku hafnaði Steingrímur að framlengja samkomulag sem Framsóknarráðherran Valgerður Sverrisdóttir beitti sér fyrir og fól í sér niðurgreiðslu raforku til garðyrkjubænda.

VG og Steingrímur eru því væntanlega að sjá til þess að garðykrjubændur slökkvi á lýsingu sinni í íslenskum gróðurhúsum með ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir íslenska neytendur - og efnahagslífið - því slíkt eykur á þörf fyrir innflutning grænmetis.

Var ekki nóg að vinna gegn atvinnuuppbyggingu með því að berjast gegn álveri á Bakka -  nú er einnig ráðist að íslenskum garðyrkjubændum!


mbl.is „Þetta var fínn fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Mikið rétt Hallur. Þeir sem skapa útflutnigstekjur eða draga úr innflutningi með raforkuframleiðslu eiga allir að sitja við sama borð hvort sem að heitir garðyrkja, álever, fiskeldi eða járnblendi.

Við lifum á ámota tímum og þegar útlendingar borguðu miklu lægri flugfargjöld til og frá landinu en Íslendingar.Við borgum afnot auðlindum okkar dýrum dómum til að standa straum af því að nánast er verið að gefa sömu afnot erlendum auðhringjum.

Hitt stendur eftir að við högnumst á að veita ámóta kjör, til raforkufrekrar matvælaframleiðsu innanlands og stóriðju. Við megum ekki skera niður mjólkurkýrnar með sparnaðarhnífnum.

Skúli Guðbjarnarson, 19.4.2009 kl. 17:03

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ágæti Hallur. Þú ert að meina, að SJS hefði átt að afnema 25% hækkun á rafmagninu, sem fyrri landbúnaðarráðherra íhaldsins setti á garðyrkjuna.  Leiðréttu þetta hjá mér, ef ég er ekki að fara með rétt mál. 

Þorkell Sigurjónsson, 19.4.2009 kl. 17:08

3 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Tek undir með Þorkeli hér að ofan - og bíð eftir svari!

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 20.4.2009 kl. 09:43

4 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Hann heitir Einar K. Guðfinnsson sem hækkaði rafmagnið á garðyrkjubændur.

Við skulum annars skoða af hverju ekki var lengur hægt að láta garðyrkjubændur hafa ,,umframrafmagnið" í niðursettu verði. Jú, þetta er alfeliðing stóriðjustefnu fyrri ríkisstjórna og garðayrkubændur og landslýður allur sýpur af þeirri verðhækkunarsúpu sem fylgdi í kjölfarið.

Gústaf Gústafsson, 20.4.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband